Svanhildur Konráðsdóttir nýr forstjóri Hörpu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. febrúar 2017 11:50 Svanhildur Konráðsdóttir er nýr forstjóri Hörpu. VÍSIR/VALLI Svanhildur Konráðsdóttir, sviðsstjóri Menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar, hefur verið ráðin forstjóri Hörpu og tekur hún við starfinu þann 1. maí næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hörpu en þar segir jafnframt að Svanhildur hafi yfir tuttugu ára farsæla reynslu af stjórnunarstörfum á vettvangi menningar, lista og ferðamála. Samkvæmt úrskurði kjararáðs verða laun Svanhildar 1,3 milljónir á mánuði. „Síðastliðin ár hefur hún starfað sem sviðsstjóri Menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar, en sviðið ber ábyrgð á allri aðkomu borgarinnar að menningu, listum og ferðamálum, þ.m.t. rekstri menningarstofnana borgarinnar auk Höfuðborgarstofu. Svanhildur leiddi m.a. stofnun Höfuðborgarstofu og síðar Menningar- og ferðamálasviðs, átti frumkvæði að stofnun Ráðstefnuborgarinnar Reykjavík (Meet in Reykjavík) og hefur jafnframt gegnt margvíslegum öðrum trúnaðarstörfum á vettvangi menningar og ferðamála. Svanhildur hefur allt frá árinu 2004 komið að undirbúningi tónlistar- og ráðstefnuhúss í Reykjavík, fyrst sem fulltrúi Reykjavíkurborgar í Austurhöfn ehf, og síðar í félögum sem sáu um byggingu og undirbúning rekstrar Hörpu. Frá árinu 2012 hefur Svanhildur setið í stjórn Hörpu ohf. Starf forstjóra Hörpu var auglýst laust til umsóknar 7. janúar sl. í kjölfar þess að Halldór Guðmundsson, sem gegnt hefur starfi forstjóra frá 2012, sagði upp störfum og tók að sér verkefni erlendis. Svanhildur sagði sig frá öllu því sem sneri að ráðningu nýs forstjóra áður en starfið varð auglýst.“ Alls sóttu 38 manns um starfið. Vísir óskaði eftir að fá lista yfir umsækjendur en því var hafnað. Samkvæmt lista fjármálaráðuneytisins er Harpa undanskilin upplýsingalögum. Í tilkynningunni segir að það hafi verið „samdóma álit ráðgjafa og stjórnar að Svanhildur hefði yfirburða þekkingu og reynslu sem myndi nýtast vel í starfi forstjóra Hörpu og að hún uppfyllti best umsækjenda skilyrði auglýsingarinnar.“ „Hjartað hefur lengi slegið fyrir Hörpu og ég er svo lánsöm að hafa tengst verkefninu nánast frá upphafi,“ er haft eftir Svanhildi í tilkynningu. „Harpa hefur markað vatnaskil í menningarlífi og ferðaþjónustu á Íslandi og árangurinn til þessa er um margt afar góður enda býr húsið að einstaklega góðu starfsfólki og er heimili lykilstofnana í íslensku tónlistarlífi. Húsið er þjóðarinnar – ótrúlega fjölsótt og fullt af lífi, glæsilegt auðkennismerki Reykjavíkur og segull sem vekur athygli víða um heim. Ég þekki nokkuð vel þau viðfangsefni sem snerta Hörpu og þar með einnig þær áskoranir sem við hefur verið að etja í rekstrinum. Þeim þarf að mæta af ábyrgð og festu á næstu misserum svo tryggja megi húsinu traustan og heilbrigðan rekstrargrundvöll til framtíðar. Að fá að leiða reksturinn og starfið í Hörpu er því mikil áskorun og draumaverkefni fyrir hvern þann stjórnanda sem vill vinna að samfélagslega mikilvægu og rekstrarlega krefjandi verkefni. Ég hlakka því mikið til að fá að helga mig Hörpu og er þakklát fyrir að vera treyst fyrir verkefninu.“ Svanhildur tekur við starfinu af Halldóri Guðmundssyni sem verið hefur forstjóri Hörpu frá því hún opnaði árið 2011. Tengdar fréttir Mánaðarlaun nýs forstjóra Hörpu verða 1,3 milljónir Nýr forstjóri tekur við þann 1. mars næstkomandi þegar Halldór Guðmundsson lætur af störfum. 21. febrúar 2017 20:37 Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Sjá meira
Svanhildur Konráðsdóttir, sviðsstjóri Menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar, hefur verið ráðin forstjóri Hörpu og tekur hún við starfinu þann 1. maí næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hörpu en þar segir jafnframt að Svanhildur hafi yfir tuttugu ára farsæla reynslu af stjórnunarstörfum á vettvangi menningar, lista og ferðamála. Samkvæmt úrskurði kjararáðs verða laun Svanhildar 1,3 milljónir á mánuði. „Síðastliðin ár hefur hún starfað sem sviðsstjóri Menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar, en sviðið ber ábyrgð á allri aðkomu borgarinnar að menningu, listum og ferðamálum, þ.m.t. rekstri menningarstofnana borgarinnar auk Höfuðborgarstofu. Svanhildur leiddi m.a. stofnun Höfuðborgarstofu og síðar Menningar- og ferðamálasviðs, átti frumkvæði að stofnun Ráðstefnuborgarinnar Reykjavík (Meet in Reykjavík) og hefur jafnframt gegnt margvíslegum öðrum trúnaðarstörfum á vettvangi menningar og ferðamála. Svanhildur hefur allt frá árinu 2004 komið að undirbúningi tónlistar- og ráðstefnuhúss í Reykjavík, fyrst sem fulltrúi Reykjavíkurborgar í Austurhöfn ehf, og síðar í félögum sem sáu um byggingu og undirbúning rekstrar Hörpu. Frá árinu 2012 hefur Svanhildur setið í stjórn Hörpu ohf. Starf forstjóra Hörpu var auglýst laust til umsóknar 7. janúar sl. í kjölfar þess að Halldór Guðmundsson, sem gegnt hefur starfi forstjóra frá 2012, sagði upp störfum og tók að sér verkefni erlendis. Svanhildur sagði sig frá öllu því sem sneri að ráðningu nýs forstjóra áður en starfið varð auglýst.“ Alls sóttu 38 manns um starfið. Vísir óskaði eftir að fá lista yfir umsækjendur en því var hafnað. Samkvæmt lista fjármálaráðuneytisins er Harpa undanskilin upplýsingalögum. Í tilkynningunni segir að það hafi verið „samdóma álit ráðgjafa og stjórnar að Svanhildur hefði yfirburða þekkingu og reynslu sem myndi nýtast vel í starfi forstjóra Hörpu og að hún uppfyllti best umsækjenda skilyrði auglýsingarinnar.“ „Hjartað hefur lengi slegið fyrir Hörpu og ég er svo lánsöm að hafa tengst verkefninu nánast frá upphafi,“ er haft eftir Svanhildi í tilkynningu. „Harpa hefur markað vatnaskil í menningarlífi og ferðaþjónustu á Íslandi og árangurinn til þessa er um margt afar góður enda býr húsið að einstaklega góðu starfsfólki og er heimili lykilstofnana í íslensku tónlistarlífi. Húsið er þjóðarinnar – ótrúlega fjölsótt og fullt af lífi, glæsilegt auðkennismerki Reykjavíkur og segull sem vekur athygli víða um heim. Ég þekki nokkuð vel þau viðfangsefni sem snerta Hörpu og þar með einnig þær áskoranir sem við hefur verið að etja í rekstrinum. Þeim þarf að mæta af ábyrgð og festu á næstu misserum svo tryggja megi húsinu traustan og heilbrigðan rekstrargrundvöll til framtíðar. Að fá að leiða reksturinn og starfið í Hörpu er því mikil áskorun og draumaverkefni fyrir hvern þann stjórnanda sem vill vinna að samfélagslega mikilvægu og rekstrarlega krefjandi verkefni. Ég hlakka því mikið til að fá að helga mig Hörpu og er þakklát fyrir að vera treyst fyrir verkefninu.“ Svanhildur tekur við starfinu af Halldóri Guðmundssyni sem verið hefur forstjóri Hörpu frá því hún opnaði árið 2011.
Tengdar fréttir Mánaðarlaun nýs forstjóra Hörpu verða 1,3 milljónir Nýr forstjóri tekur við þann 1. mars næstkomandi þegar Halldór Guðmundsson lætur af störfum. 21. febrúar 2017 20:37 Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Sjá meira
Mánaðarlaun nýs forstjóra Hörpu verða 1,3 milljónir Nýr forstjóri tekur við þann 1. mars næstkomandi þegar Halldór Guðmundsson lætur af störfum. 21. febrúar 2017 20:37