Gagnrýna „söguleg mistök“ Evrópusambandsins Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. nóvember 2019 19:15 Bandaríkjastjórn er ósátt við þá afstöðu Evrópusambandsins að opna ekki aðildarviðræður við Norður-Makedóníu og Albaníu. Búist var við því að aðildarviðræður yrðu opnaðar en leiðtogaráð ESB tók afstöðu gegn því á fundi sínum í október. Leiðtogar Frakklands, Danmerkur og Hollands stóðu gegn því á leiðtogaráðsfundi októbermánaðar að hefja aðildarviðræður við ríkin tvö á Balkanskaga. Franski forsetinn Emmanuel Macron er sagður hafa farið fremst í flokki. Niðurstaðan olli vonbrigðum, bæði innan ríkjanna tveggja sem og innan sambandsins sjálfs. The Guardian fjallaði á sínum tíma um fordæmingu ákvörðunarinnar. Haft var eftir Jean-Claude Juncker, fráfarandi forseta framkvæmdastjórnar ESB, að um söguleg mistök væri að ræða. Evrópusambandið þyrfti að standa við gefin loforð. Norður-Makedónar bjuggust fastlega við því að leiðin yrði greið að Evrópusambandsaðild eftir að áratugalöng deila við Grikki um nafn ríkisins var leyst í febrúar. Grikkir höfðu staðið gegn aðild ríkisins að Evrópusambandinu en horfið frá þeirri andstöðu þegar Makedónar urðu Norður-Makedónar. Matthew Palmer, bandarískur erindreki, tók í sama streng í dag, staddur á fundi með Aleksandar Vucic Serbíuforseta. Að okkar mati var um söguleg mistök að ræða. Þau senda slæm skilaboð til svæðisins alls,“ sagði Palmer og bætti við að Bandaríkin vildu sjá aukna samvinnu ríkjanna á vestanverðum Balkanskaga við Evrópusambandið. Bandaríkjastjórn myndi reyna að sannfæra Evrópusambandið um að endurskoða málið fyrir næsta leiðtogaráðsfund. Albanía Bandaríkin Evrópusambandið Norður-Makedónía Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira
Bandaríkjastjórn er ósátt við þá afstöðu Evrópusambandsins að opna ekki aðildarviðræður við Norður-Makedóníu og Albaníu. Búist var við því að aðildarviðræður yrðu opnaðar en leiðtogaráð ESB tók afstöðu gegn því á fundi sínum í október. Leiðtogar Frakklands, Danmerkur og Hollands stóðu gegn því á leiðtogaráðsfundi októbermánaðar að hefja aðildarviðræður við ríkin tvö á Balkanskaga. Franski forsetinn Emmanuel Macron er sagður hafa farið fremst í flokki. Niðurstaðan olli vonbrigðum, bæði innan ríkjanna tveggja sem og innan sambandsins sjálfs. The Guardian fjallaði á sínum tíma um fordæmingu ákvörðunarinnar. Haft var eftir Jean-Claude Juncker, fráfarandi forseta framkvæmdastjórnar ESB, að um söguleg mistök væri að ræða. Evrópusambandið þyrfti að standa við gefin loforð. Norður-Makedónar bjuggust fastlega við því að leiðin yrði greið að Evrópusambandsaðild eftir að áratugalöng deila við Grikki um nafn ríkisins var leyst í febrúar. Grikkir höfðu staðið gegn aðild ríkisins að Evrópusambandinu en horfið frá þeirri andstöðu þegar Makedónar urðu Norður-Makedónar. Matthew Palmer, bandarískur erindreki, tók í sama streng í dag, staddur á fundi með Aleksandar Vucic Serbíuforseta. Að okkar mati var um söguleg mistök að ræða. Þau senda slæm skilaboð til svæðisins alls,“ sagði Palmer og bætti við að Bandaríkin vildu sjá aukna samvinnu ríkjanna á vestanverðum Balkanskaga við Evrópusambandið. Bandaríkjastjórn myndi reyna að sannfæra Evrópusambandið um að endurskoða málið fyrir næsta leiðtogaráðsfund.
Albanía Bandaríkin Evrópusambandið Norður-Makedónía Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira