Þörf sé fyrir 72 nýja sérnámslækna á ári Sighvatur Arnmundsson skrifar 10. október 2019 07:30 Í sumar fékk bráðalækningadeild Landspítalans viðurkenningu til að veita fullt sérnám. Vísir/vilhelm Ákvörðunin um það hvaða sérnám á að veita á Íslandi, hve margir eru skráðir í viðkomandi sérnám og að hve miklu leyti það er veitt hér eru grundvallarspurningar varðandi framtíðarskipulag heilbrigðiskerfisins,“ segir Tómas Þór Ágústsson, formaður framhaldsmenntunarráðs lækninga á Landspítala. Nú eru um 170 manns í sérnámi á Íslandi en í sumar fékk bráðalækningadeild Landspítala viðurkenningu mats- og hæfisnefndar heilbrigðisráðuneytisins til að veita fullt sérnám í bráðalækningum. Að sögn Tómasar hefur geta kerfisins hér til að veita sérnámsmenntun ekki verið formlega metin en það sé í vinnslu. „Þetta hefur verið greint innan spítalans og við áætlum að það þurfi að ráða að minnsta kosti 72 nýja sérnámslækna á ári til að viðhalda sama læknafjölda og í dag og fylgja þróun nágrannalandanna. Forsendur þessarar greiningar eru takmarkaðar og byggja meðal annars á núverandi fjölda sérfræðilækna og aldursdreifingu þeirra.“ Í fyrra voru ráðnir 58 nýir sérnámslæknar, langflestir í heimilislækningum og almennum lyflækningum. Tómas segir aðsóknina í sérnámið góða og sér fram á að námið muni halda áfram að vaxa. „Það er líka mikilvægt að átta sig á því að sama í hvaða sérnámi fólk er, þá er þetta fólkið í framlínunni á háskólasjúkrahúsinu. Þetta er fólkið sem er á vöktunum og sinnir sjúklingunum og er mjög mikilvægur hluti af mannafla spítalans.“ Tómas bendir á að á Íslandi sé aðeins eitt háskólasjúkrahús auk kennslusjúkrahúss á Akureyri. Um fyrirsjáanlega framtíð séu því aðeins burðir til að veita sérnám í grunnþáttum stærstu sérgreinanna eins og heimilislækninga, geðlækninga, almennra lyflækninga og nú bráðalækninga. „Það sem við þurfum á Íslandi næstu áratugina er fólk sem getur sinnt stærstu og algengustu vandamálunum sem geta samt verið flókin. Það er þetta sem við erum að búa til en undirsérgreinanám og flóknara sérnám erum við auðvitað ekki í stöðu til að veita,“ segir Tómas. Það hafi augljóslega jákvæð áhrif á gæði þjónustunnar að fólk sé að vinna í alþjóðlega viðurkenndu og vottuðu umhverfi. Fólk sem alist upp í slíku umhverfi sé miklu líklegra til að koma aftur heim og halda áfram að vinna innan þess kerfis. „Þetta leikur stórt hlutverk í framtíðarlöðun lækna og heilbrigðisstarfsfólks. Það er ekki hægt að reiða sig á heppni varðandi það hvaða fólk fer í hvaða sérgrein einhvers staðar í útlöndum og hverjir koma aftur heim. Það er ekki forsvaranlegt til lengri tíma þótt það hafi kannski virkað ágætlega hingað til.“ Hann segir að í sérnáminu hérlendis sé lögð mikil áhersla á samvinnu við virtar erlendar stofnanir. „Í dag er það í öllu sérnámi, nema í heimilislækningum og geðlækningum, að fólk þarf að taka hluta námsins erlendis. Við megum samt ekki gleyma því að við erum að mennta og þjálfa lækna fyrir Ísland. Þessi þjálfun verður að vera viðeigandi fyrir Ísland.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Ákvörðunin um það hvaða sérnám á að veita á Íslandi, hve margir eru skráðir í viðkomandi sérnám og að hve miklu leyti það er veitt hér eru grundvallarspurningar varðandi framtíðarskipulag heilbrigðiskerfisins,“ segir Tómas Þór Ágústsson, formaður framhaldsmenntunarráðs lækninga á Landspítala. Nú eru um 170 manns í sérnámi á Íslandi en í sumar fékk bráðalækningadeild Landspítala viðurkenningu mats- og hæfisnefndar heilbrigðisráðuneytisins til að veita fullt sérnám í bráðalækningum. Að sögn Tómasar hefur geta kerfisins hér til að veita sérnámsmenntun ekki verið formlega metin en það sé í vinnslu. „Þetta hefur verið greint innan spítalans og við áætlum að það þurfi að ráða að minnsta kosti 72 nýja sérnámslækna á ári til að viðhalda sama læknafjölda og í dag og fylgja þróun nágrannalandanna. Forsendur þessarar greiningar eru takmarkaðar og byggja meðal annars á núverandi fjölda sérfræðilækna og aldursdreifingu þeirra.“ Í fyrra voru ráðnir 58 nýir sérnámslæknar, langflestir í heimilislækningum og almennum lyflækningum. Tómas segir aðsóknina í sérnámið góða og sér fram á að námið muni halda áfram að vaxa. „Það er líka mikilvægt að átta sig á því að sama í hvaða sérnámi fólk er, þá er þetta fólkið í framlínunni á háskólasjúkrahúsinu. Þetta er fólkið sem er á vöktunum og sinnir sjúklingunum og er mjög mikilvægur hluti af mannafla spítalans.“ Tómas bendir á að á Íslandi sé aðeins eitt háskólasjúkrahús auk kennslusjúkrahúss á Akureyri. Um fyrirsjáanlega framtíð séu því aðeins burðir til að veita sérnám í grunnþáttum stærstu sérgreinanna eins og heimilislækninga, geðlækninga, almennra lyflækninga og nú bráðalækninga. „Það sem við þurfum á Íslandi næstu áratugina er fólk sem getur sinnt stærstu og algengustu vandamálunum sem geta samt verið flókin. Það er þetta sem við erum að búa til en undirsérgreinanám og flóknara sérnám erum við auðvitað ekki í stöðu til að veita,“ segir Tómas. Það hafi augljóslega jákvæð áhrif á gæði þjónustunnar að fólk sé að vinna í alþjóðlega viðurkenndu og vottuðu umhverfi. Fólk sem alist upp í slíku umhverfi sé miklu líklegra til að koma aftur heim og halda áfram að vinna innan þess kerfis. „Þetta leikur stórt hlutverk í framtíðarlöðun lækna og heilbrigðisstarfsfólks. Það er ekki hægt að reiða sig á heppni varðandi það hvaða fólk fer í hvaða sérgrein einhvers staðar í útlöndum og hverjir koma aftur heim. Það er ekki forsvaranlegt til lengri tíma þótt það hafi kannski virkað ágætlega hingað til.“ Hann segir að í sérnáminu hérlendis sé lögð mikil áhersla á samvinnu við virtar erlendar stofnanir. „Í dag er það í öllu sérnámi, nema í heimilislækningum og geðlækningum, að fólk þarf að taka hluta námsins erlendis. Við megum samt ekki gleyma því að við erum að mennta og þjálfa lækna fyrir Ísland. Þessi þjálfun verður að vera viðeigandi fyrir Ísland.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent