Einstaklingur, sem tók bílaleigubíl ófrjálsri hendi í Reykjavík um helgina, fannst ásamt bifreiðinni á Akranesi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á Suðurnesjum.
Bíllinn er í eigu bílaleigu á Suðurnesjum og var þjófnaðurinn því tilkynntur til lögreglu þar. Sá sem tekið hafði bílinn á leigu uppgötvaði að honum hefði verið stolið þegar bíllinn var á bak og burt þegar hann hugðist nota hann á höfuðborgarsvæðinu nú um helgina.
