Segir Ísland áratugum á eftir í úrræðum fyrir heimilislausa Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. október 2019 20:00 Aðstandandi manns sem var heimilislaus til margra ára og lést á götunni segir Ísland áratugum á eftir nágrannaþjóðum í úrræðum. Formaður Velferðarráðs segir lykilatriði að ríkið komi að í fjármögnun til þess að hægt sé að taka á vanda heimilislausra. Borgarráð samþykkti í gær endurskoðaða stefnu í málefnum heimilislausra. Fjölga á skammtíma úrræðum en til langs tíma á varanlegt húsnæði að vera í boði fyrir hópinn. Á málþingi um heimilisleysi, kynnti framkvæmdastóri sjóðs um úrræði fyrir heimilislausa úrræði sem Finnar hafa boðið uppá en landið hefur staðið sig einna best í að mæta þörfum þessa hóps.Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar.Vísir/BaldurRíkið þarf að koma að málum Reykjavíkurborg ver í ár 1200 milljónum í þjónustu við heimilislausa. Aðgerðaráætlunin sem samþykkt í borgarráði í gær, og vísað var til borgarstjórnar, hljóðar upp á 1700 milljónir. Í Finnlandi kemur ríkið að verkefninu með myndarlegum hætti á fjármögnun þess sem formaður velferðarráðs segir að sé lykilatriði. „Að ríkið komi inn með mjög sterkkan fjárhagslegan stuðning við sveitarfélög sem glíma við þennan vanda. Byggja upp húsnæði og með úrræði og með heilbrigðisþjónustu. Sterkar löggæslu, neyslurými og ýmislegt annað sem að sveitarfélögin hreinlega geta ekki gert,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar.Gunnar Hilmarsson, frá Minningarsjóði Lofts Gunnarssonar.Vísir/BaldurÍsland áratugum á eftir nágrannalöndunum í úrræðum fyrir heimilislausa Aðstandandi Lofts Gunnarssonar sem var lengi heimilislaus segir að staða hans hafi ekki einungis bitnað á honum heldur fjölskyldunni allri. Hann segir Ísland áratugum á eftir þeirri hugmyndafræði sem Finnar hafa í úrræðum heimilislausra. Loftur lést langt fyrir aldur fram „Allavega miðað við það sem ég sá hjá þeim að þá erum við kannski 20-25 árum á eftir þeirra hugmyndafræði sem að snýst um lausnir, snýst um húsnæði, snýst um þjónustu og snýst um að koma fólki aftur út í lífið sem að er stóra verkefnið,“ segir Gunnar Hilmarsson, frá Minningarsjóði Lofts Gunnarssonar. Gunnar segir Reykjavíkurborg standi sig vel í málefnum heimilislausra en vinna þarf að því að útrýma fordómum gagnvart þessum hópi. „Ég er alveg sannfærður um það ef að Loftur hefði haft aðgang að úrræði eins og "Housing first" þar sem þar er veitt þjónusta og húsnæði þá væri hann ekki dáinn,“ segir Gunnar. Félagsmál Heilbrigðismál Húsnæðismál Reykjavík Tengdar fréttir Efla úrræði fyrir heimilislausa í Reykjavík Borgarráð samþykkti í dag endurskoðaða stefnu í málefnum heimilislausra. Skammtímaúrræðum verður fjölgað en til langs tíma á varanlegt húsnæði að vera í boði fyrir hópinn. Jafnframt samþykkti borgarráð tillögu um að bjóða út rekstur áfangaheimilis í Víðinesi. 10. október 2019 18:45 Enn í basli með að finna lóðir undir smáhýsi fyrir heimilislausa Enn hefur ekki verið fundin staðsetning fyrir öll þau 25 smáhýsi sem koma á upp fyrir heimilislausa. Hátt í áttatíu manns bíða eftir úrræði hjá borginni. 8. október 2019 17:50 Víðines verði áfangaheimili fyrir þá sem lokið hafa meðferð Borgaryfirvöld undirbúa nú tillögu sem miðar að því að komið verði á fót áfangaheimili í Víðinesi fyrir þá sem eru að koma úr áfengis- eða vímuefnameðferð. 7. október 2019 16:57 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Fleiri fréttir Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin Sjá meira
Aðstandandi manns sem var heimilislaus til margra ára og lést á götunni segir Ísland áratugum á eftir nágrannaþjóðum í úrræðum. Formaður Velferðarráðs segir lykilatriði að ríkið komi að í fjármögnun til þess að hægt sé að taka á vanda heimilislausra. Borgarráð samþykkti í gær endurskoðaða stefnu í málefnum heimilislausra. Fjölga á skammtíma úrræðum en til langs tíma á varanlegt húsnæði að vera í boði fyrir hópinn. Á málþingi um heimilisleysi, kynnti framkvæmdastóri sjóðs um úrræði fyrir heimilislausa úrræði sem Finnar hafa boðið uppá en landið hefur staðið sig einna best í að mæta þörfum þessa hóps.Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar.Vísir/BaldurRíkið þarf að koma að málum Reykjavíkurborg ver í ár 1200 milljónum í þjónustu við heimilislausa. Aðgerðaráætlunin sem samþykkt í borgarráði í gær, og vísað var til borgarstjórnar, hljóðar upp á 1700 milljónir. Í Finnlandi kemur ríkið að verkefninu með myndarlegum hætti á fjármögnun þess sem formaður velferðarráðs segir að sé lykilatriði. „Að ríkið komi inn með mjög sterkkan fjárhagslegan stuðning við sveitarfélög sem glíma við þennan vanda. Byggja upp húsnæði og með úrræði og með heilbrigðisþjónustu. Sterkar löggæslu, neyslurými og ýmislegt annað sem að sveitarfélögin hreinlega geta ekki gert,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar.Gunnar Hilmarsson, frá Minningarsjóði Lofts Gunnarssonar.Vísir/BaldurÍsland áratugum á eftir nágrannalöndunum í úrræðum fyrir heimilislausa Aðstandandi Lofts Gunnarssonar sem var lengi heimilislaus segir að staða hans hafi ekki einungis bitnað á honum heldur fjölskyldunni allri. Hann segir Ísland áratugum á eftir þeirri hugmyndafræði sem Finnar hafa í úrræðum heimilislausra. Loftur lést langt fyrir aldur fram „Allavega miðað við það sem ég sá hjá þeim að þá erum við kannski 20-25 árum á eftir þeirra hugmyndafræði sem að snýst um lausnir, snýst um húsnæði, snýst um þjónustu og snýst um að koma fólki aftur út í lífið sem að er stóra verkefnið,“ segir Gunnar Hilmarsson, frá Minningarsjóði Lofts Gunnarssonar. Gunnar segir Reykjavíkurborg standi sig vel í málefnum heimilislausra en vinna þarf að því að útrýma fordómum gagnvart þessum hópi. „Ég er alveg sannfærður um það ef að Loftur hefði haft aðgang að úrræði eins og "Housing first" þar sem þar er veitt þjónusta og húsnæði þá væri hann ekki dáinn,“ segir Gunnar.
Félagsmál Heilbrigðismál Húsnæðismál Reykjavík Tengdar fréttir Efla úrræði fyrir heimilislausa í Reykjavík Borgarráð samþykkti í dag endurskoðaða stefnu í málefnum heimilislausra. Skammtímaúrræðum verður fjölgað en til langs tíma á varanlegt húsnæði að vera í boði fyrir hópinn. Jafnframt samþykkti borgarráð tillögu um að bjóða út rekstur áfangaheimilis í Víðinesi. 10. október 2019 18:45 Enn í basli með að finna lóðir undir smáhýsi fyrir heimilislausa Enn hefur ekki verið fundin staðsetning fyrir öll þau 25 smáhýsi sem koma á upp fyrir heimilislausa. Hátt í áttatíu manns bíða eftir úrræði hjá borginni. 8. október 2019 17:50 Víðines verði áfangaheimili fyrir þá sem lokið hafa meðferð Borgaryfirvöld undirbúa nú tillögu sem miðar að því að komið verði á fót áfangaheimili í Víðinesi fyrir þá sem eru að koma úr áfengis- eða vímuefnameðferð. 7. október 2019 16:57 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Fleiri fréttir Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin Sjá meira
Efla úrræði fyrir heimilislausa í Reykjavík Borgarráð samþykkti í dag endurskoðaða stefnu í málefnum heimilislausra. Skammtímaúrræðum verður fjölgað en til langs tíma á varanlegt húsnæði að vera í boði fyrir hópinn. Jafnframt samþykkti borgarráð tillögu um að bjóða út rekstur áfangaheimilis í Víðinesi. 10. október 2019 18:45
Enn í basli með að finna lóðir undir smáhýsi fyrir heimilislausa Enn hefur ekki verið fundin staðsetning fyrir öll þau 25 smáhýsi sem koma á upp fyrir heimilislausa. Hátt í áttatíu manns bíða eftir úrræði hjá borginni. 8. október 2019 17:50
Víðines verði áfangaheimili fyrir þá sem lokið hafa meðferð Borgaryfirvöld undirbúa nú tillögu sem miðar að því að komið verði á fót áfangaheimili í Víðinesi fyrir þá sem eru að koma úr áfengis- eða vímuefnameðferð. 7. október 2019 16:57