Slökkviliðsmenn voru við það að ljúka öðru útkalli í bakaríi á Selfossi þegar tilkynningin barst og gátu því farið beint á staðinn. Þar sem staðsetningin er utan þéttbýlis voru sendir tveir slökkviliðsbílar. Dælubíll og tankbíll.
Í húsinu er starfsmannaaðstaða og virtist eldurinn koma undan gámnum. Húsið var mannslaus þegar eldurinn kom upp og ekki er hætta á útbreiðslu. Þá liggu ekki fyrir hversu miklar skemmdir eru.
Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn á því hvers vegna eldurinn kom upp.


