Reiknar með því að fækka stöðugildum hjá Símanum um fjörutíu á næsta ári Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. október 2019 11:38 Orri Hauksson, forstjóri Símans, sem keypti sýningarréttinn á enska boltanum til þriggja ára. vísir/vilhelm Síminn hagnaðist um 897 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi samanborið við 978 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Forstjóri Símans segir sportstöð Símans hafa notið velgengni umfram væntingar en kostnaðaraðhald verði áfram í forgrunni rekstrar Símans. Stöðugildum hafi fækkað um fjörutíu milli ára og megi reikna með svipaðri breytingu á næsta ári. Tekjur Símans voru 7,1 milljarður króna á þriðja ársfjórðungi og hækkuðu um tæp tvö prósent á milli ára að því er fram kemur í tilkynningu til Kauphallar. Orri Hauksson forstjóri segir fyrirtækið sátt en ófyrirséðir atburðir hafi verið fáir. Meðalverð þokist upp á einstaklingsmarkaði eftir margra ára tímabil skarpra lækkana. Enn sjái þó ekki fyrir endann á verðþrýstingi á fyrirtækjamarkaði. Góður tekjuvöxtur sé í sjónvarpsrekstri milli ára.Aldreifing ekki gengið sem skyldi „Síminn Sport hefur notið velgengni umfram væntingar frá því varan fór í loftið á miðjum þriðja fjórðungi. Vel hefur til dæmis gengið að semja um dreifingu vörunnar yfir öll fjarskipta- og sjónvarpsdreifikerfi landsins,“ segir Orri. Áfram séu góðar væntingar til vörunnar næstu mánuði. Aftur á móti segir Orri að samningar um aldreifingu fyrir Sjónvarp Símans Premium hafi ekki gengið sem skyldi. „Ástæðan er mótstaða Sýnar gegn því að selja aðgang að dreifikerfum í sinni umsjá fyrir Sjónvarp Símans Premium, sem er sú íslenska efnisveita sem langmest er notuð. Síminn verður þannig af möguleikum til aukinnar tekjusköpunar samhliða því að IPTV viðskiptavinir Sýnar hafa ekki möguleika á að kaupa Sjónvarp Símans Premium. Þessi skekkja mun vonandi leiðréttast á næsta ári,“ segir Orri.Sýn sendi frá sér tilkynningu til Kauphallar vegna þess orða forstjórans. Þar sé verulega hallað réttu máli.Nýleg breyting í afstöðu „Staðreynd málsins er sú að Síminn hefur ekki ljáð máls á að dreifa Sjónvarpi Símans Premium (áður tímavél og frelsi á Sjónvarpi Símans) sínu allar götur frá október 2015,“ segir í tilkynningunni. Sú hindrun sé í andstöðu við fjölmiðlalög og staðfest með stjórnvaldssekt á Símann. Nýverið hafi Síminn breytt um afstöðu, Sýn gert tilboð sem Síminn hafi í fyrstu hafnað en svo gengið að. Í millitíðinni hafi borist frummat Samkeppniseftirlitsins en samkvæmt því sé samtvinnun Sjónvarps Símans Premium og Enska boltans í andstöðu við sátt og samkeppnislög. „Með vísan til þessa telur Sýn að beiðni Símans um dreifingu á hinni samtvinnuðu þjónustu ómálefnalega. Eftir sem áður stendur Símanum til boða að dreifa Sjónvarpi Símans Premium á kerfum Sýnar án hinnar ólögmætu samtvinnunar.“Vísir er í eigu Sýnar. Fjarskipti Fjölmiðlar Markaðir Samkeppnismál Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Síminn hagnaðist um 897 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi samanborið við 978 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Forstjóri Símans segir sportstöð Símans hafa notið velgengni umfram væntingar en kostnaðaraðhald verði áfram í forgrunni rekstrar Símans. Stöðugildum hafi fækkað um fjörutíu milli ára og megi reikna með svipaðri breytingu á næsta ári. Tekjur Símans voru 7,1 milljarður króna á þriðja ársfjórðungi og hækkuðu um tæp tvö prósent á milli ára að því er fram kemur í tilkynningu til Kauphallar. Orri Hauksson forstjóri segir fyrirtækið sátt en ófyrirséðir atburðir hafi verið fáir. Meðalverð þokist upp á einstaklingsmarkaði eftir margra ára tímabil skarpra lækkana. Enn sjái þó ekki fyrir endann á verðþrýstingi á fyrirtækjamarkaði. Góður tekjuvöxtur sé í sjónvarpsrekstri milli ára.Aldreifing ekki gengið sem skyldi „Síminn Sport hefur notið velgengni umfram væntingar frá því varan fór í loftið á miðjum þriðja fjórðungi. Vel hefur til dæmis gengið að semja um dreifingu vörunnar yfir öll fjarskipta- og sjónvarpsdreifikerfi landsins,“ segir Orri. Áfram séu góðar væntingar til vörunnar næstu mánuði. Aftur á móti segir Orri að samningar um aldreifingu fyrir Sjónvarp Símans Premium hafi ekki gengið sem skyldi. „Ástæðan er mótstaða Sýnar gegn því að selja aðgang að dreifikerfum í sinni umsjá fyrir Sjónvarp Símans Premium, sem er sú íslenska efnisveita sem langmest er notuð. Síminn verður þannig af möguleikum til aukinnar tekjusköpunar samhliða því að IPTV viðskiptavinir Sýnar hafa ekki möguleika á að kaupa Sjónvarp Símans Premium. Þessi skekkja mun vonandi leiðréttast á næsta ári,“ segir Orri.Sýn sendi frá sér tilkynningu til Kauphallar vegna þess orða forstjórans. Þar sé verulega hallað réttu máli.Nýleg breyting í afstöðu „Staðreynd málsins er sú að Síminn hefur ekki ljáð máls á að dreifa Sjónvarpi Símans Premium (áður tímavél og frelsi á Sjónvarpi Símans) sínu allar götur frá október 2015,“ segir í tilkynningunni. Sú hindrun sé í andstöðu við fjölmiðlalög og staðfest með stjórnvaldssekt á Símann. Nýverið hafi Síminn breytt um afstöðu, Sýn gert tilboð sem Síminn hafi í fyrstu hafnað en svo gengið að. Í millitíðinni hafi borist frummat Samkeppniseftirlitsins en samkvæmt því sé samtvinnun Sjónvarps Símans Premium og Enska boltans í andstöðu við sátt og samkeppnislög. „Með vísan til þessa telur Sýn að beiðni Símans um dreifingu á hinni samtvinnuðu þjónustu ómálefnalega. Eftir sem áður stendur Símanum til boða að dreifa Sjónvarpi Símans Premium á kerfum Sýnar án hinnar ólögmætu samtvinnunar.“Vísir er í eigu Sýnar.
Fjarskipti Fjölmiðlar Markaðir Samkeppnismál Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira