Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur Nadine Guðrún Yaghi skrifar 4. nóvember 2019 14:07 Hlutfallslega eru fleiri börn með offitu úti á landi. Hæst er hlutfallið á Vestfjörðum. Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur samkvæmt nýjustu mælingum á ofþyngd íslenskra grunnskólabarna. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að vestfirsk börn labbi eða hjóli sjaldnar í skólann en jafnaldrar þeirra annars staðar á landinu. Tölurnar komi honum þó á óvart og kallar hann eftir rannsóknum á offitu barna.Sjá einnig:Þúsundir íslenskra barna með offituBörn í fyrsta, fjórða, sjöunda og níunda bekk eru vigtuð hjá skólahjúkrunarfræðingi á hverju ári og samkvæmt nýjustu mælingum er tæplega fjórðungur barna sem var vigtaður síðasta vetur í ofþyngd og þar af eru sex prósent með offitu. Offita hefur aukist verulega síðustu fimm ár eða frá fyrstu samræmdu mælingunum og hafa íslensk börn aldrei verið jafn þung. Um þetta er fjallað í þættinum Kompás á Vísi sem frumsýndur var í morgun. Nýjustu tölurnar sýna að hlutfallslega eru fleiri börn með offitu úti á landi en á höfuðborgarsvæðinu og er staðan nokkuð sláandi hjá fjórtán ára strákum. Átta prósent unglingsdrengja á höfuðborgarsvæðinu er með offitu, um það bil tveir í hverjum skólabekk. Hlutfallið hækkar um eitt til þrjú prósentustig á Norðurlandi, Vesturlandi, Suðurlandi og Austurlandi. Hæst er hlutfallið á Vestfjörðum þar sem næstum fimmti hver strákur í níunda bekk er með offitu. Hlutfallslega eru talsvert fleiri börn með offitu á landsbyggðinni en þess skal getið að mun færri börn eru bak við tölurnar þar en á höfuðborgarsvæðinu – og sveiflur geta verið miklar á milli ára og árganga. Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, segir að tölurnar koma sér á óvart. „Það er náttúrulega mjög fjölþætt og flókið samspil margra þátta sem væntanlega veldur þessu. Lýðheilsuvísar Embættis landlæknis segja að vestfirsk börn hjóla og ganga minna í skólann en jafnaldrar þeirra annars staðar á landinu og við höfum tekið það upp á vettvangi sveitarfélagsins,“ segir Gylfi. Hann kallar eftir rannsóknum um offitu barna en engar rannsóknir eru til um hvers vegna offita barna er meiri á landsbyggðinni. Í raun er mjög lítið til af rannsóknum á ofþyngd og offitu barna. „Eina leiðin til að svara því er að gera alvöru rannsóknir og reyna að svara þessu með tilliti til þeirra aðstæðna sem uppi eru á hverjum tíma og hverjum stað,“ segir Gylfi. Gylfi segist hissa á því hve margir fjórtán ára drengir séu með offitu á Vestfjörðum enda öflugt íþróttastarf hjá sveitarfélaginu. „En það þarf bara að skoða betur hvað gæti valdið þessu og hvað er þá best til ráða,“ segir Gylfi og bætir við að það þurfi vissulega að taka á þessum málum. Vilji til þess sé mikill hjá sveitarfélögunum. „Og svo náttúrulega verður að finna leið til að efla unglingsstrákana sjálfa til að taka á sínum málum og svo bera heimilin ábyrgð á þessu á endanum, þetta eru náttúrulega þættir sem mótast heima við, til dæmis hversu mikið bílinn er notaður til og frá skóla,“ segir Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Klippa: Offita barna - Kompás Börn og uppeldi Heilbrigðismál Kompás Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Fleiri fréttir Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka Sjá meira
Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur samkvæmt nýjustu mælingum á ofþyngd íslenskra grunnskólabarna. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að vestfirsk börn labbi eða hjóli sjaldnar í skólann en jafnaldrar þeirra annars staðar á landinu. Tölurnar komi honum þó á óvart og kallar hann eftir rannsóknum á offitu barna.Sjá einnig:Þúsundir íslenskra barna með offituBörn í fyrsta, fjórða, sjöunda og níunda bekk eru vigtuð hjá skólahjúkrunarfræðingi á hverju ári og samkvæmt nýjustu mælingum er tæplega fjórðungur barna sem var vigtaður síðasta vetur í ofþyngd og þar af eru sex prósent með offitu. Offita hefur aukist verulega síðustu fimm ár eða frá fyrstu samræmdu mælingunum og hafa íslensk börn aldrei verið jafn þung. Um þetta er fjallað í þættinum Kompás á Vísi sem frumsýndur var í morgun. Nýjustu tölurnar sýna að hlutfallslega eru fleiri börn með offitu úti á landi en á höfuðborgarsvæðinu og er staðan nokkuð sláandi hjá fjórtán ára strákum. Átta prósent unglingsdrengja á höfuðborgarsvæðinu er með offitu, um það bil tveir í hverjum skólabekk. Hlutfallið hækkar um eitt til þrjú prósentustig á Norðurlandi, Vesturlandi, Suðurlandi og Austurlandi. Hæst er hlutfallið á Vestfjörðum þar sem næstum fimmti hver strákur í níunda bekk er með offitu. Hlutfallslega eru talsvert fleiri börn með offitu á landsbyggðinni en þess skal getið að mun færri börn eru bak við tölurnar þar en á höfuðborgarsvæðinu – og sveiflur geta verið miklar á milli ára og árganga. Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, segir að tölurnar koma sér á óvart. „Það er náttúrulega mjög fjölþætt og flókið samspil margra þátta sem væntanlega veldur þessu. Lýðheilsuvísar Embættis landlæknis segja að vestfirsk börn hjóla og ganga minna í skólann en jafnaldrar þeirra annars staðar á landinu og við höfum tekið það upp á vettvangi sveitarfélagsins,“ segir Gylfi. Hann kallar eftir rannsóknum um offitu barna en engar rannsóknir eru til um hvers vegna offita barna er meiri á landsbyggðinni. Í raun er mjög lítið til af rannsóknum á ofþyngd og offitu barna. „Eina leiðin til að svara því er að gera alvöru rannsóknir og reyna að svara þessu með tilliti til þeirra aðstæðna sem uppi eru á hverjum tíma og hverjum stað,“ segir Gylfi. Gylfi segist hissa á því hve margir fjórtán ára drengir séu með offitu á Vestfjörðum enda öflugt íþróttastarf hjá sveitarfélaginu. „En það þarf bara að skoða betur hvað gæti valdið þessu og hvað er þá best til ráða,“ segir Gylfi og bætir við að það þurfi vissulega að taka á þessum málum. Vilji til þess sé mikill hjá sveitarfélögunum. „Og svo náttúrulega verður að finna leið til að efla unglingsstrákana sjálfa til að taka á sínum málum og svo bera heimilin ábyrgð á þessu á endanum, þetta eru náttúrulega þættir sem mótast heima við, til dæmis hversu mikið bílinn er notaður til og frá skóla,“ segir Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Klippa: Offita barna - Kompás
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Kompás Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Fleiri fréttir Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka Sjá meira