Guðmundur: Vörnin alveg stórkostleg Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. október 2019 19:13 Guðmundur var hæstánægður eftir sigurinn á Svíum. vísir/vilhelm „Þetta var frábær leikur. Það verður að segjast eins og er, fyrir utan fyrstu 5-6 mínúturnar þegar við vorum ekki í takti og klikkuðum á færum. Annars var þetta frábærlega spilaður leikur hjá okkur, í vörn og sókn,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, í samtali við Vísi eftir sigurinn á Svíþjóð, 26-27, í kvöld. Íslenska liðið byrjaði illa, sérstaklega í sókninni, en vann sig svo inn í leikinn. Íslendingar reyndust svo sterkari á svellinu undir lokin og lönduðu sigri. Sigvaldi Guðjónsson var markahæstur Íslendinga með fimm mörk. Alls komust níu leikmenn Íslands á blað í leiknum. Sóknin vel útfærð„Vörnin var alveg stórkostleg. Við héldum þeim í 26 mörkum á þeirra heimavelli sem er mjög gott. Við vorum með nýja menn eins og Svein [Jóhannsson] og þeir Ýmir [Örn Gíslason] voru að spila sinn fyrsta leik saman í vörninni. Það var margt jákvætt við þetta. Sóknin var vel útfærð. Við spiluðum ekki mörg leikkerfi en notuðum þau sem virkuðu aftur,“ sagði Guðmundur. „Í seinni hálfleik komum við svo með nýja hluti sem færðu okkur mjög góðar stöður í sókninni. Svo fengum við mörk úr hraðaupphlaupum.“ Íslenska liðið var manni færri í tólf mínútur í leiknum. Guðmundur kvaðst sáttur með hvernig Íslendingar leystu það. „Við spiluðum vörnina í undirtölunni mjög vel og unnum boltann nokkrum sinnum. Það var mjög sterkt hjá okkur,“ sagði Guðmundur. Ánægður með nýju menninaÁðurnefndur Sveinn Jóhannsson, leikmaður Århus í Danmörku, lék sinn fyrsta landsleik í kvöld. Hann var í stóru hlutverki í miðri vörn Íslands. Guðmundur hrósaði honum sem og öðrum leikmönnum sem fengu eldskírn sína í kvöld. „Hann var mjög góður. Viggó [Kristjánsson] og Haukur [Þrastarson] komu líka vel inn í þetta. Það er erfitt að taka menn út en fyrst og síðast var þetta sigur liðsheildarinnar,“ sagði Guðmundur. Hann kvaðst þó sérstaklega ánægður með Kára Kristján Kristjánsson sem lék sinn fyrsta landsleik í um tvö ár. Eyjamaðurinn stóð fyrir sínu á línunni, skoraði fjögur mörk og reyndist varnarmönnum Svía erfiður. Kári var frábær„Það er ekkert launungarmál að ég var mjög ánægður með hann. Hann var frábær á línunni. Þeir áttu erfitt með hann. Það var gríðarlega mikilvægt fyrir liðið,“ sagði Guðmundur. Ísland og Svíþjóð mætast aftur á sunnudaginn. Guðmundur segir að þeir leikmenn sem léku lítið í kvöld fái fleiri mínútur í seinni leiknum. „Stefnan var að nota alla leikmennina í þessum tveimur leikjum og við munum standa við það. Aðrir leikmenn, sem spiluðu ekki mikið í dag, koma til að fá tækifæri á sunnudaginn,“ sagði Guðmundur að lokum. Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Svíþjóð - Ísland 26-27 | Frábær sigur á Svíum Þrátt fyrir erfiða byrjun vann Ísland frábæran sigur á Svíþjóð í vináttulandsleik í kvöld. 25. október 2019 18:45 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira
„Þetta var frábær leikur. Það verður að segjast eins og er, fyrir utan fyrstu 5-6 mínúturnar þegar við vorum ekki í takti og klikkuðum á færum. Annars var þetta frábærlega spilaður leikur hjá okkur, í vörn og sókn,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, í samtali við Vísi eftir sigurinn á Svíþjóð, 26-27, í kvöld. Íslenska liðið byrjaði illa, sérstaklega í sókninni, en vann sig svo inn í leikinn. Íslendingar reyndust svo sterkari á svellinu undir lokin og lönduðu sigri. Sigvaldi Guðjónsson var markahæstur Íslendinga með fimm mörk. Alls komust níu leikmenn Íslands á blað í leiknum. Sóknin vel útfærð„Vörnin var alveg stórkostleg. Við héldum þeim í 26 mörkum á þeirra heimavelli sem er mjög gott. Við vorum með nýja menn eins og Svein [Jóhannsson] og þeir Ýmir [Örn Gíslason] voru að spila sinn fyrsta leik saman í vörninni. Það var margt jákvætt við þetta. Sóknin var vel útfærð. Við spiluðum ekki mörg leikkerfi en notuðum þau sem virkuðu aftur,“ sagði Guðmundur. „Í seinni hálfleik komum við svo með nýja hluti sem færðu okkur mjög góðar stöður í sókninni. Svo fengum við mörk úr hraðaupphlaupum.“ Íslenska liðið var manni færri í tólf mínútur í leiknum. Guðmundur kvaðst sáttur með hvernig Íslendingar leystu það. „Við spiluðum vörnina í undirtölunni mjög vel og unnum boltann nokkrum sinnum. Það var mjög sterkt hjá okkur,“ sagði Guðmundur. Ánægður með nýju menninaÁðurnefndur Sveinn Jóhannsson, leikmaður Århus í Danmörku, lék sinn fyrsta landsleik í kvöld. Hann var í stóru hlutverki í miðri vörn Íslands. Guðmundur hrósaði honum sem og öðrum leikmönnum sem fengu eldskírn sína í kvöld. „Hann var mjög góður. Viggó [Kristjánsson] og Haukur [Þrastarson] komu líka vel inn í þetta. Það er erfitt að taka menn út en fyrst og síðast var þetta sigur liðsheildarinnar,“ sagði Guðmundur. Hann kvaðst þó sérstaklega ánægður með Kára Kristján Kristjánsson sem lék sinn fyrsta landsleik í um tvö ár. Eyjamaðurinn stóð fyrir sínu á línunni, skoraði fjögur mörk og reyndist varnarmönnum Svía erfiður. Kári var frábær„Það er ekkert launungarmál að ég var mjög ánægður með hann. Hann var frábær á línunni. Þeir áttu erfitt með hann. Það var gríðarlega mikilvægt fyrir liðið,“ sagði Guðmundur. Ísland og Svíþjóð mætast aftur á sunnudaginn. Guðmundur segir að þeir leikmenn sem léku lítið í kvöld fái fleiri mínútur í seinni leiknum. „Stefnan var að nota alla leikmennina í þessum tveimur leikjum og við munum standa við það. Aðrir leikmenn, sem spiluðu ekki mikið í dag, koma til að fá tækifæri á sunnudaginn,“ sagði Guðmundur að lokum.
Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Svíþjóð - Ísland 26-27 | Frábær sigur á Svíum Þrátt fyrir erfiða byrjun vann Ísland frábæran sigur á Svíþjóð í vináttulandsleik í kvöld. 25. október 2019 18:45 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira
Umfjöllun: Svíþjóð - Ísland 26-27 | Frábær sigur á Svíum Þrátt fyrir erfiða byrjun vann Ísland frábæran sigur á Svíþjóð í vináttulandsleik í kvöld. 25. október 2019 18:45