Íbúasamráð – hvað er það? Olga B. Gísladóttir skrifar 21. október 2019 21:38 Virðulegu borgarafulltrúar, Þegar ég sat fyrst í samráðshópi um sameiningar skóla í norðanverðum Grafarvogi 2011/2012 var ég full áhuga og fannst spennandi að skólayfirvöld vildu fá aðkomu foreldra að skipulagi skólanna. Vonbrigði mín voru mikil þá, þegar fyrirframákveðin sameiningarhugmynd var keyrð í gegn, þvert á tillögur foreldra. Þegar aftur var farið af stað með samráðshóp á þessu ári, með aðkomu foreldra, um framtíð skólahalds í Staðahverfi, fann ég til með þeim foreldrum tóku þátt, vitandi það að þau væru vongóð um að hlustað yrði á raddir þeirra. Því miður heyrði ég í fréttum í dag að tilfinning mín reyndist rétt, borgin keyrir bara áfram sínar hugmyndir án þess að hlusta á raddir íbúa. Eða hvað þýðir samráð við íbúa? Hlustað á raddir – kannski er það jú gert. En þegar kemur að ákvörðun, þá bara skiptum við engu máli. Ákvörðun er bara tekin einhliða. Ég er svo drullusvekkt, trúði ekki að þetta yrði í alvöru að veruleika. Að grunnskóla í einu hverfi sé lokað, þegar það er í lægð hvað barnafjölda varðar. Talað er um í skýrslum borgarinnar að hverfi komist í jafnvægi á 30-40 árum. Við erum c.a. 20 ára gamalt hverfi. Gefið okkur smá séns. Ef þið eruð óþolinmóð getið þið bara þétt byggð hér eins og annars staðar. Nóg er landrýmið. Þið segið að einungis 59 börn séu í skólanum. Þið vitið að það er af því þið hafið fært unglingana yfir í annan skóla nú þegar. Þess vegna er þessi tala engan vegin rétt, og svo óheiðarlegt að nota hana í fréttaflutningi. Þið hampið skólum t.d. á Kjalarnesi, þar er leikskóli rekinn samhliða grunnskóla. Svo frábær hugmynd. Af hverju leyfið þið þessari hugmynd ekki að blómstra einnig í Staðarhverfi? Þegar leikskólinn Bakki opnaði hér í hverfinu, var tekið fram í skýrslum ykkar og fréttaflutningi, að húsnæðið væri bráðabirgða, gert væri ráð fyrir að hann myndi flytjast inn í skólahúsnæðið síðar. Á morgun er ákvörðun tekið um framtíð heils hverfis. Þið takið ákvörðun um framtíð barnanna okkar, án samráðs við okkur og börnin okkar. Þið takið ákvörðun um verðmæti og endursöluverð á húsnæðum okkar. Þið takið hjartað úr hverfinu okkar. Spyrjið hvert okkar sem er, okkur íbúana, sem borgum okkar útsvar og biðjum ekki um mikið. Við viljum þetta ekki. Hér er ekki mikil þjónusta sem þarf að kosta til fyrir okkur. Við viljum bara hafa skóla í hverfinu okkar. Korpuskóli er góður skóli, margverðlaunaður fyrir góð verkefni. Börnunum okkar líður vel hér. Ég skil bara engan veginn hvernig þið getið með góðri samvisku greitt þessu atkvæði á morgun, þvert gegn vilja okkar. Nú biðla ég til ykkar kæru borgarfulltrúar, að hætta við þessa ákvörðun um að loka Korpuskóla, og fara frekar að vinna með okkur íbúum og ekki á móti okkur. Með vinsemd og virðinguHöfundur er íbúi í Staðahverfi og foreldri í Korpuskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Virðulegu borgarafulltrúar, Þegar ég sat fyrst í samráðshópi um sameiningar skóla í norðanverðum Grafarvogi 2011/2012 var ég full áhuga og fannst spennandi að skólayfirvöld vildu fá aðkomu foreldra að skipulagi skólanna. Vonbrigði mín voru mikil þá, þegar fyrirframákveðin sameiningarhugmynd var keyrð í gegn, þvert á tillögur foreldra. Þegar aftur var farið af stað með samráðshóp á þessu ári, með aðkomu foreldra, um framtíð skólahalds í Staðahverfi, fann ég til með þeim foreldrum tóku þátt, vitandi það að þau væru vongóð um að hlustað yrði á raddir þeirra. Því miður heyrði ég í fréttum í dag að tilfinning mín reyndist rétt, borgin keyrir bara áfram sínar hugmyndir án þess að hlusta á raddir íbúa. Eða hvað þýðir samráð við íbúa? Hlustað á raddir – kannski er það jú gert. En þegar kemur að ákvörðun, þá bara skiptum við engu máli. Ákvörðun er bara tekin einhliða. Ég er svo drullusvekkt, trúði ekki að þetta yrði í alvöru að veruleika. Að grunnskóla í einu hverfi sé lokað, þegar það er í lægð hvað barnafjölda varðar. Talað er um í skýrslum borgarinnar að hverfi komist í jafnvægi á 30-40 árum. Við erum c.a. 20 ára gamalt hverfi. Gefið okkur smá séns. Ef þið eruð óþolinmóð getið þið bara þétt byggð hér eins og annars staðar. Nóg er landrýmið. Þið segið að einungis 59 börn séu í skólanum. Þið vitið að það er af því þið hafið fært unglingana yfir í annan skóla nú þegar. Þess vegna er þessi tala engan vegin rétt, og svo óheiðarlegt að nota hana í fréttaflutningi. Þið hampið skólum t.d. á Kjalarnesi, þar er leikskóli rekinn samhliða grunnskóla. Svo frábær hugmynd. Af hverju leyfið þið þessari hugmynd ekki að blómstra einnig í Staðarhverfi? Þegar leikskólinn Bakki opnaði hér í hverfinu, var tekið fram í skýrslum ykkar og fréttaflutningi, að húsnæðið væri bráðabirgða, gert væri ráð fyrir að hann myndi flytjast inn í skólahúsnæðið síðar. Á morgun er ákvörðun tekið um framtíð heils hverfis. Þið takið ákvörðun um framtíð barnanna okkar, án samráðs við okkur og börnin okkar. Þið takið ákvörðun um verðmæti og endursöluverð á húsnæðum okkar. Þið takið hjartað úr hverfinu okkar. Spyrjið hvert okkar sem er, okkur íbúana, sem borgum okkar útsvar og biðjum ekki um mikið. Við viljum þetta ekki. Hér er ekki mikil þjónusta sem þarf að kosta til fyrir okkur. Við viljum bara hafa skóla í hverfinu okkar. Korpuskóli er góður skóli, margverðlaunaður fyrir góð verkefni. Börnunum okkar líður vel hér. Ég skil bara engan veginn hvernig þið getið með góðri samvisku greitt þessu atkvæði á morgun, þvert gegn vilja okkar. Nú biðla ég til ykkar kæru borgarfulltrúar, að hætta við þessa ákvörðun um að loka Korpuskóla, og fara frekar að vinna með okkur íbúum og ekki á móti okkur. Með vinsemd og virðinguHöfundur er íbúi í Staðahverfi og foreldri í Korpuskóla.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar