Kringlan orðin stafræn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. október 2019 11:50 Hægt að að undirbúa kaupin á Kringlan.is. Vísir/Hanna Verslunarmiðstöðin Kringlan er búin að setja upp nýjar stafrænar lausnir m.a. með byltingakenndri nýrri vöruleit á vefsíðunni kringlan.is sem tengir viðskiptavini við verslunarmiðstöðina á netinu. Viðskiptavinir geta nú fengið yfirsýn yfir allt vöruúrval verslana Kringlunnar og undirbúið verslunarferð á netinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kringlunni. „Við lögðum fyrir ári síðan hornstein að stafrænni framtíð Kringlunnar og nú hefur takmarkinu verið náð því fjölbreytt vöruúrval verslana Kringlunnar er nú aðgengilegt á vefsíðunni kringlan.is. Markmiðið er að mæta lykilþörfum viðskiptavina nútímans sem kalla eftir stafrænu aðgengi að breiðu vöruúrvali. Með stafrænni Kringlu er hægt að fara í verslunarferð um húsið hvenær sem er sólarhringsins í gegnum heimasíðuna. Fólk getur verið í rólegheitum í stofunni heima og vafrað um Kringluna í snjallsímanum eða tölvunni, kíkt í glugga verslana og skoðað hvað það langar í,“ segir Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar. „Á nýju heimasíðunni kringlan.is, erum við búin að tengja heila verslunarmiðstöð undir einn hatt þar sem aðgengilegar eru yfir 100 þúsund vörur frá um 70 verslunum. Fleiri verslanir munu bætast við á næstunni en verslanir eru þarna inni þótt þær séu ekki sjálfar með netverslun. Vöruleitin er í stöðugri þróun en gögn eru uppfærð á um það bil 15 mínútna fresti þannig að nýjustu upplýsingar eru alltaf fyrir hendi,“ segir hann og bætir við að fjölmargir samstarfsaðilar komi að þessu tæknilega risaverkefni með Kringlunni. Má þar nefna Tactica, Parallel og Kosmos og Kaos. Auk nýrrar heimasíðu hefur Kringlan tekið fleiri stafræna þjónustuþætti í gagnið. Nýtt Kringluapp fór í loftið í sumar. ,,Kringluapp er upplýsingaapp sem veitir upplýsingar um öll gildandi tilboð í Kringlunni hverju sinni, hægt er að fá upplýsingar um allar verslanir, veitingastaði og þjónustuaðila og finna á korti. Kringluappið nýtist erlendum gestum Kringlunnar einnig vel því það er einnig aðgengilegt á ensku,“ segir Sigurjón Örn. Hann segir að stafræn Kringla sé í takt við nýja framtíðarsýn hennar sem skemmtilegur og frumlegur miðbæjarkjarni í raunheimum sem og netheimum. „Verslunarmiðstöðvar hafa árum saman verið samkomustaður yngri neytenda en yngri kynslóðir Íslendinga fæddust inn í stafrænt umhverfi og markmiðið með stafrænni uppbyggingu Kringlunnar er ekki síst að koma til móts við þennan neytendahóp.“ Sigurjón Örn bætir við að einnig hafi nýtt þjónustuver verið opnað á 2.hæð þar sem staðsett eru póstbox Kringlunnar. Þar geta netverslanir verslana í Kringlunni og annars staðar boðið viðskiptavinum að sækja vörur sína. Fleiri samstarfsaðilar Kringlunnar bjóða póstbox þjónustu. Til að mynda eru í nýju þjónustuveri póstbox frá Póstinum og Origo. Hægt er að nálgast vörur í póstboxin fram til kl. 23 öll kvöld. Kringlan er fjölsóttasti verslunarkjarni landsins, heimsóttur af rúmlega fimm milljónum gesta árlega, og göngugata Kringlunnar er vinsælasta verslunargata Íslands. Þar sem um 170 rekstraraðilar starfrækja verslanir, veitingahúsa og kvikmyndahús, auk fjölbreyttrar þjónustu. Neytendur Reykjavík Upplýsingatækni Kringlan Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Verslunarmiðstöðin Kringlan er búin að setja upp nýjar stafrænar lausnir m.a. með byltingakenndri nýrri vöruleit á vefsíðunni kringlan.is sem tengir viðskiptavini við verslunarmiðstöðina á netinu. Viðskiptavinir geta nú fengið yfirsýn yfir allt vöruúrval verslana Kringlunnar og undirbúið verslunarferð á netinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kringlunni. „Við lögðum fyrir ári síðan hornstein að stafrænni framtíð Kringlunnar og nú hefur takmarkinu verið náð því fjölbreytt vöruúrval verslana Kringlunnar er nú aðgengilegt á vefsíðunni kringlan.is. Markmiðið er að mæta lykilþörfum viðskiptavina nútímans sem kalla eftir stafrænu aðgengi að breiðu vöruúrvali. Með stafrænni Kringlu er hægt að fara í verslunarferð um húsið hvenær sem er sólarhringsins í gegnum heimasíðuna. Fólk getur verið í rólegheitum í stofunni heima og vafrað um Kringluna í snjallsímanum eða tölvunni, kíkt í glugga verslana og skoðað hvað það langar í,“ segir Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar. „Á nýju heimasíðunni kringlan.is, erum við búin að tengja heila verslunarmiðstöð undir einn hatt þar sem aðgengilegar eru yfir 100 þúsund vörur frá um 70 verslunum. Fleiri verslanir munu bætast við á næstunni en verslanir eru þarna inni þótt þær séu ekki sjálfar með netverslun. Vöruleitin er í stöðugri þróun en gögn eru uppfærð á um það bil 15 mínútna fresti þannig að nýjustu upplýsingar eru alltaf fyrir hendi,“ segir hann og bætir við að fjölmargir samstarfsaðilar komi að þessu tæknilega risaverkefni með Kringlunni. Má þar nefna Tactica, Parallel og Kosmos og Kaos. Auk nýrrar heimasíðu hefur Kringlan tekið fleiri stafræna þjónustuþætti í gagnið. Nýtt Kringluapp fór í loftið í sumar. ,,Kringluapp er upplýsingaapp sem veitir upplýsingar um öll gildandi tilboð í Kringlunni hverju sinni, hægt er að fá upplýsingar um allar verslanir, veitingastaði og þjónustuaðila og finna á korti. Kringluappið nýtist erlendum gestum Kringlunnar einnig vel því það er einnig aðgengilegt á ensku,“ segir Sigurjón Örn. Hann segir að stafræn Kringla sé í takt við nýja framtíðarsýn hennar sem skemmtilegur og frumlegur miðbæjarkjarni í raunheimum sem og netheimum. „Verslunarmiðstöðvar hafa árum saman verið samkomustaður yngri neytenda en yngri kynslóðir Íslendinga fæddust inn í stafrænt umhverfi og markmiðið með stafrænni uppbyggingu Kringlunnar er ekki síst að koma til móts við þennan neytendahóp.“ Sigurjón Örn bætir við að einnig hafi nýtt þjónustuver verið opnað á 2.hæð þar sem staðsett eru póstbox Kringlunnar. Þar geta netverslanir verslana í Kringlunni og annars staðar boðið viðskiptavinum að sækja vörur sína. Fleiri samstarfsaðilar Kringlunnar bjóða póstbox þjónustu. Til að mynda eru í nýju þjónustuveri póstbox frá Póstinum og Origo. Hægt er að nálgast vörur í póstboxin fram til kl. 23 öll kvöld. Kringlan er fjölsóttasti verslunarkjarni landsins, heimsóttur af rúmlega fimm milljónum gesta árlega, og göngugata Kringlunnar er vinsælasta verslunargata Íslands. Þar sem um 170 rekstraraðilar starfrækja verslanir, veitingahúsa og kvikmyndahús, auk fjölbreyttrar þjónustu.
Neytendur Reykjavík Upplýsingatækni Kringlan Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira