Níu af tíu stuðningsmönnum Man. United ósáttir við rekstur félagsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2019 08:30 Stuðningsmenn Manchester United eru mjög ósáttir með rekstur félagsins í dag. Getty/Robbie Jay Barratt Það er erfitt að vera stuðningsmaður Manchester United liðsins þessa dagana og ný könnum meðal þess stóra hóps sýnir það heldur betur svart á hvítu. Meira en níutíu prósent stuðningsmanna Manchester United eru ósáttir með hvernig Glazer fjölskyldan og stjórnarformaðurinn Ed Woodward reka félagið. Könnunin var mjög stór og var í gangi frá byrjun tímabilsins fram til loka septembermánaðar. Alls tóku meira en tíu þúsund stuðningsmenn Manchester United þátt.Nine in 10 Manchester United fans unhappy with the way club is run, supporters group survey finds | @LukeEdwardsTelehttps://t.co/BiKhHdZyhu — Telegraph Football (@TeleFootball) November 6, 2019Stuðningsmenn Manchester United hafa jafnframt ekki mikla trú á því að félagið komist aftur á þann stall sem félagið var á þegar Sir Alex Ferguson sat í knattspyrnustjórastólnum. Það er þó enn stuðningur við norska knattspyrnustjórann Ole Gunnar Solskjaer en 86 prósent svarenda voru engu að síður ósáttir við gengi liðsins síðan að Sir Alex Ferguson settist í helgan stein. Meira en tveir þriðju lýstu yfir vonbrigðum sínum með það hversu lítið félagið hefur eytt í nýja leikmenn sem og með skort á nýliðun undir stjórn Ed Woodward. Það er óhætt að segja að Ed Woodward komi ekki vel út í þessari könnun ekki frekar en Glazer fjölskyldan sem hefur verið mjög óvinsæl í lagan tíma. Ungir stuðningsmenn Manchester United eru hvað ósáttastir en 91 prósent þeirra sem eru undir fertugu eru reiðir út í rekstur félagsins. Old Trafford er farinn að eldast og þarf á verulegri upplyftingu að halda en innan við tuttugu prósent búast við því að Manchester United fari að einhverri alvöru í slíkar framkvæmdir. United Voice lét gera þessa könnun og stuðningsmannasamtökin segjast vera búin að kynna niðurstöðurnar fyrir forráðamönnum Manchester United. Nú sé ætlunin að fara betur yfir það sem má laga og reyna að bæta samtalið á milli félagsins og stuðningsmanna þess. Enski boltinn Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Enski boltinn Ætla að láta frjálsíþróttakonur gangast undir kynjapróf Sport „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Lífsferill íþróttamannsins: Við verðum að tala meira um sálina í íþróttunum Sport Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Fótbolti Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Íslenski boltinn Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Púllarinn dregur sig úr hópnum Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Fullorðnir menn grétu á Ölveri Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham United nálgast efri hlutann Sjá meira
Það er erfitt að vera stuðningsmaður Manchester United liðsins þessa dagana og ný könnum meðal þess stóra hóps sýnir það heldur betur svart á hvítu. Meira en níutíu prósent stuðningsmanna Manchester United eru ósáttir með hvernig Glazer fjölskyldan og stjórnarformaðurinn Ed Woodward reka félagið. Könnunin var mjög stór og var í gangi frá byrjun tímabilsins fram til loka septembermánaðar. Alls tóku meira en tíu þúsund stuðningsmenn Manchester United þátt.Nine in 10 Manchester United fans unhappy with the way club is run, supporters group survey finds | @LukeEdwardsTelehttps://t.co/BiKhHdZyhu — Telegraph Football (@TeleFootball) November 6, 2019Stuðningsmenn Manchester United hafa jafnframt ekki mikla trú á því að félagið komist aftur á þann stall sem félagið var á þegar Sir Alex Ferguson sat í knattspyrnustjórastólnum. Það er þó enn stuðningur við norska knattspyrnustjórann Ole Gunnar Solskjaer en 86 prósent svarenda voru engu að síður ósáttir við gengi liðsins síðan að Sir Alex Ferguson settist í helgan stein. Meira en tveir þriðju lýstu yfir vonbrigðum sínum með það hversu lítið félagið hefur eytt í nýja leikmenn sem og með skort á nýliðun undir stjórn Ed Woodward. Það er óhætt að segja að Ed Woodward komi ekki vel út í þessari könnun ekki frekar en Glazer fjölskyldan sem hefur verið mjög óvinsæl í lagan tíma. Ungir stuðningsmenn Manchester United eru hvað ósáttastir en 91 prósent þeirra sem eru undir fertugu eru reiðir út í rekstur félagsins. Old Trafford er farinn að eldast og þarf á verulegri upplyftingu að halda en innan við tuttugu prósent búast við því að Manchester United fari að einhverri alvöru í slíkar framkvæmdir. United Voice lét gera þessa könnun og stuðningsmannasamtökin segjast vera búin að kynna niðurstöðurnar fyrir forráðamönnum Manchester United. Nú sé ætlunin að fara betur yfir það sem má laga og reyna að bæta samtalið á milli félagsins og stuðningsmanna þess.
Enski boltinn Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Enski boltinn Ætla að láta frjálsíþróttakonur gangast undir kynjapróf Sport „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Lífsferill íþróttamannsins: Við verðum að tala meira um sálina í íþróttunum Sport Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Fótbolti Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Íslenski boltinn Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Púllarinn dregur sig úr hópnum Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Fullorðnir menn grétu á Ölveri Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham United nálgast efri hlutann Sjá meira