Líffæragjöfin var ljósið í fráfalli sonar míns Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. október 2019 20:00 Steinunn Rósa Einarsdóttir missti son sinn í bílslysi árið 2014. Áður hafði hann sagt að ef eitthvað kæmi fyrir vildi hann gefa líffæri sín. Vísir/Egill Hátt í þrjátíu manns fá ígrædd líffæri hér á landi á ári hverju að sögn yfirlæknis á Landspítalanum. Móðir líffæragjafa segist hafa fundið einhvern tilgang með fráfalli sonar síns, eftir að fimm manns fengu líffæri úr honum. Skarphéðinn Andri Kristjánsson lét foreldra sína snemma vita að ef eitthvað kæmi fyrir þá myndu hann vilja að aðrir nytu líffæra hans. Hann var aðeins átján ára þegar hann lést ásamt kærustu sinn eftir bílslys árið 2014. Steinunn Rósa Einarsdóttir móðir hans segist vera þakklát í dag fyrir þessa ákvörðun sonar síns en fimm manns fengu líffæri Skarphéðins. „Þetta var bara ljósið í þessu öllu saman. Vonin og eitthvað sem ég gat haldið í. Þarna var kannski kominn einhver tilgangur og það kom eitthvað gott út úr þessu,“ segir Steinunn.Runólfur Pálsson yfirlæknir á Lyflækningadeild Landspítalans segir mikilvægt að fræða fólk um mikilvægi líffæragjafa,Frá og með síðustu áramótum urðu allir Íslendingar sjálfkrafa líffæragjafar hér á landi. Þeir sem eru andvígir því þurfa sérstaklega að skrá það á Heilsuveru. Runólfur Pálsson yfirlæknir á lyflækningasviði Landspítalans segir að mikill árangur hafi náðst í heilbrigðiskerfinu í þessum málum á síðustu árum. „Við þurfum á öllu þessu starfi í heilbrigðisþjónustunni að halda til að viðhalda þessum árangri og svo þurfum við að fræða allt samfélagið því það er fólk hér í landinu sem gefur af sér líffærin. Það eru svona 25 til þrjátíu manns sem njóta góðs af þessum líffæragjöfum og flestir eru að fá ígrætt nýra,“ segir hann.Jóhannes Kristjánsson segist stálsleginn eftir að hafa fengið nýtt hjarta fyrir 10 árum.Egill AðalsteinssonJóhannes Kristjánsson segir að líf sitt hafi breyst gríðarlega þegar hann fékk nýtt hjarta fyrir tíu árum. „Læknirinn sagði við mig þegar ég fékk hjartað að það væri svo ungt að ég myndi yngjast um 19 ár og ég held að það sé bara rétt hjá honum. Gamanlaust ég get farið allt sem ég vil, þetta er bara dæla sem gengur eins og hitt. Þess vegna pirrar mig stundum þegar menn spyrja mig, ertu bara úti, hvað ertu eiginlega að gera úti?,“ segir Jóhannes. Heilbrigðismál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Hátt í þrjátíu manns fá ígrædd líffæri hér á landi á ári hverju að sögn yfirlæknis á Landspítalanum. Móðir líffæragjafa segist hafa fundið einhvern tilgang með fráfalli sonar síns, eftir að fimm manns fengu líffæri úr honum. Skarphéðinn Andri Kristjánsson lét foreldra sína snemma vita að ef eitthvað kæmi fyrir þá myndu hann vilja að aðrir nytu líffæra hans. Hann var aðeins átján ára þegar hann lést ásamt kærustu sinn eftir bílslys árið 2014. Steinunn Rósa Einarsdóttir móðir hans segist vera þakklát í dag fyrir þessa ákvörðun sonar síns en fimm manns fengu líffæri Skarphéðins. „Þetta var bara ljósið í þessu öllu saman. Vonin og eitthvað sem ég gat haldið í. Þarna var kannski kominn einhver tilgangur og það kom eitthvað gott út úr þessu,“ segir Steinunn.Runólfur Pálsson yfirlæknir á Lyflækningadeild Landspítalans segir mikilvægt að fræða fólk um mikilvægi líffæragjafa,Frá og með síðustu áramótum urðu allir Íslendingar sjálfkrafa líffæragjafar hér á landi. Þeir sem eru andvígir því þurfa sérstaklega að skrá það á Heilsuveru. Runólfur Pálsson yfirlæknir á lyflækningasviði Landspítalans segir að mikill árangur hafi náðst í heilbrigðiskerfinu í þessum málum á síðustu árum. „Við þurfum á öllu þessu starfi í heilbrigðisþjónustunni að halda til að viðhalda þessum árangri og svo þurfum við að fræða allt samfélagið því það er fólk hér í landinu sem gefur af sér líffærin. Það eru svona 25 til þrjátíu manns sem njóta góðs af þessum líffæragjöfum og flestir eru að fá ígrætt nýra,“ segir hann.Jóhannes Kristjánsson segist stálsleginn eftir að hafa fengið nýtt hjarta fyrir 10 árum.Egill AðalsteinssonJóhannes Kristjánsson segir að líf sitt hafi breyst gríðarlega þegar hann fékk nýtt hjarta fyrir tíu árum. „Læknirinn sagði við mig þegar ég fékk hjartað að það væri svo ungt að ég myndi yngjast um 19 ár og ég held að það sé bara rétt hjá honum. Gamanlaust ég get farið allt sem ég vil, þetta er bara dæla sem gengur eins og hitt. Þess vegna pirrar mig stundum þegar menn spyrja mig, ertu bara úti, hvað ertu eiginlega að gera úti?,“ segir Jóhannes.
Heilbrigðismál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira