Töldu rétt að upplýsa lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. október 2019 13:02 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ráðuneyti hennar ekki vera í neinni stöðu til að leggja mat á eða framkvæma rannsókn á meintum upplýsingaleka úr Seðlabankanum vegna Samherjamálsins. Það hafi aftur á móti verið talið rétt að upplýsa lögreglu um málið.Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að forsætisráðherra, hafi vísað máli vegna meints upplýsingaleka frá Seðlabankanum til Ríkisútvarpsinns í aðdraganda húsleitar hjá Samherja árið 2012 til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem lekinn kunni að fela í sér refsivert brot. „Aðdragandi málsins er sá að ég óskaði eftir greinagerð frá bankaráði Seðlabankans snemma á þessu ári vegna Samherjamálsins og í kjölfar þess að hún kom fram óskuðum við eftir viðbótarupplýsingum, meðal annars um þennan meinta upplýsingaleka,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við fréttastofu. Síðustu gögn í því máli hafi borist forsætisráðuneytinu í ágúst. „Eftir að hafa farið ýtarlega yfir þau gögn þá var það okkar niðurstaða að réttast væri að upplýsa lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu um þetta mál,“ segir Katrín. Eðli málsins samkvæmt sé forsætisráðuneytið ekki í neinni stöðu til þess að leggja sjálfstætt mat á málið eða framkvæma sjálfstæða rannsókn að sögn Katrínar. „En við töldum hins vegar rétt að upplýsa lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu um þetta og vísa þannig í raun og veru málinu til rétts aðila.“Þannig að sem stendur er þetta mál ekki í neinu frekara ferli innan forsætisráðuneytisins? „Nei, í raun og veru ekki enda erum við ekki í neinni stöðu til þess að rannsaka þetta mál sérstaklega,“ segir Katrín. Dómsmál Fjölmiðlar Seðlabankinn Sjávarútvegur Tengdar fréttir Segir RÚV alltaf hafa verið þátttakanda í Samherjamálinu Forsætisráðherra vísaði mögulegum leka frá Seðlabankanum til RÚV um rannsókn á Samherja til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 27. október 2019 20:45 Fráleitt að tala um Ríkisútvarpið sem geranda Það er fráleitt að tala um Ríkisútvarpið sem geranda í máli seðlabankans gegn Samherja að sögn formanns blaðamannafélagsins, líkt og forstjóri Samherja hefur gert. Fréttastjóri Ríkisútvarpsins segir það beinlínis vera hlutverk fjölmiðla að fjalla um mál sem þessi. 28. október 2019 12:02 Meintum leka Seðlabankans til RÚV vísað til lögreglu Forsætisráðherra hefur vísað máli vegna ætlaðs upplýsingaleka frá Seðlabankanum til RÚV í aðdraganda húsleitar hjá Samherja til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem lekinn kunni að fela í sér refsivert brot. Þetta kemur fram í bréfi forsætisráðuneytisins til lögreglunnar. Rannsókn innri endurskoðanda Seðlabankans leiddi í ljós að framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlits Seðlabankans var í tölvupóstsamskiptum við starfsmann RÚV í rúman mánuð áður en ráðist var í húsleitina 27. mars 2012. Frétta- og myndatökumenn RÚV voru mættir við skrifstofur Samherja áður en húsleitin hófst. 27. október 2019 18:30 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ráðuneyti hennar ekki vera í neinni stöðu til að leggja mat á eða framkvæma rannsókn á meintum upplýsingaleka úr Seðlabankanum vegna Samherjamálsins. Það hafi aftur á móti verið talið rétt að upplýsa lögreglu um málið.Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að forsætisráðherra, hafi vísað máli vegna meints upplýsingaleka frá Seðlabankanum til Ríkisútvarpsinns í aðdraganda húsleitar hjá Samherja árið 2012 til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem lekinn kunni að fela í sér refsivert brot. „Aðdragandi málsins er sá að ég óskaði eftir greinagerð frá bankaráði Seðlabankans snemma á þessu ári vegna Samherjamálsins og í kjölfar þess að hún kom fram óskuðum við eftir viðbótarupplýsingum, meðal annars um þennan meinta upplýsingaleka,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við fréttastofu. Síðustu gögn í því máli hafi borist forsætisráðuneytinu í ágúst. „Eftir að hafa farið ýtarlega yfir þau gögn þá var það okkar niðurstaða að réttast væri að upplýsa lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu um þetta mál,“ segir Katrín. Eðli málsins samkvæmt sé forsætisráðuneytið ekki í neinni stöðu til þess að leggja sjálfstætt mat á málið eða framkvæma sjálfstæða rannsókn að sögn Katrínar. „En við töldum hins vegar rétt að upplýsa lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu um þetta og vísa þannig í raun og veru málinu til rétts aðila.“Þannig að sem stendur er þetta mál ekki í neinu frekara ferli innan forsætisráðuneytisins? „Nei, í raun og veru ekki enda erum við ekki í neinni stöðu til þess að rannsaka þetta mál sérstaklega,“ segir Katrín.
Dómsmál Fjölmiðlar Seðlabankinn Sjávarútvegur Tengdar fréttir Segir RÚV alltaf hafa verið þátttakanda í Samherjamálinu Forsætisráðherra vísaði mögulegum leka frá Seðlabankanum til RÚV um rannsókn á Samherja til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 27. október 2019 20:45 Fráleitt að tala um Ríkisútvarpið sem geranda Það er fráleitt að tala um Ríkisútvarpið sem geranda í máli seðlabankans gegn Samherja að sögn formanns blaðamannafélagsins, líkt og forstjóri Samherja hefur gert. Fréttastjóri Ríkisútvarpsins segir það beinlínis vera hlutverk fjölmiðla að fjalla um mál sem þessi. 28. október 2019 12:02 Meintum leka Seðlabankans til RÚV vísað til lögreglu Forsætisráðherra hefur vísað máli vegna ætlaðs upplýsingaleka frá Seðlabankanum til RÚV í aðdraganda húsleitar hjá Samherja til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem lekinn kunni að fela í sér refsivert brot. Þetta kemur fram í bréfi forsætisráðuneytisins til lögreglunnar. Rannsókn innri endurskoðanda Seðlabankans leiddi í ljós að framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlits Seðlabankans var í tölvupóstsamskiptum við starfsmann RÚV í rúman mánuð áður en ráðist var í húsleitina 27. mars 2012. Frétta- og myndatökumenn RÚV voru mættir við skrifstofur Samherja áður en húsleitin hófst. 27. október 2019 18:30 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira
Segir RÚV alltaf hafa verið þátttakanda í Samherjamálinu Forsætisráðherra vísaði mögulegum leka frá Seðlabankanum til RÚV um rannsókn á Samherja til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 27. október 2019 20:45
Fráleitt að tala um Ríkisútvarpið sem geranda Það er fráleitt að tala um Ríkisútvarpið sem geranda í máli seðlabankans gegn Samherja að sögn formanns blaðamannafélagsins, líkt og forstjóri Samherja hefur gert. Fréttastjóri Ríkisútvarpsins segir það beinlínis vera hlutverk fjölmiðla að fjalla um mál sem þessi. 28. október 2019 12:02
Meintum leka Seðlabankans til RÚV vísað til lögreglu Forsætisráðherra hefur vísað máli vegna ætlaðs upplýsingaleka frá Seðlabankanum til RÚV í aðdraganda húsleitar hjá Samherja til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem lekinn kunni að fela í sér refsivert brot. Þetta kemur fram í bréfi forsætisráðuneytisins til lögreglunnar. Rannsókn innri endurskoðanda Seðlabankans leiddi í ljós að framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlits Seðlabankans var í tölvupóstsamskiptum við starfsmann RÚV í rúman mánuð áður en ráðist var í húsleitina 27. mars 2012. Frétta- og myndatökumenn RÚV voru mættir við skrifstofur Samherja áður en húsleitin hófst. 27. október 2019 18:30