Væru beljur sérstök þjóð... Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 23. október 2019 11:00 Mál málanna eru loftslagsmál. Öll ríki í heiminum velta þessu fyrir sér enda er sjálf plánetan í húfi. Næstu 30 árin mun mannkyninu fjölga um 2 milljarða einstaklinga, úr tæpum 8 milljörðum manns í tæpa 10 milljarða. Til að mæta þeirri fjölgun, sem nemur tæplega öllum núverandi íbúafjölda Kína og Indlands, þarf heilmikla viðbótarfæðu. 1. Í skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar er talið nauðsynlegt að Vesturlandabúar neyti frekar fæðu úr jurtaríkinu til þess að sporna við loftslagsbreytingum enda er kjötneysla orðin of mikil. 2. Þar kemur einnig fram að um fjórðungur allrar losunar gróðurhúsalofttegunda megi rekja til matvælaframleiðslu og landnýtingar henni tengt. Af losun vegna matvælaframleiðslu eru um 60% vegna dýraafurða. 3. Væru kýr sérstök þjóð væru þær í þriðja sæti yfir mestu framleiðendur gróðurhúsloftstegunda samkvæmt The Economist, á eftir Kína og Bandaríkjunum. 4. Eigi að ná loftslagsmarkmiðum er því nauðsynlegt að draga úr neyslu dýraafurða. Það hefur aukist að fólk tileinki sér grænmetis- og grænkeramataræði (vegan) en sums staðar er kjötneysla að aukast, eins og í Kína. 5. Gríðarleg notkun á vatni fylgir iðulega kjötframleiðslu ásamt mikilli landnýtingu, eyðingu skóga og náttúrulegs umhverfis. Bætt auðlindanýting og lægra kolefnisspor vegna innfluttra matvæla er því stór hluti af nauðsynlegri neyslubreytingu mannkyns. 6. Ýmislegt annað en aðgerðir gegn hamfarahlýnun og bætt nýting auðlinda mælir með aukinni neyslu á grænkerafæði. Má þar nefna heilsufarsástæður en ég vil einnig draga fram siðferðisrök, ekki síst í ljósi dýravelferðar en aðbúnaðar húsdýra er oft skelfilegur við fjöldaframleiðslu þessara dýra. 7. Dýravelferð og hagsmunir neytenda eru eitt af hlutverkum hins opinbera. 8. Hið opinbera hefur einnig margs konar skyldum að gegna þegar kemur að framboði og eftirspurn eftir matvælum. Stjórnvöld styrkja ýmsa matvælaframleiðslu með beinum og óbeinum hætti en þau gegna einnig veigamiklu hlutverki þegar kemur að fræðslu um neyslu matvæla, vörumerkingum, tollum, bættu heilsufari og lýðheilsu. Þá standa stjórnvöld einnig fyrir innkaupum á fæði, eins og í skólum, stofnunum og fyrirtækjum. 9. Þótt valfrelsi neytenda verði áfram fyrir hendi þá er augljóst að óbreytt neyslumynstur gengur ekki til lengdar. Þar á meðal er mjög mikilvægt að huga miklu betur að velferð dýra.Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Loftslagsmál Mest lesið Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun 97 ár í sjálfboðaliðastarfi Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Borgið til baka! Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dropinn holar steinhjörtun. Um sterkar konur og mannabrag Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Spörum með betri opinberum innkaupum Guðmundur R. Sigtryggsson skrifar Skoðun Hvers vegna Evrópusinni? Einar Helgason skrifar Skoðun Það gera allir mistök Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir sem skaða náttúruna Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Geta íþróttir bjargað mannslífum? Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Mál málanna eru loftslagsmál. Öll ríki í heiminum velta þessu fyrir sér enda er sjálf plánetan í húfi. Næstu 30 árin mun mannkyninu fjölga um 2 milljarða einstaklinga, úr tæpum 8 milljörðum manns í tæpa 10 milljarða. Til að mæta þeirri fjölgun, sem nemur tæplega öllum núverandi íbúafjölda Kína og Indlands, þarf heilmikla viðbótarfæðu. 1. Í skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar er talið nauðsynlegt að Vesturlandabúar neyti frekar fæðu úr jurtaríkinu til þess að sporna við loftslagsbreytingum enda er kjötneysla orðin of mikil. 2. Þar kemur einnig fram að um fjórðungur allrar losunar gróðurhúsalofttegunda megi rekja til matvælaframleiðslu og landnýtingar henni tengt. Af losun vegna matvælaframleiðslu eru um 60% vegna dýraafurða. 3. Væru kýr sérstök þjóð væru þær í þriðja sæti yfir mestu framleiðendur gróðurhúsloftstegunda samkvæmt The Economist, á eftir Kína og Bandaríkjunum. 4. Eigi að ná loftslagsmarkmiðum er því nauðsynlegt að draga úr neyslu dýraafurða. Það hefur aukist að fólk tileinki sér grænmetis- og grænkeramataræði (vegan) en sums staðar er kjötneysla að aukast, eins og í Kína. 5. Gríðarleg notkun á vatni fylgir iðulega kjötframleiðslu ásamt mikilli landnýtingu, eyðingu skóga og náttúrulegs umhverfis. Bætt auðlindanýting og lægra kolefnisspor vegna innfluttra matvæla er því stór hluti af nauðsynlegri neyslubreytingu mannkyns. 6. Ýmislegt annað en aðgerðir gegn hamfarahlýnun og bætt nýting auðlinda mælir með aukinni neyslu á grænkerafæði. Má þar nefna heilsufarsástæður en ég vil einnig draga fram siðferðisrök, ekki síst í ljósi dýravelferðar en aðbúnaðar húsdýra er oft skelfilegur við fjöldaframleiðslu þessara dýra. 7. Dýravelferð og hagsmunir neytenda eru eitt af hlutverkum hins opinbera. 8. Hið opinbera hefur einnig margs konar skyldum að gegna þegar kemur að framboði og eftirspurn eftir matvælum. Stjórnvöld styrkja ýmsa matvælaframleiðslu með beinum og óbeinum hætti en þau gegna einnig veigamiklu hlutverki þegar kemur að fræðslu um neyslu matvæla, vörumerkingum, tollum, bættu heilsufari og lýðheilsu. Þá standa stjórnvöld einnig fyrir innkaupum á fæði, eins og í skólum, stofnunum og fyrirtækjum. 9. Þótt valfrelsi neytenda verði áfram fyrir hendi þá er augljóst að óbreytt neyslumynstur gengur ekki til lengdar. Þar á meðal er mjög mikilvægt að huga miklu betur að velferð dýra.Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar.
Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen Skoðun
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen Skoðun