Kúrdar ná samkomulagi við Assad Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. október 2019 20:48 Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, sendir hersveitir sínar til norðurhluta Sýrlands til að koma Kúrdum til aðstoðar. getty/Ulrich Baumgarten/The Asahi Shimbun Kúrdar hafa samið við ríkisstjórn Sýrlands undir forystu Bashar Hafez al-Assad um að herlið stjórnarinnar muni aðstoða Kúrda við að hrekja hersveitir, sem studdar eru af Tyrkjum, frá norðurhluta Sýrlands. Fyrr í dag sluppu meira en 700 fangar úr fangabúðunum, Ayn Issa, í norðurhluta Sýrlands en flestir þeirra eru stuðningsmenn hryðjuverkasamtaka sem kenna sig við íslamskt ríki, ISIS. Áhyggjur hafa vaknað að þetta muni stuðla að sterkari stöðu ISIS á svæðinu og mögulegri endurkomu samtakanna.Sjá einnig: Stuðningsmenn ISIS flýja fangabúðir í Sýrlandi Hermenn Kúrda munu framselja landamærabæina Manbij og Kobane til yfirvalda í Damaskus samkvæmt samningi sem Rússar hafa milligöngu í. Þetta sögðu yfirvöld í Sýrlandi á sunnudagskvöld. Sýrlenska ríkisútvarpið greindi frá því að nokkrar hersveitir úr her Bashar al-Assad væru á leið norður til að svara tyrkneskum árásarmönnum sem væru á sýrlensku landi. Óstaðfestar fregnir segja einnig frá því að samningurinn á milli Kúrdanna og ríkisstjórnarinnar ætti við um allan norðausturhluta Sýrlands. „Við gerðum allt sem við gátum, við báðum um hjálp alþjóðasamfélagsins… en það varð ekki til þess að málið leystist. Við hvöttum kúrdíska hópa til að sýna stuðning en enginn hlustaði,“ sagði Ismat Sheikh Hassan, leiðtogi hernaðarráðsins í Kobane í samtali við fréttamiðla á svæðinu. Samningurinn mun líklega binda endi á fimm ára hálf-sjálfsstjórn Kúrda í norðausturhluta Sýrlands og er það vegna árásar Tyrklands á svæðið. Tyrkland hóf innrás á miðvikudag eftir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, tilkynnti að bandarískar hersveitir myndu yfirgefa svæðið. Hersveitir Kúrda á svæðinu, eða Sýrlenski lýðræðisherinn, hafa fengið fjárstyrki og verið þjálfaðir af Bandaríkjunum til að berjast gegn ISIS síðan árið 2015. Nú í mars hafði þeim loks tekist að hrekja hryðjuverkamennina af svæðinu en þá höfðu 11 þúsund kúrdískir hermenn fallið í baráttunni. Tyrkir hins vegar telja stærsta hernaðarhóp Sýrlenska lýðræðishersins, kúrdíska YPG, vera hryðjuverkasamtök sem ekki sé hægt að aðskilja frá verkamannaflokki Kúrdistan (PKK). PKK hefur verið í uppreisn gegn tyrkneska ríkinu í áratugi. Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Kúrdísk stjórnmálakona tekin af lífi Hermenn studdir af tyrkneskum yfirvöldum leiða nú árásir inn í sýrlenskar landamæraborgir og bæi með landvinninga fyrir augum. Einn slíkur hópur tók í gær níu almenna borgara af lífi, en meðal þeirra var kúrdísk stjórnmálakona. 13. október 2019 09:03 Tyrkir ná landamæraborg á sitt vald Tyrkneski herinn hefur náð sýrlensku landamæraborginni Ras al-Ayn á sitt vald, um er að ræða stærstu og mikilvægustu landvinninga Tyrkja síðan að innrás í Sýrland hófst 9. október síðastliðinn 12. október 2019 16:45 Tyrkir miða á fangelsi sem vista ISIS-liða Landhernaður hafinn í Kúrdahéröðum Sýrlands. Tyrkir hafa þegar náð smábæjum við landamærin og mannfall eykst með hverjum klukkutímanum. 11. október 2019 08:00 Tyrkir verði beittir viðskiptaþvingunum Repúblikanar á Bandaríkjaþingi áforma nú smíði lagafrumvarps sem felur í sér að Tyrkir verði beittir viðskiptaþvingunum vegna innrásárinnar í Kúrdahéruð Sýrlands. 11. október 2019 08:45 Merkel bað Erdogan um að hætta við innrásina Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, ræddi símleiðis við tyrkneska forsetann Recep Tayyip Erdogan í dag. 13. október 2019 14:55 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Kúrdar hafa samið við ríkisstjórn Sýrlands undir forystu Bashar Hafez al-Assad um að herlið stjórnarinnar muni aðstoða Kúrda við að hrekja hersveitir, sem studdar eru af Tyrkjum, frá norðurhluta Sýrlands. Fyrr í dag sluppu meira en 700 fangar úr fangabúðunum, Ayn Issa, í norðurhluta Sýrlands en flestir þeirra eru stuðningsmenn hryðjuverkasamtaka sem kenna sig við íslamskt ríki, ISIS. Áhyggjur hafa vaknað að þetta muni stuðla að sterkari stöðu ISIS á svæðinu og mögulegri endurkomu samtakanna.Sjá einnig: Stuðningsmenn ISIS flýja fangabúðir í Sýrlandi Hermenn Kúrda munu framselja landamærabæina Manbij og Kobane til yfirvalda í Damaskus samkvæmt samningi sem Rússar hafa milligöngu í. Þetta sögðu yfirvöld í Sýrlandi á sunnudagskvöld. Sýrlenska ríkisútvarpið greindi frá því að nokkrar hersveitir úr her Bashar al-Assad væru á leið norður til að svara tyrkneskum árásarmönnum sem væru á sýrlensku landi. Óstaðfestar fregnir segja einnig frá því að samningurinn á milli Kúrdanna og ríkisstjórnarinnar ætti við um allan norðausturhluta Sýrlands. „Við gerðum allt sem við gátum, við báðum um hjálp alþjóðasamfélagsins… en það varð ekki til þess að málið leystist. Við hvöttum kúrdíska hópa til að sýna stuðning en enginn hlustaði,“ sagði Ismat Sheikh Hassan, leiðtogi hernaðarráðsins í Kobane í samtali við fréttamiðla á svæðinu. Samningurinn mun líklega binda endi á fimm ára hálf-sjálfsstjórn Kúrda í norðausturhluta Sýrlands og er það vegna árásar Tyrklands á svæðið. Tyrkland hóf innrás á miðvikudag eftir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, tilkynnti að bandarískar hersveitir myndu yfirgefa svæðið. Hersveitir Kúrda á svæðinu, eða Sýrlenski lýðræðisherinn, hafa fengið fjárstyrki og verið þjálfaðir af Bandaríkjunum til að berjast gegn ISIS síðan árið 2015. Nú í mars hafði þeim loks tekist að hrekja hryðjuverkamennina af svæðinu en þá höfðu 11 þúsund kúrdískir hermenn fallið í baráttunni. Tyrkir hins vegar telja stærsta hernaðarhóp Sýrlenska lýðræðishersins, kúrdíska YPG, vera hryðjuverkasamtök sem ekki sé hægt að aðskilja frá verkamannaflokki Kúrdistan (PKK). PKK hefur verið í uppreisn gegn tyrkneska ríkinu í áratugi.
Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Kúrdísk stjórnmálakona tekin af lífi Hermenn studdir af tyrkneskum yfirvöldum leiða nú árásir inn í sýrlenskar landamæraborgir og bæi með landvinninga fyrir augum. Einn slíkur hópur tók í gær níu almenna borgara af lífi, en meðal þeirra var kúrdísk stjórnmálakona. 13. október 2019 09:03 Tyrkir ná landamæraborg á sitt vald Tyrkneski herinn hefur náð sýrlensku landamæraborginni Ras al-Ayn á sitt vald, um er að ræða stærstu og mikilvægustu landvinninga Tyrkja síðan að innrás í Sýrland hófst 9. október síðastliðinn 12. október 2019 16:45 Tyrkir miða á fangelsi sem vista ISIS-liða Landhernaður hafinn í Kúrdahéröðum Sýrlands. Tyrkir hafa þegar náð smábæjum við landamærin og mannfall eykst með hverjum klukkutímanum. 11. október 2019 08:00 Tyrkir verði beittir viðskiptaþvingunum Repúblikanar á Bandaríkjaþingi áforma nú smíði lagafrumvarps sem felur í sér að Tyrkir verði beittir viðskiptaþvingunum vegna innrásárinnar í Kúrdahéruð Sýrlands. 11. október 2019 08:45 Merkel bað Erdogan um að hætta við innrásina Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, ræddi símleiðis við tyrkneska forsetann Recep Tayyip Erdogan í dag. 13. október 2019 14:55 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Kúrdísk stjórnmálakona tekin af lífi Hermenn studdir af tyrkneskum yfirvöldum leiða nú árásir inn í sýrlenskar landamæraborgir og bæi með landvinninga fyrir augum. Einn slíkur hópur tók í gær níu almenna borgara af lífi, en meðal þeirra var kúrdísk stjórnmálakona. 13. október 2019 09:03
Tyrkir ná landamæraborg á sitt vald Tyrkneski herinn hefur náð sýrlensku landamæraborginni Ras al-Ayn á sitt vald, um er að ræða stærstu og mikilvægustu landvinninga Tyrkja síðan að innrás í Sýrland hófst 9. október síðastliðinn 12. október 2019 16:45
Tyrkir miða á fangelsi sem vista ISIS-liða Landhernaður hafinn í Kúrdahéröðum Sýrlands. Tyrkir hafa þegar náð smábæjum við landamærin og mannfall eykst með hverjum klukkutímanum. 11. október 2019 08:00
Tyrkir verði beittir viðskiptaþvingunum Repúblikanar á Bandaríkjaþingi áforma nú smíði lagafrumvarps sem felur í sér að Tyrkir verði beittir viðskiptaþvingunum vegna innrásárinnar í Kúrdahéruð Sýrlands. 11. október 2019 08:45
Merkel bað Erdogan um að hætta við innrásina Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, ræddi símleiðis við tyrkneska forsetann Recep Tayyip Erdogan í dag. 13. október 2019 14:55