Ætlar að krefja Reykjavíkurborg um milljónir vegna framkvæmda á Hverfisgötu Birgir Olgeirsson skrifar 3. nóvember 2019 14:03 Ásmundur Helgason, einn eigenda Gráa kattarins. Vísir/Baldur Veitingahúseigendur ætla að krefja Reykjavíkurborg um milljónir í skaðabætur vegna framkvæmda á Hverfisgötu. Framkvæmdirnar hafa tafist um marga mánuði. Borgin lofar bót og betrun en veitingahúseigandinn segir kerfið gera það að verkum að svo verði ekki. Ásmundur Helgason er einn af eigendum veitingastaðarins Gráa Kattarins við Hverfisgötu. Hann mætti í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun til að ræða þessar framkvæmdir við Pawel Bartoszek, borgarfulltrúa Viðreisnar. Ásmundur sagði alla græða á þessum framkvæmdum nema rekstraraðila við götuna. Borgin fái fína götu, verktakinn og undirverktakinn fái greitt en eftir standa veitinga- og verslunareigendur með tapið. „Það sem hefur gerst undanfarna sex til sjö mánuði er búið að kosta mig allt upp í 40 prósent minni veltu á milli mánaða ef ég ber september saman við september í fyrra, október saman við október í fyrra. Það er 40 prósent minni velta hjá mér, og það skýrist að sjálfsögðu af því að það komst enginn að staðnum,“ sagði Ásmundur. Ásmundur hefur margoft gagnrýnt tilkynningar borgarinnar til rekstraraðila um fyrirhugaða framkvæmdir. Bréf borgarinnar um framkvæmdirnar barst daginn eftir að framkvæmdir hófust í maí. Ásmundur segir engar líkur á breytingum. Borgin samþykkir fjárhagsáætlun í desember sem þýðir að framkvæmdir næsta sumar verða ekki boðnar út fyrr en um mánaðmót mars/apríl. „Til þess að færast frá þessu þá verðið þið að samþykkja fjárhagsáætlun bara um mitt ár, ég skil ekki þetta vinnulag,“ sagði Ásmundur. Hann ætlar að setja fram milljóna bótakröfu á borgina. „Ég ætla bara að gera bótakröfu, það kemur bara bréf til borgarinnar eftir svona viku, hálfan mánuð, þar sem ég fer fram á tíu milljónir, eða einhverja x tölu í bætur.“ Pawel sagðist hafa mikla samúð með þeim rekstraraðilum sem verða fyrir tjóni. Hann viðurkenndi að ferlar borgarinnar væru ekki nægjanlega góðir þegar kæmi að svo umfangsmiklum framkvæmdum. Vonir standi til að bæta þetta, sér í lagi vegna framkvæmda sem eru fyrirhugaðar á neðri hluta Laugavegar og á Hlemmi. Viðtalið við Ásmund og Pawel hér að neðan. Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Veitingastaðir Tengdar fréttir Enn meiri tafir á að endurbótum ljúki á Hverfisgötu Upphafleg áætlun gerði ráð fyrir að verkinu sem hófst í maí í vor yrði lokið 23. ágúst. Verklok munu því tefjast um ríflega tvo mánuði frá þeirri áætlun. 3. október 2019 06:00 Framkvæmdum við Hverfisgötu á að ljúka um miðjan nóvember Vinnu vegna framkvæmda á Hverfisgötu í Reykjavík, frá Smiðjustíg og niður fyrir Ingólfsstræti, á að ljúka um miðjan nóvember. 25. október 2019 12:18 Mest lesið Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira
Veitingahúseigendur ætla að krefja Reykjavíkurborg um milljónir í skaðabætur vegna framkvæmda á Hverfisgötu. Framkvæmdirnar hafa tafist um marga mánuði. Borgin lofar bót og betrun en veitingahúseigandinn segir kerfið gera það að verkum að svo verði ekki. Ásmundur Helgason er einn af eigendum veitingastaðarins Gráa Kattarins við Hverfisgötu. Hann mætti í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun til að ræða þessar framkvæmdir við Pawel Bartoszek, borgarfulltrúa Viðreisnar. Ásmundur sagði alla græða á þessum framkvæmdum nema rekstraraðila við götuna. Borgin fái fína götu, verktakinn og undirverktakinn fái greitt en eftir standa veitinga- og verslunareigendur með tapið. „Það sem hefur gerst undanfarna sex til sjö mánuði er búið að kosta mig allt upp í 40 prósent minni veltu á milli mánaða ef ég ber september saman við september í fyrra, október saman við október í fyrra. Það er 40 prósent minni velta hjá mér, og það skýrist að sjálfsögðu af því að það komst enginn að staðnum,“ sagði Ásmundur. Ásmundur hefur margoft gagnrýnt tilkynningar borgarinnar til rekstraraðila um fyrirhugaða framkvæmdir. Bréf borgarinnar um framkvæmdirnar barst daginn eftir að framkvæmdir hófust í maí. Ásmundur segir engar líkur á breytingum. Borgin samþykkir fjárhagsáætlun í desember sem þýðir að framkvæmdir næsta sumar verða ekki boðnar út fyrr en um mánaðmót mars/apríl. „Til þess að færast frá þessu þá verðið þið að samþykkja fjárhagsáætlun bara um mitt ár, ég skil ekki þetta vinnulag,“ sagði Ásmundur. Hann ætlar að setja fram milljóna bótakröfu á borgina. „Ég ætla bara að gera bótakröfu, það kemur bara bréf til borgarinnar eftir svona viku, hálfan mánuð, þar sem ég fer fram á tíu milljónir, eða einhverja x tölu í bætur.“ Pawel sagðist hafa mikla samúð með þeim rekstraraðilum sem verða fyrir tjóni. Hann viðurkenndi að ferlar borgarinnar væru ekki nægjanlega góðir þegar kæmi að svo umfangsmiklum framkvæmdum. Vonir standi til að bæta þetta, sér í lagi vegna framkvæmda sem eru fyrirhugaðar á neðri hluta Laugavegar og á Hlemmi. Viðtalið við Ásmund og Pawel hér að neðan.
Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Veitingastaðir Tengdar fréttir Enn meiri tafir á að endurbótum ljúki á Hverfisgötu Upphafleg áætlun gerði ráð fyrir að verkinu sem hófst í maí í vor yrði lokið 23. ágúst. Verklok munu því tefjast um ríflega tvo mánuði frá þeirri áætlun. 3. október 2019 06:00 Framkvæmdum við Hverfisgötu á að ljúka um miðjan nóvember Vinnu vegna framkvæmda á Hverfisgötu í Reykjavík, frá Smiðjustíg og niður fyrir Ingólfsstræti, á að ljúka um miðjan nóvember. 25. október 2019 12:18 Mest lesið Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira
Enn meiri tafir á að endurbótum ljúki á Hverfisgötu Upphafleg áætlun gerði ráð fyrir að verkinu sem hófst í maí í vor yrði lokið 23. ágúst. Verklok munu því tefjast um ríflega tvo mánuði frá þeirri áætlun. 3. október 2019 06:00
Framkvæmdum við Hverfisgötu á að ljúka um miðjan nóvember Vinnu vegna framkvæmda á Hverfisgötu í Reykjavík, frá Smiðjustíg og niður fyrir Ingólfsstræti, á að ljúka um miðjan nóvember. 25. október 2019 12:18