Kúrdar ná samkomulagi við Assad Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. október 2019 20:48 Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, sendir hersveitir sínar til norðurhluta Sýrlands til að koma Kúrdum til aðstoðar. getty/Ulrich Baumgarten/The Asahi Shimbun Kúrdar hafa samið við ríkisstjórn Sýrlands undir forystu Bashar Hafez al-Assad um að herlið stjórnarinnar muni aðstoða Kúrda við að hrekja hersveitir, sem studdar eru af Tyrkjum, frá norðurhluta Sýrlands. Fyrr í dag sluppu meira en 700 fangar úr fangabúðunum, Ayn Issa, í norðurhluta Sýrlands en flestir þeirra eru stuðningsmenn hryðjuverkasamtaka sem kenna sig við íslamskt ríki, ISIS. Áhyggjur hafa vaknað að þetta muni stuðla að sterkari stöðu ISIS á svæðinu og mögulegri endurkomu samtakanna.Sjá einnig: Stuðningsmenn ISIS flýja fangabúðir í Sýrlandi Hermenn Kúrda munu framselja landamærabæina Manbij og Kobane til yfirvalda í Damaskus samkvæmt samningi sem Rússar hafa milligöngu í. Þetta sögðu yfirvöld í Sýrlandi á sunnudagskvöld. Sýrlenska ríkisútvarpið greindi frá því að nokkrar hersveitir úr her Bashar al-Assad væru á leið norður til að svara tyrkneskum árásarmönnum sem væru á sýrlensku landi. Óstaðfestar fregnir segja einnig frá því að samningurinn á milli Kúrdanna og ríkisstjórnarinnar ætti við um allan norðausturhluta Sýrlands. „Við gerðum allt sem við gátum, við báðum um hjálp alþjóðasamfélagsins… en það varð ekki til þess að málið leystist. Við hvöttum kúrdíska hópa til að sýna stuðning en enginn hlustaði,“ sagði Ismat Sheikh Hassan, leiðtogi hernaðarráðsins í Kobane í samtali við fréttamiðla á svæðinu. Samningurinn mun líklega binda endi á fimm ára hálf-sjálfsstjórn Kúrda í norðausturhluta Sýrlands og er það vegna árásar Tyrklands á svæðið. Tyrkland hóf innrás á miðvikudag eftir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, tilkynnti að bandarískar hersveitir myndu yfirgefa svæðið. Hersveitir Kúrda á svæðinu, eða Sýrlenski lýðræðisherinn, hafa fengið fjárstyrki og verið þjálfaðir af Bandaríkjunum til að berjast gegn ISIS síðan árið 2015. Nú í mars hafði þeim loks tekist að hrekja hryðjuverkamennina af svæðinu en þá höfðu 11 þúsund kúrdískir hermenn fallið í baráttunni. Tyrkir hins vegar telja stærsta hernaðarhóp Sýrlenska lýðræðishersins, kúrdíska YPG, vera hryðjuverkasamtök sem ekki sé hægt að aðskilja frá verkamannaflokki Kúrdistan (PKK). PKK hefur verið í uppreisn gegn tyrkneska ríkinu í áratugi. Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Kúrdísk stjórnmálakona tekin af lífi Hermenn studdir af tyrkneskum yfirvöldum leiða nú árásir inn í sýrlenskar landamæraborgir og bæi með landvinninga fyrir augum. Einn slíkur hópur tók í gær níu almenna borgara af lífi, en meðal þeirra var kúrdísk stjórnmálakona. 13. október 2019 09:03 Tyrkir ná landamæraborg á sitt vald Tyrkneski herinn hefur náð sýrlensku landamæraborginni Ras al-Ayn á sitt vald, um er að ræða stærstu og mikilvægustu landvinninga Tyrkja síðan að innrás í Sýrland hófst 9. október síðastliðinn 12. október 2019 16:45 Tyrkir miða á fangelsi sem vista ISIS-liða Landhernaður hafinn í Kúrdahéröðum Sýrlands. Tyrkir hafa þegar náð smábæjum við landamærin og mannfall eykst með hverjum klukkutímanum. 11. október 2019 08:00 Tyrkir verði beittir viðskiptaþvingunum Repúblikanar á Bandaríkjaþingi áforma nú smíði lagafrumvarps sem felur í sér að Tyrkir verði beittir viðskiptaþvingunum vegna innrásárinnar í Kúrdahéruð Sýrlands. 11. október 2019 08:45 Merkel bað Erdogan um að hætta við innrásina Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, ræddi símleiðis við tyrkneska forsetann Recep Tayyip Erdogan í dag. 13. október 2019 14:55 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Sjá meira
Kúrdar hafa samið við ríkisstjórn Sýrlands undir forystu Bashar Hafez al-Assad um að herlið stjórnarinnar muni aðstoða Kúrda við að hrekja hersveitir, sem studdar eru af Tyrkjum, frá norðurhluta Sýrlands. Fyrr í dag sluppu meira en 700 fangar úr fangabúðunum, Ayn Issa, í norðurhluta Sýrlands en flestir þeirra eru stuðningsmenn hryðjuverkasamtaka sem kenna sig við íslamskt ríki, ISIS. Áhyggjur hafa vaknað að þetta muni stuðla að sterkari stöðu ISIS á svæðinu og mögulegri endurkomu samtakanna.Sjá einnig: Stuðningsmenn ISIS flýja fangabúðir í Sýrlandi Hermenn Kúrda munu framselja landamærabæina Manbij og Kobane til yfirvalda í Damaskus samkvæmt samningi sem Rússar hafa milligöngu í. Þetta sögðu yfirvöld í Sýrlandi á sunnudagskvöld. Sýrlenska ríkisútvarpið greindi frá því að nokkrar hersveitir úr her Bashar al-Assad væru á leið norður til að svara tyrkneskum árásarmönnum sem væru á sýrlensku landi. Óstaðfestar fregnir segja einnig frá því að samningurinn á milli Kúrdanna og ríkisstjórnarinnar ætti við um allan norðausturhluta Sýrlands. „Við gerðum allt sem við gátum, við báðum um hjálp alþjóðasamfélagsins… en það varð ekki til þess að málið leystist. Við hvöttum kúrdíska hópa til að sýna stuðning en enginn hlustaði,“ sagði Ismat Sheikh Hassan, leiðtogi hernaðarráðsins í Kobane í samtali við fréttamiðla á svæðinu. Samningurinn mun líklega binda endi á fimm ára hálf-sjálfsstjórn Kúrda í norðausturhluta Sýrlands og er það vegna árásar Tyrklands á svæðið. Tyrkland hóf innrás á miðvikudag eftir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, tilkynnti að bandarískar hersveitir myndu yfirgefa svæðið. Hersveitir Kúrda á svæðinu, eða Sýrlenski lýðræðisherinn, hafa fengið fjárstyrki og verið þjálfaðir af Bandaríkjunum til að berjast gegn ISIS síðan árið 2015. Nú í mars hafði þeim loks tekist að hrekja hryðjuverkamennina af svæðinu en þá höfðu 11 þúsund kúrdískir hermenn fallið í baráttunni. Tyrkir hins vegar telja stærsta hernaðarhóp Sýrlenska lýðræðishersins, kúrdíska YPG, vera hryðjuverkasamtök sem ekki sé hægt að aðskilja frá verkamannaflokki Kúrdistan (PKK). PKK hefur verið í uppreisn gegn tyrkneska ríkinu í áratugi.
Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Kúrdísk stjórnmálakona tekin af lífi Hermenn studdir af tyrkneskum yfirvöldum leiða nú árásir inn í sýrlenskar landamæraborgir og bæi með landvinninga fyrir augum. Einn slíkur hópur tók í gær níu almenna borgara af lífi, en meðal þeirra var kúrdísk stjórnmálakona. 13. október 2019 09:03 Tyrkir ná landamæraborg á sitt vald Tyrkneski herinn hefur náð sýrlensku landamæraborginni Ras al-Ayn á sitt vald, um er að ræða stærstu og mikilvægustu landvinninga Tyrkja síðan að innrás í Sýrland hófst 9. október síðastliðinn 12. október 2019 16:45 Tyrkir miða á fangelsi sem vista ISIS-liða Landhernaður hafinn í Kúrdahéröðum Sýrlands. Tyrkir hafa þegar náð smábæjum við landamærin og mannfall eykst með hverjum klukkutímanum. 11. október 2019 08:00 Tyrkir verði beittir viðskiptaþvingunum Repúblikanar á Bandaríkjaþingi áforma nú smíði lagafrumvarps sem felur í sér að Tyrkir verði beittir viðskiptaþvingunum vegna innrásárinnar í Kúrdahéruð Sýrlands. 11. október 2019 08:45 Merkel bað Erdogan um að hætta við innrásina Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, ræddi símleiðis við tyrkneska forsetann Recep Tayyip Erdogan í dag. 13. október 2019 14:55 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Sjá meira
Kúrdísk stjórnmálakona tekin af lífi Hermenn studdir af tyrkneskum yfirvöldum leiða nú árásir inn í sýrlenskar landamæraborgir og bæi með landvinninga fyrir augum. Einn slíkur hópur tók í gær níu almenna borgara af lífi, en meðal þeirra var kúrdísk stjórnmálakona. 13. október 2019 09:03
Tyrkir ná landamæraborg á sitt vald Tyrkneski herinn hefur náð sýrlensku landamæraborginni Ras al-Ayn á sitt vald, um er að ræða stærstu og mikilvægustu landvinninga Tyrkja síðan að innrás í Sýrland hófst 9. október síðastliðinn 12. október 2019 16:45
Tyrkir miða á fangelsi sem vista ISIS-liða Landhernaður hafinn í Kúrdahéröðum Sýrlands. Tyrkir hafa þegar náð smábæjum við landamærin og mannfall eykst með hverjum klukkutímanum. 11. október 2019 08:00
Tyrkir verði beittir viðskiptaþvingunum Repúblikanar á Bandaríkjaþingi áforma nú smíði lagafrumvarps sem felur í sér að Tyrkir verði beittir viðskiptaþvingunum vegna innrásárinnar í Kúrdahéruð Sýrlands. 11. október 2019 08:45
Merkel bað Erdogan um að hætta við innrásina Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, ræddi símleiðis við tyrkneska forsetann Recep Tayyip Erdogan í dag. 13. október 2019 14:55