Loðin stefna Pírata Egill Þór Jónsson skrifar 23. október 2019 13:00 Líkt og greint var frá í fréttum þá var meirihlutinn í Reykjavík ósamstíga á síðasta borgarstjórnarfundi í afstöðu sinni til samgöngusáttmála ríkis og sveitarfélaga. Eins og Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, greindi sjálf frá í sjónvarpsfréttum Ríkisútvarpsins þá greiddu Píratar atkvæði með sáttmálanum en þó með fyrirvara. En alla jafna setur fólk fyrirvara í atkvæðagreiðslu sem þessari ef samþykki þeirra er bundið ákveðnum skilyrðum. Einn þessara fyrirvara sneri að því að veggjöld myndu ekki koma niður á þeim tekjulægri í samfélaginu. Þrátt fyrir það er afstaða Pírataflokksins í borgarstjórn til veggjalda ansi óljós og vel loðin. Í því samhengi er rétt að benda á að Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs, er í raun brautryðjandi í þeim fyrirætlunum meirihlutans að leggja á sérstök veggjöld í Reykjavík. Því til stuðnings segir orðrétt í fréttum RÚV frá 25.05.2019: „Sigurborg segir að þetta gæti orðið hluti af þeirri leið sem farin yrði til þess að fjármagna uppbyggingu borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu.“ Þá segir jafnframt í fréttinni að í Noregi séu þetta gjöld á bilinu 1200 til 1800 krónur hver ferð. Þessi hugmynd Sigurborgar er í hróplegu ósamræmi við þá fyrirvara sem hún og flokkur hennar setti við samþykkt samgöngusáttmálans í borgarstjórn þriðjudaginn 15. október síðastliðinn. Þar er þess sérstaklega getið að útfærsla sérstakrar fjármögnunar komi ekki niður á þeim tekjulægstu í samfélaginu. Píratar í Reykjavík gera hins vegar enga athugasemd við veggjöld að öðru leyti, en það hlýtur vera krafa kjósenda að þeir upplýsi um afstöðu sína til sérstakra veggjalda. Þá hefur oddviti Pírata ítrekað vikið sér undan því að svara því hvort flokkurinn sé fylgjandi veggjöldum eða ekki. Píratar hafna samkomulaginu í rafrænni atkvæðagreiðslu Píratar á höfuðborgarsvæðinu eru ekki einhuga um samgöngusáttmálann. Til að mynda lögðu fulltrúar Pírata í bæjarstjórn Kópavogs til atkvæðagreiðslu inn í kosningakerfi Pírata um samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Sáttmálanum var hafnað í þeirri atkvæðagreiðslu með meirihluta atkvæða. Við afgreiðslu samgöngusáttmálans á bæjarstjórnarfundi Kópavogs í gær, þriðjudaginn 22. október 2019, greiddi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata, ekki atkvæði í atkvæðagreiðslunni um samgöngusáttmálann. Sú ákvörðun Sigurbjargar hlýtur fyrst og fremst að byggjast á ákvörðun grasrótar Pírata í Kópavogi. Í mínum huga eiga kjósendur hins vegar rétt á að fá að vita hver raunveruleg afstaða borgarstjórnarflokks Pírata er til veggjalda. Eða er það kannski svo að Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, og aðrir fulltrúar flokksins í borgarstjórn Reykjavíkur styðja það heilshugar að samkomulagið verði fjármagnað með veggjöldum? Það vekur athygli að Píratar í Kópavogi hafi fellt samkomulagið í atkvæðagreiðslu innan flokksins. Þá vekur það óneitanlega athygli að grasrót Pírata fékk ekki segja sitt álit á samningnum, en í grunnstefinu Pírata er rætt sérsteklega um beint lýðræði og aðkomu grasrótar að ákvörðunartöku skv. sjöttu grein grunnstefnu Pírata um beint lýðræði og sjálfsákvörðunarrétt. Ég veit ekki hvort borgarfulltrúar Pírata í Reykjavík óttist grasrótina í Reykjavík eða bara hreinlega þekki ekki grunnstefnu Pírata, betur en svo að þeir láti hjá líða að halda kosningu um samgöngusáttmálann í Reykjavík.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Egill Þór Jónsson Píratar Reykjavík Samgöngur Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Líkt og greint var frá í fréttum þá var meirihlutinn í Reykjavík ósamstíga á síðasta borgarstjórnarfundi í afstöðu sinni til samgöngusáttmála ríkis og sveitarfélaga. Eins og Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, greindi sjálf frá í sjónvarpsfréttum Ríkisútvarpsins þá greiddu Píratar atkvæði með sáttmálanum en þó með fyrirvara. En alla jafna setur fólk fyrirvara í atkvæðagreiðslu sem þessari ef samþykki þeirra er bundið ákveðnum skilyrðum. Einn þessara fyrirvara sneri að því að veggjöld myndu ekki koma niður á þeim tekjulægri í samfélaginu. Þrátt fyrir það er afstaða Pírataflokksins í borgarstjórn til veggjalda ansi óljós og vel loðin. Í því samhengi er rétt að benda á að Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs, er í raun brautryðjandi í þeim fyrirætlunum meirihlutans að leggja á sérstök veggjöld í Reykjavík. Því til stuðnings segir orðrétt í fréttum RÚV frá 25.05.2019: „Sigurborg segir að þetta gæti orðið hluti af þeirri leið sem farin yrði til þess að fjármagna uppbyggingu borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu.“ Þá segir jafnframt í fréttinni að í Noregi séu þetta gjöld á bilinu 1200 til 1800 krónur hver ferð. Þessi hugmynd Sigurborgar er í hróplegu ósamræmi við þá fyrirvara sem hún og flokkur hennar setti við samþykkt samgöngusáttmálans í borgarstjórn þriðjudaginn 15. október síðastliðinn. Þar er þess sérstaklega getið að útfærsla sérstakrar fjármögnunar komi ekki niður á þeim tekjulægstu í samfélaginu. Píratar í Reykjavík gera hins vegar enga athugasemd við veggjöld að öðru leyti, en það hlýtur vera krafa kjósenda að þeir upplýsi um afstöðu sína til sérstakra veggjalda. Þá hefur oddviti Pírata ítrekað vikið sér undan því að svara því hvort flokkurinn sé fylgjandi veggjöldum eða ekki. Píratar hafna samkomulaginu í rafrænni atkvæðagreiðslu Píratar á höfuðborgarsvæðinu eru ekki einhuga um samgöngusáttmálann. Til að mynda lögðu fulltrúar Pírata í bæjarstjórn Kópavogs til atkvæðagreiðslu inn í kosningakerfi Pírata um samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Sáttmálanum var hafnað í þeirri atkvæðagreiðslu með meirihluta atkvæða. Við afgreiðslu samgöngusáttmálans á bæjarstjórnarfundi Kópavogs í gær, þriðjudaginn 22. október 2019, greiddi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata, ekki atkvæði í atkvæðagreiðslunni um samgöngusáttmálann. Sú ákvörðun Sigurbjargar hlýtur fyrst og fremst að byggjast á ákvörðun grasrótar Pírata í Kópavogi. Í mínum huga eiga kjósendur hins vegar rétt á að fá að vita hver raunveruleg afstaða borgarstjórnarflokks Pírata er til veggjalda. Eða er það kannski svo að Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, og aðrir fulltrúar flokksins í borgarstjórn Reykjavíkur styðja það heilshugar að samkomulagið verði fjármagnað með veggjöldum? Það vekur athygli að Píratar í Kópavogi hafi fellt samkomulagið í atkvæðagreiðslu innan flokksins. Þá vekur það óneitanlega athygli að grasrót Pírata fékk ekki segja sitt álit á samningnum, en í grunnstefinu Pírata er rætt sérsteklega um beint lýðræði og aðkomu grasrótar að ákvörðunartöku skv. sjöttu grein grunnstefnu Pírata um beint lýðræði og sjálfsákvörðunarrétt. Ég veit ekki hvort borgarfulltrúar Pírata í Reykjavík óttist grasrótina í Reykjavík eða bara hreinlega þekki ekki grunnstefnu Pírata, betur en svo að þeir láti hjá líða að halda kosningu um samgöngusáttmálann í Reykjavík.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun