Mikil fjölgun dauðsfalla heimilislausra Kristinn Haukur Guðnason skrifar 31. október 2019 07:30 Heimilislaus maður á götum Parísarborgar. Nordicphotos/Getty 612 heimilislausir Frakkar létust árið 2018 samkvæmt góðgerðarsamtökunum Morts de la Ruse, sem skrásett hafa dauðsföllin á undanförnum árum. Árið 2017 létust 511 og er þetta mesta fjölgun sem mælst hefur á milli ára. Hér er einungis um staðfest tilvik að ræða en heilbrigðisyfirvöld í Frakklandi telja að tölurnar séu mun hærri. „Að eiga heimili er lífsnauðsynlegt,“ segir í tilkynningu samtakanna. „Við sjáum glögglega hvaða áhrif það hefur á fólk að búa á götunni, bæði andlega og líkamlega. Þegar fólk hefur búið lengi á götunni verður erfitt eða jafnvel ómögulegt að aðlagast venjulegu heimilishaldi að nýju.“ Samtökin hafa greint þessar tölur enn frekar. Um 30 prósent heimilislausra Frakka þjást af alkóhólisma eða fíkn og stór hluti þeirra af öðrum veikindum eða fötlunum. Sjálfsvígstíðni er einnig mun hærri en hjá öðrum. Lífslíkur heimilislausra karla eru aðeins tæp 49 ár, á meðan heildarmeðaltalið í Frakklandi eru 82 ár. Karlar eru mikill meirihluti heimilislausra, 90 prósent. Á síðasta ári létust 13 heimilislaus börn. 50 prósent heimilislausra eru innflytjendur og 50 prósent deyja þegar annað fólk er nálægt en skiptir sér ekki af. Eitt af kosningaloforðum Emmanuel Macron fyrir forsetakosningarnar árið 2017 var að allir Frakkar fengju þak yfir höfuðið. Það hefur ekki enn gengið eftir en Morts de la Ruse beita sér fyrir að öll úrræði verði nýtt, bæði neyðarskýli, skammtímahúsnæði og úrræði til lengri tíma. Birtist í Fréttablaðinu Frakkland Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
612 heimilislausir Frakkar létust árið 2018 samkvæmt góðgerðarsamtökunum Morts de la Ruse, sem skrásett hafa dauðsföllin á undanförnum árum. Árið 2017 létust 511 og er þetta mesta fjölgun sem mælst hefur á milli ára. Hér er einungis um staðfest tilvik að ræða en heilbrigðisyfirvöld í Frakklandi telja að tölurnar séu mun hærri. „Að eiga heimili er lífsnauðsynlegt,“ segir í tilkynningu samtakanna. „Við sjáum glögglega hvaða áhrif það hefur á fólk að búa á götunni, bæði andlega og líkamlega. Þegar fólk hefur búið lengi á götunni verður erfitt eða jafnvel ómögulegt að aðlagast venjulegu heimilishaldi að nýju.“ Samtökin hafa greint þessar tölur enn frekar. Um 30 prósent heimilislausra Frakka þjást af alkóhólisma eða fíkn og stór hluti þeirra af öðrum veikindum eða fötlunum. Sjálfsvígstíðni er einnig mun hærri en hjá öðrum. Lífslíkur heimilislausra karla eru aðeins tæp 49 ár, á meðan heildarmeðaltalið í Frakklandi eru 82 ár. Karlar eru mikill meirihluti heimilislausra, 90 prósent. Á síðasta ári létust 13 heimilislaus börn. 50 prósent heimilislausra eru innflytjendur og 50 prósent deyja þegar annað fólk er nálægt en skiptir sér ekki af. Eitt af kosningaloforðum Emmanuel Macron fyrir forsetakosningarnar árið 2017 var að allir Frakkar fengju þak yfir höfuðið. Það hefur ekki enn gengið eftir en Morts de la Ruse beita sér fyrir að öll úrræði verði nýtt, bæði neyðarskýli, skammtímahúsnæði og úrræði til lengri tíma.
Birtist í Fréttablaðinu Frakkland Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira