Talið fullvíst að næsti útvarpsstjóri verði kona Jakob Bjarnar skrifar 5. nóvember 2019 09:30 Lykilatriði máls er að kona verði ráðin í stól útvarpsstjóra. Vísir nefnir til sögunnar fjórar sem helst þykja koma til álita Vísir Fullyrt er í eyru blaðamanns Vísis að það sé nánast tilgangslaust fyrir karlmenn að sækja um starf útvarpsstjóra sem senn verður laust til umsóknar. Svo mjög er fólk sannfært um þetta að sá karlmaður sem sækir um er þar með sjálfkrafa orðinn vanhæfur – því sá veit ekki hvað klukkan slær. Sú sé hin undirliggjandi og ófrávíkjanlega krafa. Þó konur skipi vel flestar valdastöður í menningargeiranum þá hefur kona aldrei gengt stöðu útvarpsstjóra. Sem í hugum stjórnmálamanna er áhrifastaða. Þær konur sem helst eru nefndar í eyru blaðamanns Vísis sem líklegir kandídatar eru Kristín Þorsteinsdóttir fyrrverandi aðalritstjóri 365, Þóra Arnórsdóttir sjónvarpsmaður, Svanhildur Konráðsdóttir forstjóri Hörpu og síðast en ekki síst Svanhildur Hólm aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins. Harkaleg tímasetning tilkynningarinnar Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra tilkynnti um val sitt á nýjum Þjóðleikhússtjóra síðdegis á föstudaginn síðasta. Hún ákvað að ganga fram hjá Ara Matthíassyni, sitjandi Þjóðleikhússtjóra sem náði að reka leikhúsið hallalaust, aðsókn hefur aldrei mælst meiri í húsið og starfsánægja mælist þar betri en gerist og gengur og skipa Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóra í hans stað. Þetta bendir til þess að hér hangi sitthvað á spýtunni. Ýmsir telja umsóknarferlið hafa verið leikrit og niðurstaðan fyrirliggjandi. Ari hverfur á braut, Magnús kemur inn í Þjóðleikhúsið og þar með losnar eins og eitt stykki útvarpsstjórastóll. Tímasetning tilkynningarinnar um nýjan þjóðleikhússtjóra er athyglisverð út af fyrir sig. Ráðgjafar í almannatengslum ráðleggja skjólstæðingum sínum gjarnan að tilkynna umdeildar ákvarðanir síðdegis á föstudögum því þá fá fjölmiðlar ekki mikið tækifæri til að velta upp ýmsum flötum á þeim. Á sama tíma var tilkynnt um skipan Lilju á ráðuneytisstjóra í mennta- og menningarmálaráðuneytinu sem er Páll Magnússon, góður og gegn Framsóknarmaður. Páll var einn fjögurra umsækjenda sem þóttu hæfastir að mati hæfisnefndar til að gegna því starfi. Lilja hlýtur að hafa litið til þessara ráðlegginga almannatenglanna því þá um kvöldið var frumsýning á stóra sviði Þjóðleikhússins. Athygli vakti að Ari var ekki viðstaddur þá frumsýningu eins og jafnan er en hann var þá fáeinum tímum áður búinn að fá símhringingu frá ráðherra sem tilkynnti honum að ekki yrði að því að hann yrði ráðinn. Samkvæmt heimildum Vísis fékk það mjög á Ara að hann skyldi ekki hafa verið endurráðinn. Þannig gerast kaupin á eyrinni Reikningsdæmið sem áhugamenn um leikhús, fjölmiðla og svo pólitík leggja niður fyrir sig er þá það hvort refirnir hafi verið skornir til að rýma til fyrir einhverjum sem koma á í feitari stöðu sem er útvarpsstjóri? Magnús Ragnarsson, sem þekkir afar vel til aðstæðna, segir að svona gerist kaupin á eyrinni. Magnús Ragnarsson, sem er framkvæmdastjóri Símans en starfaði áður sem aðstoðarmaður menntamálaráðherra og sem formaður þjóðleikhúsráðs, græddi 120 þúsund krónur á ráðningu þjóðleikhússtjóra. Það gerði hann með fjórum ólíkum veðmálum við hinn og þennan. Magnús segir, í samtali við Vísi, að hann hafi meira að segja þanið eitt veðmálanna í 1 gegn átta, svo viss var hann í sinni sök. Þannig gerist einfaldlega kaupin á eyrinni, að sögn Magnúsar, að nafni hans Geir hefði aldrei sótt um þessa stöðu nema það hefði verið frágengið að hann fengi stöðuna. Frágengið að Magnús Geir fengi stöðuna? Þá hefur Vísir óstaðfestar heimildir fyrir því að Magnús og Lilja Dögg hafi fundað áður en til þess kom að hann sótti um stöðuna. En, þau gætu hæglega hafa verið að ræða málefni tengd Ríkisútvarpinu, um það skal ekkert fjölyrt. En, þannig bendir eitt og annað til þess sem þessi stöðuveiting hafi verið frágengin og allt umsóknarferlið þannig fremur ófrumlegt leikrit. En þá að þeirri stöðu sem nú er laus eftir að Magnús Geir hvarf á braut. Reyndar er svo að formlega er það stjórn Ríkisútvarpsins ohf. sem ræður útvarpsstjóra. Kári Jónasson, formaður stjórnar Ríkisútvarpsins, minnir á að það sé stjórn Ríkisútvarpsins ohf. sem ráði útvarpsstjórann. Þó Kári Jónasson formaður stjórnar hafi fyrr á þessu ári gengið frá ráðningu Magnúsar Geirs sem útvarpsstjóra til fimm ára, og engin áform voru uppi um annað en hann héldi áfram sem útvarpsstjóri, segir Kári þetta í sjálfu sér ekki hafa komið sér persónulega á óvart. „Nei, hann náttúrlega hefur lifað og hrærst í leiklistinni frá ungaaldri,“ segir Kári. Formaðurinn segir að stjórnin komi saman á morgun og þá verði farið yfir allt þetta mál en ekkert hafi verið ákveðið. Formlega ræður stjórn útvarpsstjóra „Stjórnin ræður útvarpsstjóra. Stjórn RÚV er kosin á Alþingi og er sjálfstætt stjórnvald, ef þannig mætti að orði komast,“ segir Kári og útskýrir að svo sé ekki um stjórnir annarra ohf-fyrirtækja ríkisins; þær eru ekki kosnar af Alþingi. En, þó Kári vilji girða fyrir það að ráðning útvarpsstjóra sé þannig óháð pólitískum hrossakaupum, og ráðherra komi ekkert að þeirri skipan, þá telja menn víst að ráðherra hafi þar sitthvað um skipan mála að segja. Reyndar tala fjölmargir álitsgjafar Vísis allir á þá lund. Lilja Dögg er sem menntamálaráðherra handhafi eina hlutabréfsins í Ríkisútvarpinu ohf. Það liggur í skúffu skrifborðs ráðherra. Þeir sem Vísir hefur rætt við um þetta mál telja víst að flokkapólitíkin muni hafa sitt að segja og þó Kári leggi það upp sem svo að stjórn sé sjálfstæð í þeim efnum vegna þess að hún er kosin af Alþingi, þá má snúa þeim peningi við; stjórnin situr á flokkspólitískum forsendum. Og að öllu samanlögðu, nýlegrar skipana Lilju; karl í Þjóðleikhúsið og karl í ráðuneytisstjórastöðuna, ganga allir sem Vísir hefur rætt við út frá því að hún muni vilja að kona verði ráðin til að gegna stöðunni og stjórn eða ekki stjórn, þar muni vilji ráðherra ráða. Þóra kennd við Samfylkinguna En hverjar eru þá þessar konur? Fjölmargar virðast koma til greina og líklegt má telja að nokkur fjöldi sæki um. Þær sem eru kallaðar verða ekki allar nefndar hér í þessari samantekt. Heldur stiklað á stóru. Þóra Arnórsdóttir sjónvarpsmaður er orðuð sterklega við starfið en hún þykir hafa þá reynslu og menntun til að bera sem gerir hana vel hæfa. Þóra í forsetaframboði. Þeir sem Vísir hefur rætt við telja Þóru hafa flest það til brunns að bera sem prýða má einn útvarpsstjóra. Þóra er auðvitað fyrst og fremst þekkt af störfum sínum á skjánum, síðast sem ritstjóri fréttaskýringarþáttarins Kveiks. Þá er vert að nafna það að Þóra var í framboði til forseta Íslands þannig að ekki skortir metnaðinn. Þóra er nú í leyfi frá Ríkisútvarpinu en Vísir greindi frá því fyrir nokkrum árum að Yale-háskólinn hafi sent frá sér tilkynningu þess efnis að Þóra hafi verið samþykkt í World Fellow-námskeið skólans og var þannig fyrsti Íslendingurinn til að komast í það nám. Nema, Þóra hefur það á móti sér að vera kennd við Samfylkinguna og ráðandi flokkar í ríkisstjórn hafa, að því talið er, ekki nokkurn áhuga á því að koma einstaklingi úr þeim ranni í þessa stöðu sem þeir telja svo eftirsóknarverða. Úfinn sjór við Hörpu Það á einnig við um aðra konu sem nefnd hefur verið sem hugsanlegur kandídat sem er Svanhildur Konráðsdóttir forstjóri Hörpu. Svanhildur hefur reynslu af fjölmiðlum en ung að árum var hún orðin ritstjóri tímaritsins Mannlíf, hún hefur reynslu af sjónvarpi sem einn umsjónarmanna Dagsljóss Sjónvarpsins á sínum tíma. Svanhildur Konráðsdóttir hefur átt vísan frama og góðan feril þó nokkuð hafi gefið á bátinn í Hörpu. Leið hennar hefur verið nokkuð greið til áhrifa. Hún starfaði sem sviðstjóri Menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar áður en hún tók við Hörpu, þannig að hún hefur jafnframt víðtæka reynslu af því að stýra menningarstofnunum sem Ríkisútvarpið er auk þess að teljast fjölmiðill. En, Svanhildur hefur ekki siglt lygnan sjó í Hörpu en þannig lenti hún í harðvítugu stríði við þjónustufulltrúa hússins á síðasta ári sem endaði með því að hún óskaði sérstaklega eftir því að laun hennar yrðu lækkuð. Sömuleiðis tapaði Harpa mörgum milljónum króna á viðskiptum við Kára Sturluson, umboðsmann Sigur Rósar, veegna fyrirframgreiðsu á miðasölutekjum. Kristín á slóð fyrrverandi starfsmanna sinna Þriðja konan sem nefnd hefur verið í eyru blaðamanns Vísis sem hugsanlegur kandídat er Kristín Þorsteinsdóttir fyrrverandi aðalritstjóri og útgefandi 365 miðla. Kristín sat lengi í því starfi, lengur en nokkur annar. Kristín lauk störfum þegar eigendaskipti urðu á Torgi, útgáfufélagi Fréttablaðsins og ritaði þá upplýsandi pistil þar sem hún fór yfir störf sín hjá félaginu. Þó efast megi um að Kristín sé á flæðiskeri stödd, líklega með ágætan starfslokasamning, þá er hún á lausu. Ef Kristín sækir um og hreppir hnossið mun hún fylgja þó nokkrum fjölda fyrrverandi starfsmanna sinna hjá 365 í Efstaleitið. Kristín þekkir vel til á fréttastofu ríkisins en hún starfaði lengi farsællega sem fréttamaður þar og sem einn helsti fréttaþulur stofnunarinnar um árabil. Ekki liggur fyrir hvar Kristín er í pólitíkinni, hún hefur ekki gefið neitt út um það en þeir sem velta því fyrir sér reikna hana vel hægra megin við miðju sem ætti ekki að þurfa að standa í ríkisstjórninni. Það sem hins vegar gæti staðið í stjórn Ríkisútvarpsins ofh., en þar sitja margir sem telja sig nánast til starfsmanna stofnunarinnar en ekki að þeir séu þar sem fulltrúar eigenda hennar, þjóðarinnar, eru pistlar Kristínar þar sem hún hefur gagnrýnt fyrirferð stofnunarinnar á markaði. En, þá má til þess líta að Lilja hefur boðað að taka beri stofnunina af auglýsingamarkaði. Svanhildur hæf og hæfileikarík Þannig hafa þessar þrjár sem hér hafa verið nefndar sitthvað sér til ágætis en einnig má sjá annmarka á hugsanlegri umsókn þeirra, ef gerð er tilraun til að setja sig inn í hugarheim þeirra sem um véla. Þá berast böndin að þeirri sem flestir nefna í eyru blaðamanns Vísis. Svanhildur Hólm, aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Einn viðmælenda Vísis taldi reyndar ólíklegt að útvarpsstjóri kæmi með svo beinum hætti úr ranni pólitíkurinnar og það væri hæpið að aðstoðarmaður ráðherra yrði skipaður útvarpsstjóri. En, aðrir töldu þetta meira en líklegt. Svanhildur hefur reynslu af dagskrárgerð í útvarpi sem og sjónvarpi, starfaði í Kastljósi síðar Íslandi í dag á Stöð 2 og býr að auki að lögfræðimenntun – Svanhildur var á sínum tíma ritari útvarpsráðs sem ætti ekki að skaða möguleika hennar í augum stjórnar. Svanhildur Hólm Valsdóttir. Flestir álitsgjafa Vísis veðja á að hún verði næsti útvarpsstjóri og að baki þeim kenningum liggja vel út færðar fléttur. Engin efast um hæfni Svanhildar, hún þykir bráðskörp og dugandi. En, á Íslandi þarf meira að koma til en hæfni og hæfileikar eins og alkunna er. Ýmsar kenningar hafa verið settar fram í eyru blaðamanns til að styðja þessa tilgátu. Vel út færðar kenningar Þannig segir einn þingmaður úr stjórnarandstöðunni að staðan sé sú að Lilja komi engum málum í gegnum ríkisstjórnina, svo rammt er kveðið að þessu að svo virðist sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson sameinist í andstöðu sinni við hana og hennar mál. Það mun fara fyrir brjóst þeirra að Framsóknarráðherrar hafa haft þann háttinn á að kynna ýmsar fyrirætlanir án samráðs á blaðamannafundum, fyrirætlanir sem svo hefur þurft að draga í land með svo sem afnám virðisaukaskatts á bækur, svo dæmi séu nefnt. Þá situr fjölmiðlafrumvarp Lilju fast. Því er haldið fram að þetta fari eftir því hver hugur Bjarna til hugsanlegrar skipunar Svanhildar ráði; ef hann er áfram um hana sjái Lilja sér leik á borði og geti þannig fengið eitthvað fyrir sinn snúð. Liður í margslunginni fléttu Enn annar vill fara dýpra í fléttu sem myndi búa að baki skipan Svanhildar í starf útvarpsstjóra. Sem er að Bjarni ætli ekki að gefa kost á sér sem formaður Sjálfstæðisflokksins á næsta Landsfundi. Hann ætli sér ekki að vera sá formaður sem fylgir flokknum undir 20 prósenta fylgi og sé orðinn leiður á hinu pólitíska harki. Bjarni vilji því gjarnan fá góða stöðu fyrir sinn trausta aðstoðarmann áður en hann kveður. Þeirri kenningu, eða fléttu, fylgir svo sú saga að á sama hátt sjái Lilja ekki fyrir sér mikla framtíð í stjórnmálum; þó hennar persónulega fylgi sé harla mikið dugi það engan veginn til að hífa fylgi Framsóknarflokksins upp sem virðist botnfrosið í öllum fylgiskönnunum. Lilja, sem klók og raunsæ manneskja, myndi því gjarnan vilja þiggja stöðu á sviði alþjóðlegra bankamála, sem Bjarni gæti haft milligöngu um að ganga frá. Auk þess sem hún vilji gjarnan að hennar verði minnst sem þess ráðherra sem skipaði hæfa konu í útvarpsstjórastól – fyrstu konuna til að gegna því embætti. Það er lykilatriði máls. Alþingi Fjölmiðlar Fréttaskýringar Leikhús Ráðning útvarpsstjóra Tengdar fréttir Lilja skipar flokksbróður nýjan ráðuneytisstjóra Páll Magnússon hefur verið ráðinn í embætti ráðuneytisstjóra í mennta- og menningarmálaráðuneyti. 1. nóvember 2019 17:04 Græddi 120 þúsund krónur á ráðningu Þjóðleikhússtjóra Tilkynnt var um ráðningu Þjóðleikhússtjóra í gær. 2. nóvember 2019 15:45 Magnús Geir verður næsti Þjóðleikhússtjóri Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur ákveðið að skipa Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóra sem Þjóðleikhússtjóra frá og með 1. janúar 2020. 1. nóvember 2019 16:52 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Fullyrt er í eyru blaðamanns Vísis að það sé nánast tilgangslaust fyrir karlmenn að sækja um starf útvarpsstjóra sem senn verður laust til umsóknar. Svo mjög er fólk sannfært um þetta að sá karlmaður sem sækir um er þar með sjálfkrafa orðinn vanhæfur – því sá veit ekki hvað klukkan slær. Sú sé hin undirliggjandi og ófrávíkjanlega krafa. Þó konur skipi vel flestar valdastöður í menningargeiranum þá hefur kona aldrei gengt stöðu útvarpsstjóra. Sem í hugum stjórnmálamanna er áhrifastaða. Þær konur sem helst eru nefndar í eyru blaðamanns Vísis sem líklegir kandídatar eru Kristín Þorsteinsdóttir fyrrverandi aðalritstjóri 365, Þóra Arnórsdóttir sjónvarpsmaður, Svanhildur Konráðsdóttir forstjóri Hörpu og síðast en ekki síst Svanhildur Hólm aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins. Harkaleg tímasetning tilkynningarinnar Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra tilkynnti um val sitt á nýjum Þjóðleikhússtjóra síðdegis á föstudaginn síðasta. Hún ákvað að ganga fram hjá Ara Matthíassyni, sitjandi Þjóðleikhússtjóra sem náði að reka leikhúsið hallalaust, aðsókn hefur aldrei mælst meiri í húsið og starfsánægja mælist þar betri en gerist og gengur og skipa Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóra í hans stað. Þetta bendir til þess að hér hangi sitthvað á spýtunni. Ýmsir telja umsóknarferlið hafa verið leikrit og niðurstaðan fyrirliggjandi. Ari hverfur á braut, Magnús kemur inn í Þjóðleikhúsið og þar með losnar eins og eitt stykki útvarpsstjórastóll. Tímasetning tilkynningarinnar um nýjan þjóðleikhússtjóra er athyglisverð út af fyrir sig. Ráðgjafar í almannatengslum ráðleggja skjólstæðingum sínum gjarnan að tilkynna umdeildar ákvarðanir síðdegis á föstudögum því þá fá fjölmiðlar ekki mikið tækifæri til að velta upp ýmsum flötum á þeim. Á sama tíma var tilkynnt um skipan Lilju á ráðuneytisstjóra í mennta- og menningarmálaráðuneytinu sem er Páll Magnússon, góður og gegn Framsóknarmaður. Páll var einn fjögurra umsækjenda sem þóttu hæfastir að mati hæfisnefndar til að gegna því starfi. Lilja hlýtur að hafa litið til þessara ráðlegginga almannatenglanna því þá um kvöldið var frumsýning á stóra sviði Þjóðleikhússins. Athygli vakti að Ari var ekki viðstaddur þá frumsýningu eins og jafnan er en hann var þá fáeinum tímum áður búinn að fá símhringingu frá ráðherra sem tilkynnti honum að ekki yrði að því að hann yrði ráðinn. Samkvæmt heimildum Vísis fékk það mjög á Ara að hann skyldi ekki hafa verið endurráðinn. Þannig gerast kaupin á eyrinni Reikningsdæmið sem áhugamenn um leikhús, fjölmiðla og svo pólitík leggja niður fyrir sig er þá það hvort refirnir hafi verið skornir til að rýma til fyrir einhverjum sem koma á í feitari stöðu sem er útvarpsstjóri? Magnús Ragnarsson, sem þekkir afar vel til aðstæðna, segir að svona gerist kaupin á eyrinni. Magnús Ragnarsson, sem er framkvæmdastjóri Símans en starfaði áður sem aðstoðarmaður menntamálaráðherra og sem formaður þjóðleikhúsráðs, græddi 120 þúsund krónur á ráðningu þjóðleikhússtjóra. Það gerði hann með fjórum ólíkum veðmálum við hinn og þennan. Magnús segir, í samtali við Vísi, að hann hafi meira að segja þanið eitt veðmálanna í 1 gegn átta, svo viss var hann í sinni sök. Þannig gerist einfaldlega kaupin á eyrinni, að sögn Magnúsar, að nafni hans Geir hefði aldrei sótt um þessa stöðu nema það hefði verið frágengið að hann fengi stöðuna. Frágengið að Magnús Geir fengi stöðuna? Þá hefur Vísir óstaðfestar heimildir fyrir því að Magnús og Lilja Dögg hafi fundað áður en til þess kom að hann sótti um stöðuna. En, þau gætu hæglega hafa verið að ræða málefni tengd Ríkisútvarpinu, um það skal ekkert fjölyrt. En, þannig bendir eitt og annað til þess sem þessi stöðuveiting hafi verið frágengin og allt umsóknarferlið þannig fremur ófrumlegt leikrit. En þá að þeirri stöðu sem nú er laus eftir að Magnús Geir hvarf á braut. Reyndar er svo að formlega er það stjórn Ríkisútvarpsins ohf. sem ræður útvarpsstjóra. Kári Jónasson, formaður stjórnar Ríkisútvarpsins, minnir á að það sé stjórn Ríkisútvarpsins ohf. sem ráði útvarpsstjórann. Þó Kári Jónasson formaður stjórnar hafi fyrr á þessu ári gengið frá ráðningu Magnúsar Geirs sem útvarpsstjóra til fimm ára, og engin áform voru uppi um annað en hann héldi áfram sem útvarpsstjóri, segir Kári þetta í sjálfu sér ekki hafa komið sér persónulega á óvart. „Nei, hann náttúrlega hefur lifað og hrærst í leiklistinni frá ungaaldri,“ segir Kári. Formaðurinn segir að stjórnin komi saman á morgun og þá verði farið yfir allt þetta mál en ekkert hafi verið ákveðið. Formlega ræður stjórn útvarpsstjóra „Stjórnin ræður útvarpsstjóra. Stjórn RÚV er kosin á Alþingi og er sjálfstætt stjórnvald, ef þannig mætti að orði komast,“ segir Kári og útskýrir að svo sé ekki um stjórnir annarra ohf-fyrirtækja ríkisins; þær eru ekki kosnar af Alþingi. En, þó Kári vilji girða fyrir það að ráðning útvarpsstjóra sé þannig óháð pólitískum hrossakaupum, og ráðherra komi ekkert að þeirri skipan, þá telja menn víst að ráðherra hafi þar sitthvað um skipan mála að segja. Reyndar tala fjölmargir álitsgjafar Vísis allir á þá lund. Lilja Dögg er sem menntamálaráðherra handhafi eina hlutabréfsins í Ríkisútvarpinu ohf. Það liggur í skúffu skrifborðs ráðherra. Þeir sem Vísir hefur rætt við um þetta mál telja víst að flokkapólitíkin muni hafa sitt að segja og þó Kári leggi það upp sem svo að stjórn sé sjálfstæð í þeim efnum vegna þess að hún er kosin af Alþingi, þá má snúa þeim peningi við; stjórnin situr á flokkspólitískum forsendum. Og að öllu samanlögðu, nýlegrar skipana Lilju; karl í Þjóðleikhúsið og karl í ráðuneytisstjórastöðuna, ganga allir sem Vísir hefur rætt við út frá því að hún muni vilja að kona verði ráðin til að gegna stöðunni og stjórn eða ekki stjórn, þar muni vilji ráðherra ráða. Þóra kennd við Samfylkinguna En hverjar eru þá þessar konur? Fjölmargar virðast koma til greina og líklegt má telja að nokkur fjöldi sæki um. Þær sem eru kallaðar verða ekki allar nefndar hér í þessari samantekt. Heldur stiklað á stóru. Þóra Arnórsdóttir sjónvarpsmaður er orðuð sterklega við starfið en hún þykir hafa þá reynslu og menntun til að bera sem gerir hana vel hæfa. Þóra í forsetaframboði. Þeir sem Vísir hefur rætt við telja Þóru hafa flest það til brunns að bera sem prýða má einn útvarpsstjóra. Þóra er auðvitað fyrst og fremst þekkt af störfum sínum á skjánum, síðast sem ritstjóri fréttaskýringarþáttarins Kveiks. Þá er vert að nafna það að Þóra var í framboði til forseta Íslands þannig að ekki skortir metnaðinn. Þóra er nú í leyfi frá Ríkisútvarpinu en Vísir greindi frá því fyrir nokkrum árum að Yale-háskólinn hafi sent frá sér tilkynningu þess efnis að Þóra hafi verið samþykkt í World Fellow-námskeið skólans og var þannig fyrsti Íslendingurinn til að komast í það nám. Nema, Þóra hefur það á móti sér að vera kennd við Samfylkinguna og ráðandi flokkar í ríkisstjórn hafa, að því talið er, ekki nokkurn áhuga á því að koma einstaklingi úr þeim ranni í þessa stöðu sem þeir telja svo eftirsóknarverða. Úfinn sjór við Hörpu Það á einnig við um aðra konu sem nefnd hefur verið sem hugsanlegur kandídat sem er Svanhildur Konráðsdóttir forstjóri Hörpu. Svanhildur hefur reynslu af fjölmiðlum en ung að árum var hún orðin ritstjóri tímaritsins Mannlíf, hún hefur reynslu af sjónvarpi sem einn umsjónarmanna Dagsljóss Sjónvarpsins á sínum tíma. Svanhildur Konráðsdóttir hefur átt vísan frama og góðan feril þó nokkuð hafi gefið á bátinn í Hörpu. Leið hennar hefur verið nokkuð greið til áhrifa. Hún starfaði sem sviðstjóri Menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar áður en hún tók við Hörpu, þannig að hún hefur jafnframt víðtæka reynslu af því að stýra menningarstofnunum sem Ríkisútvarpið er auk þess að teljast fjölmiðill. En, Svanhildur hefur ekki siglt lygnan sjó í Hörpu en þannig lenti hún í harðvítugu stríði við þjónustufulltrúa hússins á síðasta ári sem endaði með því að hún óskaði sérstaklega eftir því að laun hennar yrðu lækkuð. Sömuleiðis tapaði Harpa mörgum milljónum króna á viðskiptum við Kára Sturluson, umboðsmann Sigur Rósar, veegna fyrirframgreiðsu á miðasölutekjum. Kristín á slóð fyrrverandi starfsmanna sinna Þriðja konan sem nefnd hefur verið í eyru blaðamanns Vísis sem hugsanlegur kandídat er Kristín Þorsteinsdóttir fyrrverandi aðalritstjóri og útgefandi 365 miðla. Kristín sat lengi í því starfi, lengur en nokkur annar. Kristín lauk störfum þegar eigendaskipti urðu á Torgi, útgáfufélagi Fréttablaðsins og ritaði þá upplýsandi pistil þar sem hún fór yfir störf sín hjá félaginu. Þó efast megi um að Kristín sé á flæðiskeri stödd, líklega með ágætan starfslokasamning, þá er hún á lausu. Ef Kristín sækir um og hreppir hnossið mun hún fylgja þó nokkrum fjölda fyrrverandi starfsmanna sinna hjá 365 í Efstaleitið. Kristín þekkir vel til á fréttastofu ríkisins en hún starfaði lengi farsællega sem fréttamaður þar og sem einn helsti fréttaþulur stofnunarinnar um árabil. Ekki liggur fyrir hvar Kristín er í pólitíkinni, hún hefur ekki gefið neitt út um það en þeir sem velta því fyrir sér reikna hana vel hægra megin við miðju sem ætti ekki að þurfa að standa í ríkisstjórninni. Það sem hins vegar gæti staðið í stjórn Ríkisútvarpsins ofh., en þar sitja margir sem telja sig nánast til starfsmanna stofnunarinnar en ekki að þeir séu þar sem fulltrúar eigenda hennar, þjóðarinnar, eru pistlar Kristínar þar sem hún hefur gagnrýnt fyrirferð stofnunarinnar á markaði. En, þá má til þess líta að Lilja hefur boðað að taka beri stofnunina af auglýsingamarkaði. Svanhildur hæf og hæfileikarík Þannig hafa þessar þrjár sem hér hafa verið nefndar sitthvað sér til ágætis en einnig má sjá annmarka á hugsanlegri umsókn þeirra, ef gerð er tilraun til að setja sig inn í hugarheim þeirra sem um véla. Þá berast böndin að þeirri sem flestir nefna í eyru blaðamanns Vísis. Svanhildur Hólm, aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Einn viðmælenda Vísis taldi reyndar ólíklegt að útvarpsstjóri kæmi með svo beinum hætti úr ranni pólitíkurinnar og það væri hæpið að aðstoðarmaður ráðherra yrði skipaður útvarpsstjóri. En, aðrir töldu þetta meira en líklegt. Svanhildur hefur reynslu af dagskrárgerð í útvarpi sem og sjónvarpi, starfaði í Kastljósi síðar Íslandi í dag á Stöð 2 og býr að auki að lögfræðimenntun – Svanhildur var á sínum tíma ritari útvarpsráðs sem ætti ekki að skaða möguleika hennar í augum stjórnar. Svanhildur Hólm Valsdóttir. Flestir álitsgjafa Vísis veðja á að hún verði næsti útvarpsstjóri og að baki þeim kenningum liggja vel út færðar fléttur. Engin efast um hæfni Svanhildar, hún þykir bráðskörp og dugandi. En, á Íslandi þarf meira að koma til en hæfni og hæfileikar eins og alkunna er. Ýmsar kenningar hafa verið settar fram í eyru blaðamanns til að styðja þessa tilgátu. Vel út færðar kenningar Þannig segir einn þingmaður úr stjórnarandstöðunni að staðan sé sú að Lilja komi engum málum í gegnum ríkisstjórnina, svo rammt er kveðið að þessu að svo virðist sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson sameinist í andstöðu sinni við hana og hennar mál. Það mun fara fyrir brjóst þeirra að Framsóknarráðherrar hafa haft þann háttinn á að kynna ýmsar fyrirætlanir án samráðs á blaðamannafundum, fyrirætlanir sem svo hefur þurft að draga í land með svo sem afnám virðisaukaskatts á bækur, svo dæmi séu nefnt. Þá situr fjölmiðlafrumvarp Lilju fast. Því er haldið fram að þetta fari eftir því hver hugur Bjarna til hugsanlegrar skipunar Svanhildar ráði; ef hann er áfram um hana sjái Lilja sér leik á borði og geti þannig fengið eitthvað fyrir sinn snúð. Liður í margslunginni fléttu Enn annar vill fara dýpra í fléttu sem myndi búa að baki skipan Svanhildar í starf útvarpsstjóra. Sem er að Bjarni ætli ekki að gefa kost á sér sem formaður Sjálfstæðisflokksins á næsta Landsfundi. Hann ætli sér ekki að vera sá formaður sem fylgir flokknum undir 20 prósenta fylgi og sé orðinn leiður á hinu pólitíska harki. Bjarni vilji því gjarnan fá góða stöðu fyrir sinn trausta aðstoðarmann áður en hann kveður. Þeirri kenningu, eða fléttu, fylgir svo sú saga að á sama hátt sjái Lilja ekki fyrir sér mikla framtíð í stjórnmálum; þó hennar persónulega fylgi sé harla mikið dugi það engan veginn til að hífa fylgi Framsóknarflokksins upp sem virðist botnfrosið í öllum fylgiskönnunum. Lilja, sem klók og raunsæ manneskja, myndi því gjarnan vilja þiggja stöðu á sviði alþjóðlegra bankamála, sem Bjarni gæti haft milligöngu um að ganga frá. Auk þess sem hún vilji gjarnan að hennar verði minnst sem þess ráðherra sem skipaði hæfa konu í útvarpsstjórastól – fyrstu konuna til að gegna því embætti. Það er lykilatriði máls.
Alþingi Fjölmiðlar Fréttaskýringar Leikhús Ráðning útvarpsstjóra Tengdar fréttir Lilja skipar flokksbróður nýjan ráðuneytisstjóra Páll Magnússon hefur verið ráðinn í embætti ráðuneytisstjóra í mennta- og menningarmálaráðuneyti. 1. nóvember 2019 17:04 Græddi 120 þúsund krónur á ráðningu Þjóðleikhússtjóra Tilkynnt var um ráðningu Þjóðleikhússtjóra í gær. 2. nóvember 2019 15:45 Magnús Geir verður næsti Þjóðleikhússtjóri Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur ákveðið að skipa Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóra sem Þjóðleikhússtjóra frá og með 1. janúar 2020. 1. nóvember 2019 16:52 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Lilja skipar flokksbróður nýjan ráðuneytisstjóra Páll Magnússon hefur verið ráðinn í embætti ráðuneytisstjóra í mennta- og menningarmálaráðuneyti. 1. nóvember 2019 17:04
Græddi 120 þúsund krónur á ráðningu Þjóðleikhússtjóra Tilkynnt var um ráðningu Þjóðleikhússtjóra í gær. 2. nóvember 2019 15:45
Magnús Geir verður næsti Þjóðleikhússtjóri Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur ákveðið að skipa Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóra sem Þjóðleikhússtjóra frá og með 1. janúar 2020. 1. nóvember 2019 16:52