Víðtækt rafmagnsleysi í Kaliforníu Gunnar Reynir Valþórsson og Samúel Karl Ólason skrifa 29. október 2019 08:38 Slökkviliðsmenn slökkva í glæðum í húsi sem hefur brunnið. AP/Ringo H.W. Chiu Gríðarlega víðtækt rafmagnsleysi er nú í Kalíforníuríki vegna eldanna sem þar geisa víða og er búist við að ein og hálf milljón manna til viðbótar missi rafmagnið hjá sér í dag. Ástæða er fyrst og fremst sú að raforkufyrirtæki vilja koma í veg fyrir að fallnar raflínur orsaki fleiri elda en að minnsta kosti eitt fyrirtæki, Pacific Gas & Electric er nú þegar til rannsóknar hjá yfirvöldum eftir að það lokaði fyrir rafmagn hjá 970 þúsund eignum í ríkinu og tilkynntu um að til standi að slökkva á 650 þúsund viðskiptavinum til viðbótar. Áhöld eru um hvort þessar fyrirbyggjandi aðgerðir standist lög.Einn erfiðasti eldurinn sem nú brennur er svokallaður Getty eldur sem átti upptök sín í grennd við Getty listamiðstöðina í Los Angeles. Stórstjörnur á borð við Arnold Schwarzenegger og Le Bron James hafa þurft að flýja heimili sín vegna hans. Lengra í norður, í Sonoma, hafa 180 þúsund manns neyðst til að flýja undan eldunum sem þar brenna. Sterkir vindar hafa leitt til þess að eldarnir dreifa mjög hratt úr sér. Minnst 96 byggingar hafa brunnið í eldunum í Sonoma. Eitthvað hefur þó hægt úr vindinum og hefur það hjálpað slökkviliðsmönnum við störf þeirra. AP fréttaveitan segir milljónir íbúa Kaliforníu undirbúa sig fyrir rafmagnsleysi og í einhverjum tilfellum gæti það varið í fimm daga eða jafnvel lengur. Margir þeirra eru alls ekki sáttir við raforkufyrirtækin. Þeir vilja ekki að þetta ástand vari til lengdar og óttast meðal annars að það gæti leitt til lækkunar fasteignaverðs. PG&E er í fjárhagskröggum en fyrirtækinu hefur verið kennt um þó nokkra elda undanfarin ár. Verðmæti hlutabréfa fyrirtækisins lækkaði um 24 prósent í gær og hefur lækkað um helming frá því á fimmtudaginn. Bandaríkin Gróðureldar í Kaliforníu Skógareldar Tengdar fréttir Neyðarástandi lýst yfir í Kaliforníu vegna kjarreldanna Eldfimum aðstæðum er áfram spáð fram á morgundaginn. 27. október 2019 23:08 90 þúsund flýja skógarelda og milljónir án rafmagns 90 þúsund íbúar í norðurhluta Kaliforníu-ríkis Bandaríkjanna hafa verið beðin um að yfirgefa heimili sín vegna skógarelda sem þar geisa. Búist er við að tvær milljónir íbúa verði ríkis verði án rafmagns vegna varúðarráðstafana. 27. október 2019 08:42 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Sjá meira
Gríðarlega víðtækt rafmagnsleysi er nú í Kalíforníuríki vegna eldanna sem þar geisa víða og er búist við að ein og hálf milljón manna til viðbótar missi rafmagnið hjá sér í dag. Ástæða er fyrst og fremst sú að raforkufyrirtæki vilja koma í veg fyrir að fallnar raflínur orsaki fleiri elda en að minnsta kosti eitt fyrirtæki, Pacific Gas & Electric er nú þegar til rannsóknar hjá yfirvöldum eftir að það lokaði fyrir rafmagn hjá 970 þúsund eignum í ríkinu og tilkynntu um að til standi að slökkva á 650 þúsund viðskiptavinum til viðbótar. Áhöld eru um hvort þessar fyrirbyggjandi aðgerðir standist lög.Einn erfiðasti eldurinn sem nú brennur er svokallaður Getty eldur sem átti upptök sín í grennd við Getty listamiðstöðina í Los Angeles. Stórstjörnur á borð við Arnold Schwarzenegger og Le Bron James hafa þurft að flýja heimili sín vegna hans. Lengra í norður, í Sonoma, hafa 180 þúsund manns neyðst til að flýja undan eldunum sem þar brenna. Sterkir vindar hafa leitt til þess að eldarnir dreifa mjög hratt úr sér. Minnst 96 byggingar hafa brunnið í eldunum í Sonoma. Eitthvað hefur þó hægt úr vindinum og hefur það hjálpað slökkviliðsmönnum við störf þeirra. AP fréttaveitan segir milljónir íbúa Kaliforníu undirbúa sig fyrir rafmagnsleysi og í einhverjum tilfellum gæti það varið í fimm daga eða jafnvel lengur. Margir þeirra eru alls ekki sáttir við raforkufyrirtækin. Þeir vilja ekki að þetta ástand vari til lengdar og óttast meðal annars að það gæti leitt til lækkunar fasteignaverðs. PG&E er í fjárhagskröggum en fyrirtækinu hefur verið kennt um þó nokkra elda undanfarin ár. Verðmæti hlutabréfa fyrirtækisins lækkaði um 24 prósent í gær og hefur lækkað um helming frá því á fimmtudaginn.
Bandaríkin Gróðureldar í Kaliforníu Skógareldar Tengdar fréttir Neyðarástandi lýst yfir í Kaliforníu vegna kjarreldanna Eldfimum aðstæðum er áfram spáð fram á morgundaginn. 27. október 2019 23:08 90 þúsund flýja skógarelda og milljónir án rafmagns 90 þúsund íbúar í norðurhluta Kaliforníu-ríkis Bandaríkjanna hafa verið beðin um að yfirgefa heimili sín vegna skógarelda sem þar geisa. Búist er við að tvær milljónir íbúa verði ríkis verði án rafmagns vegna varúðarráðstafana. 27. október 2019 08:42 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Sjá meira
Neyðarástandi lýst yfir í Kaliforníu vegna kjarreldanna Eldfimum aðstæðum er áfram spáð fram á morgundaginn. 27. október 2019 23:08
90 þúsund flýja skógarelda og milljónir án rafmagns 90 þúsund íbúar í norðurhluta Kaliforníu-ríkis Bandaríkjanna hafa verið beðin um að yfirgefa heimili sín vegna skógarelda sem þar geisa. Búist er við að tvær milljónir íbúa verði ríkis verði án rafmagns vegna varúðarráðstafana. 27. október 2019 08:42