Handbolti

Andrea í undan­úr­slit eftir dramatík í vító

Sindri Sverrisson skrifar
Andrea Jacobsen er komin með Blomberg-Lippe í undanúrslit Evrópudeildarinnar.
Andrea Jacobsen er komin með Blomberg-Lippe í undanúrslit Evrópudeildarinnar. Blomberg-Lippe

Þýska liðið Blomberg-Lippe, sem landsliðskonurnar Andrea Jacobsen og Díana Dögg Magnúsdóttir spila með, komst í dag í undanúrslit Erópudeildarinnar eftir mikla dramatík.

Blomberg-Lippe virtist í góðum málum eftir að hafa unnið 28-25 útisigur gegn Bera Bera í fyrri leik liðanna fyrir viku. 

Þegar liðin mættust í Þýskalandi í dag náðu gestirnir frá Spáni hins vegar að knýja einnig fram þriggja marka sigur, 22-19, og því þurfti að grípa til vítakeppni.

Þar skoraði hvort lið úr fjórum af fimm vítum sínum svo að úrslitin í einvíginu réðust ekki fyrr en í bráðabana, þar sem fyrsta víti gestanna var varið á meðan að Vegue I Pena skoraði fyrir Blomberg-Lippe og tryggði liðinu sæti í undanúrslitum.

Andrea var næstmarkahæst hjá Blomberg-Lippe með fjögur mörk en Díana Dögg hefur verið frá keppni síðan hún ristarbrotnaði í janúar.

Auk Blomberg-Lippe eru lið Thüringer, Ikast og Dijon komin í undanúrslitin, eða Final Four, sem leikin verða í byrjun maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×