Fólk er að veikjast úr streitu og oft nokkuð alvarlega Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. nóvember 2019 12:00 Sigrún Ása Þórðardóttir segir kulnun vera að aukast hjá fólki hér á landi. Baldur Hrafnkell Það getur tekið allt að þrjú ár að jafna sig eftir kulnun eða örmögnun segir sálfræðingur sem hefur unnið í slíkum málum í rúman áratug. Hún segir kulun vera að aukast hér á landi, fólk geti veikst alvarlega af of mikilli streitu. Í fréttum í gær kom fram að kulnunareinkenni eru algeng meðal lækna hér á landi og lýsti ungur læknir einkennum slíkum einkennum. Í nýlegri rannsókn sem annar hver starfandi læknir hér á landi svaraði kom fram að tæplega sjö af hverjum tíu læknum taldi sig vera undir of miklu álagi og tæpur helmingur sagðist hafa átt í erfiðleikum með einbeitingu eða minni. Sex af hverjum tíu hafði fundist þeir ekki geta uppfyllt kröfur eða ráðið við tímaþröng í starfi. Sigrún Ása Þórðardóttir sálfræðingur í Heilsuborg segir að almennt virðist einkenni kulnunar vera að aukast hjá fólki hér á landi. „Mér finnst það bara vera orðið nokkuð algengt. Ég hef verið að vinna með streitutengda valíðan í tíu ár og mér finnst þetta hafa aukist og það eru rannsóknir sem sýna að svo sé. Fólk er að veikjast af streitu og oft nokkuð alvarlega,“ segir Sigrún. Sigrún var með erindi á ráðstefnunni Hver hugar að þinni heilsu kallinn minn og kona góð í Salnum í Kópavogi. „Vandinn með streituna er að hún kemur vegna langvarandi álags. Við verðum oft samdauna henni og einkennunum. Þess vegna áttar fólk sig oft ekki á hvað einkennin eru orðin svo alvarleg að þau hafa áhrif á líf og starf,“ segir Sigrún. Hún segir að ástandið geti komið til vegna ofurálags í vinnu eða í einkalífi og oft séu þetta samverkandi þættir. Fólk sé hins vegar lengi að ná sér ef það fer í kulnun eða örmögnun. „Ef viðkomandi nær greiningarviðmiðun í kulnun eða örmögnun getur tekið mjög langan tíma að ná heilsu. Það er ekkert óalgengt að það taki eitt til þrjú ár, það kemru fram í rannsóknum og er mín reynsla í mínu starfi,“ segir Sigrún að lokum. Heilbrigðismál Vinnumarkaður Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Það getur tekið allt að þrjú ár að jafna sig eftir kulnun eða örmögnun segir sálfræðingur sem hefur unnið í slíkum málum í rúman áratug. Hún segir kulun vera að aukast hér á landi, fólk geti veikst alvarlega af of mikilli streitu. Í fréttum í gær kom fram að kulnunareinkenni eru algeng meðal lækna hér á landi og lýsti ungur læknir einkennum slíkum einkennum. Í nýlegri rannsókn sem annar hver starfandi læknir hér á landi svaraði kom fram að tæplega sjö af hverjum tíu læknum taldi sig vera undir of miklu álagi og tæpur helmingur sagðist hafa átt í erfiðleikum með einbeitingu eða minni. Sex af hverjum tíu hafði fundist þeir ekki geta uppfyllt kröfur eða ráðið við tímaþröng í starfi. Sigrún Ása Þórðardóttir sálfræðingur í Heilsuborg segir að almennt virðist einkenni kulnunar vera að aukast hjá fólki hér á landi. „Mér finnst það bara vera orðið nokkuð algengt. Ég hef verið að vinna með streitutengda valíðan í tíu ár og mér finnst þetta hafa aukist og það eru rannsóknir sem sýna að svo sé. Fólk er að veikjast af streitu og oft nokkuð alvarlega,“ segir Sigrún. Sigrún var með erindi á ráðstefnunni Hver hugar að þinni heilsu kallinn minn og kona góð í Salnum í Kópavogi. „Vandinn með streituna er að hún kemur vegna langvarandi álags. Við verðum oft samdauna henni og einkennunum. Þess vegna áttar fólk sig oft ekki á hvað einkennin eru orðin svo alvarleg að þau hafa áhrif á líf og starf,“ segir Sigrún. Hún segir að ástandið geti komið til vegna ofurálags í vinnu eða í einkalífi og oft séu þetta samverkandi þættir. Fólk sé hins vegar lengi að ná sér ef það fer í kulnun eða örmögnun. „Ef viðkomandi nær greiningarviðmiðun í kulnun eða örmögnun getur tekið mjög langan tíma að ná heilsu. Það er ekkert óalgengt að það taki eitt til þrjú ár, það kemru fram í rannsóknum og er mín reynsla í mínu starfi,“ segir Sigrún að lokum.
Heilbrigðismál Vinnumarkaður Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira