Skipulag byggðar og samgangna á vendipunkti Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar 8. nóvember 2019 07:00 Loftslagsmálin eru komin á dagskrá. Loksins. Þótt það séu ekki ný sannindi að loftslag sé að hitna af mannavöldum, þá er nú loks svo komið að almenn samstaða og skilningur er um það í samfélaginu að aðgerða sé þörf og það strax. Loftslagsógnin er vendipunktur. Hann felur í sér að við þurfum að breyta í grundvallaratriðum mörgum af siðum okkar og venjum. Það gleðilega er að margar þessara breytinga geta falið í sér aukin lífsgæði. Það á ekki síst við í skipulagsmálum.„Þangað til allir fullorðnir hafa hver sína bifreið“ Þótt skipulag byggðar hafi lengst af byggst á sömu grundvallarhugmyndunum höfum við áður séð mikla kúvendingu verða á ríkjandi stefnum og straumum í skipulagsmálum. Þar ber hæst sú nálgun sem varð ráðandi í skipulagi byggðar og samgangna um og upp úr miðri 20. öldinni, sem fól í sér grundvallarbreytingu á skipulagi bæja frá því sem áður var. Byggð varð nær alfarið útfærð á forsendum einkabílsins – með miklum umferðarmannvirkjum og dreifðari og aðgreindari byggð en áður hafði þekkst. Svo langt gekk þessi hugsun í því íslenska skipulagsplaggi, sem orðið hefur nokkurskonar persónugervingur þessarar stefnu, Aðalskipulagi Reykjavíkur 1962-83, að þar segir beinlínis að nauðsynlegt sé að halda út almenningssamgöngum þar sem ætíð muni verða hópar (börn og gamalmenni) sem ekki geta ekið bifreið, auk þess sem að það muni líða allmörg ár, þar til allir fullorðnir hafa hver sinn bíl til umráða. Árið 1980 voru 375 fólksbílar á hverja 1000 íbúa. Nú eru þeir 755, sem lætur nærri að vera einn fólksbíll á hvern landsmann, 17 ára og eldri.Einkabíllinn í senn þarfaþing og gallagripur Eins mikið þarfaþing og einkabíllinn er, þá er hann gallagripur þegar kemur að skipulagi byggðar. Hann er frekur á innviði sem eru samfélaginu kostnaðarsamir, hann er dýr í rekstri fyrir einstaklinga og fjölskyldur, hann tekur gríðarmikið af bæjarlandi og bæjarrýmum undir aksturleiðir og bílastæði. Hann veldur loftmengun og hávaða, er slysavaldur og á þátt í því að við hreyfum okkur minna í daglegu lífi en æskilegt er. Við þetta bætist að samgöngur eru ein helsta uppspretta gróðurhúsalofttegunda.Loftslagsógnin sem hreyfiafl betra skipulags Það síðastnefnda getum við og eigum að takast á við með orkuskiptum í samgöngum. Það er augljóst skref í rétta átt. Það er hinsvegar mikilvægt að átta sig á að það er þörf á róttækari breytingum í skipulags- og samgöngumálum en eingöngu að skipta um orkugjafa bíla. Það er beinn ávinningur fyrir einstaklinga, fjölskyldur og samfélagið almennt að skipulag byggðar sé grundvallað á manneskjunni en ekki bílnum. Það þýðir ekki að við hættum að keyra bíla eða að fara akandi á milli staða. En það þarf að verða varanleg og merkjanleg breyting á forgangsröðun okkar við skipulag byggðar og samgangna, þar sem manneskjan og hinn mannlegi mælikvarði verði ávallt í forgrunni. Ein birtingarmynd þessa er áhersla á öfluga byggðarkjarna og hverfi þar sem fjöldi og nánd fólks skapar forsendur fyrir öflugri nærþjónustu og nærsamfélagi. Þar sem margar vegalengdir daglegs lífs eru vel viðráðanlegar gangandi, á rafskottum eða reiðhjóli og þar sem tíðar og traustar almenningssamgöngur eru raunverulegur valkostur við einkabílinn, þegar fara þarf um lengri veg. Með þessu skapast val fyrir einstaklinga og fjölskyldur um það hvort verja á stórum hluta útgjalda heimilis í fyrsta, annan, þriðja eða fjórða bílinn; hreyfing eykst í daglegu lífi, nærsamfélög í hverfum og bæjum styrkjast, loftgæði aukast og svona mætti áfram telja. Það má þessvegna segja að loftslagsógnin beini okkur til að gera breytingar á skipulagi byggðar og samgangna sem eru til þess fallnar að auka lífsgæði á margvíslegan hátt. Hreyfing í þessa veru er þegar til staðar í skipulagsvinnu hér landi, en það þarf að tryggja að hún nái að setja mark sitt á og verða leiðarstef í stjórnkerfi og allri ákvarðanatöku skipulags- og samgöngumála. Við á Skipulagsstofnun stöndum í dag fyrir Skipulagsdeginum í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga. Skipulagsdagurinn er árlegur viðburður þar sem færi gefst til að ræða það sem er efst á baugi á sviði skipulagsmála. Án efa munu loftslagsáskoranirnar setja svip sinn á umræðu dagsins að þessu sinni.Höfundur er forstjóri Skipulagsstofnunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Samgöngur Skipulag Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Loftslagsmálin eru komin á dagskrá. Loksins. Þótt það séu ekki ný sannindi að loftslag sé að hitna af mannavöldum, þá er nú loks svo komið að almenn samstaða og skilningur er um það í samfélaginu að aðgerða sé þörf og það strax. Loftslagsógnin er vendipunktur. Hann felur í sér að við þurfum að breyta í grundvallaratriðum mörgum af siðum okkar og venjum. Það gleðilega er að margar þessara breytinga geta falið í sér aukin lífsgæði. Það á ekki síst við í skipulagsmálum.„Þangað til allir fullorðnir hafa hver sína bifreið“ Þótt skipulag byggðar hafi lengst af byggst á sömu grundvallarhugmyndunum höfum við áður séð mikla kúvendingu verða á ríkjandi stefnum og straumum í skipulagsmálum. Þar ber hæst sú nálgun sem varð ráðandi í skipulagi byggðar og samgangna um og upp úr miðri 20. öldinni, sem fól í sér grundvallarbreytingu á skipulagi bæja frá því sem áður var. Byggð varð nær alfarið útfærð á forsendum einkabílsins – með miklum umferðarmannvirkjum og dreifðari og aðgreindari byggð en áður hafði þekkst. Svo langt gekk þessi hugsun í því íslenska skipulagsplaggi, sem orðið hefur nokkurskonar persónugervingur þessarar stefnu, Aðalskipulagi Reykjavíkur 1962-83, að þar segir beinlínis að nauðsynlegt sé að halda út almenningssamgöngum þar sem ætíð muni verða hópar (börn og gamalmenni) sem ekki geta ekið bifreið, auk þess sem að það muni líða allmörg ár, þar til allir fullorðnir hafa hver sinn bíl til umráða. Árið 1980 voru 375 fólksbílar á hverja 1000 íbúa. Nú eru þeir 755, sem lætur nærri að vera einn fólksbíll á hvern landsmann, 17 ára og eldri.Einkabíllinn í senn þarfaþing og gallagripur Eins mikið þarfaþing og einkabíllinn er, þá er hann gallagripur þegar kemur að skipulagi byggðar. Hann er frekur á innviði sem eru samfélaginu kostnaðarsamir, hann er dýr í rekstri fyrir einstaklinga og fjölskyldur, hann tekur gríðarmikið af bæjarlandi og bæjarrýmum undir aksturleiðir og bílastæði. Hann veldur loftmengun og hávaða, er slysavaldur og á þátt í því að við hreyfum okkur minna í daglegu lífi en æskilegt er. Við þetta bætist að samgöngur eru ein helsta uppspretta gróðurhúsalofttegunda.Loftslagsógnin sem hreyfiafl betra skipulags Það síðastnefnda getum við og eigum að takast á við með orkuskiptum í samgöngum. Það er augljóst skref í rétta átt. Það er hinsvegar mikilvægt að átta sig á að það er þörf á róttækari breytingum í skipulags- og samgöngumálum en eingöngu að skipta um orkugjafa bíla. Það er beinn ávinningur fyrir einstaklinga, fjölskyldur og samfélagið almennt að skipulag byggðar sé grundvallað á manneskjunni en ekki bílnum. Það þýðir ekki að við hættum að keyra bíla eða að fara akandi á milli staða. En það þarf að verða varanleg og merkjanleg breyting á forgangsröðun okkar við skipulag byggðar og samgangna, þar sem manneskjan og hinn mannlegi mælikvarði verði ávallt í forgrunni. Ein birtingarmynd þessa er áhersla á öfluga byggðarkjarna og hverfi þar sem fjöldi og nánd fólks skapar forsendur fyrir öflugri nærþjónustu og nærsamfélagi. Þar sem margar vegalengdir daglegs lífs eru vel viðráðanlegar gangandi, á rafskottum eða reiðhjóli og þar sem tíðar og traustar almenningssamgöngur eru raunverulegur valkostur við einkabílinn, þegar fara þarf um lengri veg. Með þessu skapast val fyrir einstaklinga og fjölskyldur um það hvort verja á stórum hluta útgjalda heimilis í fyrsta, annan, þriðja eða fjórða bílinn; hreyfing eykst í daglegu lífi, nærsamfélög í hverfum og bæjum styrkjast, loftgæði aukast og svona mætti áfram telja. Það má þessvegna segja að loftslagsógnin beini okkur til að gera breytingar á skipulagi byggðar og samgangna sem eru til þess fallnar að auka lífsgæði á margvíslegan hátt. Hreyfing í þessa veru er þegar til staðar í skipulagsvinnu hér landi, en það þarf að tryggja að hún nái að setja mark sitt á og verða leiðarstef í stjórnkerfi og allri ákvarðanatöku skipulags- og samgöngumála. Við á Skipulagsstofnun stöndum í dag fyrir Skipulagsdeginum í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga. Skipulagsdagurinn er árlegur viðburður þar sem færi gefst til að ræða það sem er efst á baugi á sviði skipulagsmála. Án efa munu loftslagsáskoranirnar setja svip sinn á umræðu dagsins að þessu sinni.Höfundur er forstjóri Skipulagsstofnunar.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun