Á þriðja tímanum í dag barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um grunsamlegar mannaferðir í Kópavogi, hafði óprúttinn aðili þá verið á vappi í hverfinu og hafði stundað það að taka í hurðarhúna. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar.
Þá barst lögreglu þrjár tilkynningar um þjófnað úr verslun í miðborginni auk þess sem að tilkynningar bárust vegna fíkniefnaaksturs. Þá var brotist inn í húsnæði í Hafnarfirði og í Grafarvogi barst tilkynning um einstakling sem hafði tekið fullan dósapoka ófrjálsri hendi.
Þegar lögreglu bar að garði fleygði einstaklingurinn pokanum frá sér og komst undan á hlaupum. Húsráðandinn fékk að lokum dósapokann aftur.
