Samstarf Íslands við ESB í loftslagsmálum fært inn í EES-samninginn Kjartan Kjartansson skrifar 25. október 2019 14:22 Gunnar Pálsson, sendiherra Íslands, fer með formennsku í sameiginlegu EES-nefndinni. Við hlið hans stiru Hege Marie Hoff, varaframkvæmdastjóri EFTA. EFTA Sameiginlega EES-nefndin samþykkti að fella samkomulag Íslands og Evrópusambandsins um sameiginlegt losunarmarkmið gagnvart Parísarsamkomulaginu inn í EES-samninginn í dag. Með samkomulaginu nær samstarfið í loftslagsmálum til fleiri losunaruppspretta en áður. Íslensk stjórnvöld tilkynntu árið 2015 að þau ætluðu að taka þátt í sameiginlegu markmiði Evrópusambandsins og Noregs um 40% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun fyrir árið 2030 miðað við losun árið 1990 gagnvart Parísarsamkomulaginu sem var undirritað það ár. Í fyrra var tilkynnt að hlutdeild Íslands í sameiginlega markmiðinu yrði 29% samdráttur í losun árið 2030 borið saman við árið 2005 fyrir utan evrópska viðskiptakerfið með losunarheimildir (ETS) sem Íslands hefur átt aðild að frá árinu 2008. Stefna ríkisstjórnar Íslands er engu að síður 40% samdráttur í losun.Samþykkt sameiginlegu EES-nefndarinnar í dag felur í sér að samkomulag Íslands og Noregs við Evrópusambandið um sameiginlega loftslagsmarkmiðið verður fellt inn í EES-samninginn. Samevrópska samstarfið nái ekki lengur aðeins til viðskiptakerfisins fyrir iðnað heldur einnig til losunar frá landbúnaði, samgöngum, úrgangi og byggingum auk kolefnisbindingar með landnotkun og skógnýtingu. Með ákvörðun EES-nefndarinnar, sem er háð samþykki Alþingis, skuldbindur Ísland sig til bindandi árlegra markmiða um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda sem fellur utan ETS-viðskiptakerfisins frá 2021 til 2030. Þá þurfa íslensk stjórnvöld að tryggja að losun frá landnotkun, breyttri landnotkun og skógnýtingu verði jöfnuð út með kolefnisbindingu. Evrópusambandið Loftslagsmál Utanríkismál Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjá meira
Sameiginlega EES-nefndin samþykkti að fella samkomulag Íslands og Evrópusambandsins um sameiginlegt losunarmarkmið gagnvart Parísarsamkomulaginu inn í EES-samninginn í dag. Með samkomulaginu nær samstarfið í loftslagsmálum til fleiri losunaruppspretta en áður. Íslensk stjórnvöld tilkynntu árið 2015 að þau ætluðu að taka þátt í sameiginlegu markmiði Evrópusambandsins og Noregs um 40% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun fyrir árið 2030 miðað við losun árið 1990 gagnvart Parísarsamkomulaginu sem var undirritað það ár. Í fyrra var tilkynnt að hlutdeild Íslands í sameiginlega markmiðinu yrði 29% samdráttur í losun árið 2030 borið saman við árið 2005 fyrir utan evrópska viðskiptakerfið með losunarheimildir (ETS) sem Íslands hefur átt aðild að frá árinu 2008. Stefna ríkisstjórnar Íslands er engu að síður 40% samdráttur í losun.Samþykkt sameiginlegu EES-nefndarinnar í dag felur í sér að samkomulag Íslands og Noregs við Evrópusambandið um sameiginlega loftslagsmarkmiðið verður fellt inn í EES-samninginn. Samevrópska samstarfið nái ekki lengur aðeins til viðskiptakerfisins fyrir iðnað heldur einnig til losunar frá landbúnaði, samgöngum, úrgangi og byggingum auk kolefnisbindingar með landnotkun og skógnýtingu. Með ákvörðun EES-nefndarinnar, sem er háð samþykki Alþingis, skuldbindur Ísland sig til bindandi árlegra markmiða um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda sem fellur utan ETS-viðskiptakerfisins frá 2021 til 2030. Þá þurfa íslensk stjórnvöld að tryggja að losun frá landnotkun, breyttri landnotkun og skógnýtingu verði jöfnuð út með kolefnisbindingu.
Evrópusambandið Loftslagsmál Utanríkismál Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjá meira