Lilja skipar nýja fjölmiðlanefnd í skugga óánægju Blaðamannafélags Íslands Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. október 2019 12:07 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur skipað nýja fjölmiðlanefnd en skipunartími hinnar gömlu rann út mánaðamótin ágúst og september. Vísir/vilhelm Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað nýja fjölmiðlanefnd til næstu fjögurra ára, formaður nefndarinnar er Einar Hugi Bjarnason, hæstaréttarlögmaður en hann var skipaður af ráðherra án tilnefningar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fulltrúar Framsóknarflokksins skipa Einar Huga í nefnd því hann var skipaður í stjórnarskrárnefndina fyrir árin 2013-2017.Einar Hugi Bjarnason er nýr formaður fjölmiðlanefndar.Lögfræðistofa ReykjavíkurÍ mars dró stjórn Blaðamannafélags Íslands sinn fulltrúa úr starfi fjölmiðlanefndar vegna óánægju með stjórnsýslu nefndarinnar. Á vefsvæði félagsins segir að eðlisbreyting hefði orðið á starfi nefndarinnar í aðdraganda ákvörðunarinnar sem lýtur að því að fjölmiðlanefnd hóf að úrskurða og gefa út álit. Stjórn Blaðamannafélags Íslands sagði fjölmiðlanefnd komna langt út fyrir valdsvið sitt með framferði sínu. Vegna ákvörðunar stjórnar Blaðamannafélagsins var ný fjölmiðlanefnd ekki skipuð í september þrátt fyrir að skipunartími hinnar gömlu nefndar hefði runnið út mánaðamótin ágúst og september. Á vef fjölmiðlanefndar kemur fram að nýja nefnd skipa því auk Einars Huga, María Rún Bjarnadóttir lögfræðingur sem Hæstiréttur tilnefndi, Finnur Beck héraðsdómslögmaður sem Hæstiréttur tilnefndi einnig, Róbert H. Haraldsson prófessor í heimspeki og sviðsstjóri kennslusviðs Háskóla Íslands sem samstarfsnefnd háskólastigsins tilnefndi. Alþingi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Telur vafasamt að stjórnvöld hlutist til um efnistök fjölmiðla Kolbeinn Óttarsson Proppé spyr Lilju Dögg Alfreðsdóttur menntamálaráðherra um hlutverk fjölmiðlanefndar. 12. apríl 2019 12:46 Blaðamannafélagið íhugar að kæra fjölmiðlanefnd Blaðamannafélagið dró fulltrúa sinn úr starfi nefndarinnar fyrr í mánuðinum, vegna sama máls. 24. mars 2019 20:04 Stjórn Blaðamannafélagsins kvartar til umboðsmanns Alþingis Stjórn Blaðamannafélags Íslands samþykkti í dag að kvarta til umboðsmanns Alþingis yfir stjórnsýslu fjölmiðlanefndar. Félagið hefur gagnrýnt að fjölmiðlanefndin beiti grein fjölmiðlalaga með þeim hætti sem skerði tjáningarfrelsi íslenskra fjölmiðla. Blaðamannafélagið telur að siðanefnd félagsins sé betur til þess fallin að fjalla um athugasemdir vegna umfjöllunar fjölmiðla. 2. apríl 2019 19:15 Draga fulltrúa sinn úr starfi fjölmiðlanefndar Segir nefndina komna langt út fyrir valdsvið sitt. 15. mars 2019 16:42 Bregst við gagnrýni Blaðamannafélagsins með endurskoðun fjölmiðlalaga Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ætlar að ráðast í endurskoðun fjölmiðlalaga, meðal annars til að bregðast við gagnrýni sem leiddi til þess að Stjórn Blaðamannafélags Íslands samþykkti að draga fulltrúa sinn úr fjölmiðlanefnd. 23. september 2019 19:06 Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað nýja fjölmiðlanefnd til næstu fjögurra ára, formaður nefndarinnar er Einar Hugi Bjarnason, hæstaréttarlögmaður en hann var skipaður af ráðherra án tilnefningar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fulltrúar Framsóknarflokksins skipa Einar Huga í nefnd því hann var skipaður í stjórnarskrárnefndina fyrir árin 2013-2017.Einar Hugi Bjarnason er nýr formaður fjölmiðlanefndar.Lögfræðistofa ReykjavíkurÍ mars dró stjórn Blaðamannafélags Íslands sinn fulltrúa úr starfi fjölmiðlanefndar vegna óánægju með stjórnsýslu nefndarinnar. Á vefsvæði félagsins segir að eðlisbreyting hefði orðið á starfi nefndarinnar í aðdraganda ákvörðunarinnar sem lýtur að því að fjölmiðlanefnd hóf að úrskurða og gefa út álit. Stjórn Blaðamannafélags Íslands sagði fjölmiðlanefnd komna langt út fyrir valdsvið sitt með framferði sínu. Vegna ákvörðunar stjórnar Blaðamannafélagsins var ný fjölmiðlanefnd ekki skipuð í september þrátt fyrir að skipunartími hinnar gömlu nefndar hefði runnið út mánaðamótin ágúst og september. Á vef fjölmiðlanefndar kemur fram að nýja nefnd skipa því auk Einars Huga, María Rún Bjarnadóttir lögfræðingur sem Hæstiréttur tilnefndi, Finnur Beck héraðsdómslögmaður sem Hæstiréttur tilnefndi einnig, Róbert H. Haraldsson prófessor í heimspeki og sviðsstjóri kennslusviðs Háskóla Íslands sem samstarfsnefnd háskólastigsins tilnefndi.
Alþingi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Telur vafasamt að stjórnvöld hlutist til um efnistök fjölmiðla Kolbeinn Óttarsson Proppé spyr Lilju Dögg Alfreðsdóttur menntamálaráðherra um hlutverk fjölmiðlanefndar. 12. apríl 2019 12:46 Blaðamannafélagið íhugar að kæra fjölmiðlanefnd Blaðamannafélagið dró fulltrúa sinn úr starfi nefndarinnar fyrr í mánuðinum, vegna sama máls. 24. mars 2019 20:04 Stjórn Blaðamannafélagsins kvartar til umboðsmanns Alþingis Stjórn Blaðamannafélags Íslands samþykkti í dag að kvarta til umboðsmanns Alþingis yfir stjórnsýslu fjölmiðlanefndar. Félagið hefur gagnrýnt að fjölmiðlanefndin beiti grein fjölmiðlalaga með þeim hætti sem skerði tjáningarfrelsi íslenskra fjölmiðla. Blaðamannafélagið telur að siðanefnd félagsins sé betur til þess fallin að fjalla um athugasemdir vegna umfjöllunar fjölmiðla. 2. apríl 2019 19:15 Draga fulltrúa sinn úr starfi fjölmiðlanefndar Segir nefndina komna langt út fyrir valdsvið sitt. 15. mars 2019 16:42 Bregst við gagnrýni Blaðamannafélagsins með endurskoðun fjölmiðlalaga Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ætlar að ráðast í endurskoðun fjölmiðlalaga, meðal annars til að bregðast við gagnrýni sem leiddi til þess að Stjórn Blaðamannafélags Íslands samþykkti að draga fulltrúa sinn úr fjölmiðlanefnd. 23. september 2019 19:06 Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Sjá meira
Telur vafasamt að stjórnvöld hlutist til um efnistök fjölmiðla Kolbeinn Óttarsson Proppé spyr Lilju Dögg Alfreðsdóttur menntamálaráðherra um hlutverk fjölmiðlanefndar. 12. apríl 2019 12:46
Blaðamannafélagið íhugar að kæra fjölmiðlanefnd Blaðamannafélagið dró fulltrúa sinn úr starfi nefndarinnar fyrr í mánuðinum, vegna sama máls. 24. mars 2019 20:04
Stjórn Blaðamannafélagsins kvartar til umboðsmanns Alþingis Stjórn Blaðamannafélags Íslands samþykkti í dag að kvarta til umboðsmanns Alþingis yfir stjórnsýslu fjölmiðlanefndar. Félagið hefur gagnrýnt að fjölmiðlanefndin beiti grein fjölmiðlalaga með þeim hætti sem skerði tjáningarfrelsi íslenskra fjölmiðla. Blaðamannafélagið telur að siðanefnd félagsins sé betur til þess fallin að fjalla um athugasemdir vegna umfjöllunar fjölmiðla. 2. apríl 2019 19:15
Draga fulltrúa sinn úr starfi fjölmiðlanefndar Segir nefndina komna langt út fyrir valdsvið sitt. 15. mars 2019 16:42
Bregst við gagnrýni Blaðamannafélagsins með endurskoðun fjölmiðlalaga Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ætlar að ráðast í endurskoðun fjölmiðlalaga, meðal annars til að bregðast við gagnrýni sem leiddi til þess að Stjórn Blaðamannafélags Íslands samþykkti að draga fulltrúa sinn úr fjölmiðlanefnd. 23. september 2019 19:06