Assad-liðar mættir á átakasvæði Samúel Karl Ólason skrifar 14. október 2019 07:45 Fregnir af borist af því að fjöldi ISIS-liða hafi flúið úr fangelsum þar sem þeir voru í haldi sýrlenskra Kúrda. Þá hafa fregnir einnig borist af miklu mannfalli meðal almennra borgara og því að vopnaðar sveitir uppreisnarmanna, sem Tyrkir styðja, hafi framið ýmiss ódæði á sókn þeirra. Þeir hafi til dæmis birt myndiefni af grimmilegum aftökum. EPA/ERDEM SAHIN Hermenn og vopnaðar sveitir hliðhollar Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, eru komnir á yfirráðasvæði sýrlenskra Kúrda í norðausturhluta Sýrlands. Þangað fóru þeir eftir að samkomulag náðist á milli sýrlenskra Kúrda, sem hafa átt í átökum við Tyrki og vopnaðar sveitir sem þeir styðja. Um mikinn sigur er að ræða fyrir Assad, Rússa og Íran og eru þessar vendingar til marks um endalok sjálfsstjórnarsvæðis Kúrda á svæðinu. Bandaríkin, sem slitu stuðningi sínum við sýrlenska Kúrda og bandamenn þeirra í Sýrlenska lýðræðishernum, eru að flytja alla hermenn sína af svæðinu. Það hafa yfirvöld Frakklands ákveðið að gera líka. Hersveitir beggja ríkja voru í Sýrlandi til að berjast gegn vígamönnum Íslamska ríkisins en sú barátta hefur nú alfarið verið stöðvuð. Fregnir af borist af því að fjöldi ISIS-liða hafi flúið úr fangelsum þar sem þeir voru í haldi sýrlenskra Kúrda. Þá hafa fregnir einnig borist af miklu mannfalli meðal almennra borgara og því að vopnaðar sveitir uppreisnarmanna, sem Tyrkir styðja, hafi framið ýmiss ódæði á sókn þeirra. Þeir hafi til dæmis birt myndiefni af grimmilegum aftökum. Forsvarsmenn hópsins sem mennirnir tilheyra hafa sagt að málið verði rannsakað en þeir hafa einnig skipað meðlimum sínum að hætta að taka myndbönd og birta á netinu.Sjá einnig: Kúrdísk stjórnmálakona tekin af lífiHermenn Bandaríkjanna, um 30 talsins, byrjuðu á því að yfirgefa svæði sem Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, sagði að ætti að verða tiltekið öryggissvæði. Um er að ræða svæði sem nær 30 kílómetra suður frá landamærum Tyrklands og Sýrlands og segjast Tyrkir ætla að senda einhverja af þeim 3,6 milljónum sýrlenskra flóttamanna sem eru í Tyrklandi á svæðið. Sveitir Tyrkja eru þó víða komnar mun sunnar en það. Eftir að vopnaðar sveitir Tyrkja slitu birgðalínur bandarískra hermanna, tilkynnti Mark Esper, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefði fyrirskipað brottflutning þeirra um þúsund hermanna sem þar eru. Hann sagði ekki berum orðum að þeir myndu yfirgefa Sýrland en AP fréttaveitan segir útlit fyrir að svo sé að fara.Bandaríkin eiga einnig smáa herstöð við landamæri Sýrlands og Jórdaníu en ekki liggur fyrir hvort einnig standi til að yfirgefa hana. Hernaðaryfirvöldum Bandaríkjanna hefur lengi þótt viðvera bandarískra hermanna í norðausturhluta Sýrlands mikilvæg og sérstaklega með tilliti til þess að sporna gegn áhrifum Íran í Sýrlandi en þau hafa stutt Assad um árabil. Yfirvöld Ísrael hafa stutt það og þá vegna þess að þeir vilja ekki að Íran nái landtengingu við Líbanon, sem mun gera Írönum auðveldara að flytja vopn og birgðir til vígamanna Hezbollah. Á síðustu árum hafa Ísraelar gert fjölda árása á skotmörk í Sýrlandi og segja þeir þessar árásir beinast gegn Hezbollah. Esper sagði í gær að Bandaríkin hefðu ekki átt aðra kosti en að hörfa undan sókn Tyrkja en þeir hafa verið harðlega gagnrýndir vegna þessa. Hann sagði sýrlenska Kúrda hafa verið góða bandamenn en Bandaríkin hefðu aldrei samþykkt að berjast með þeim gegn Tyrkjum. Þá sagði hann Erdogan hafa gert öllum ljóst að innrásin myndi eiga sér stað, þó bandarískir hermenn yrðu í vegi hennar eða ekki. Í gær birti Trump þó tíst sem hægt er að kalla nokkurs konar orðasalat, en þar sagði hann að Kúrdar og Tyrkir hefðu barist sína á milli um árabil og að Tyrkir líti á Verkamannaflokk Kúrda, PKK, sem háð hefur áralanga uppreisn í Tyrklandi, sem verstu hryðjuverkamenn heimsins. Tyrkir segja sýrlenska Kúrda, YPG, vera systursamtök PKK og styðja þá. „Kannski vilja aðrir koma og berjast fyrir mismunandi fylkingar. Leyfum þeim það! Við erum að fylgjast náið með ástandinu. Endalaus stríð!“ sagði forsetinn meðal annars......The Kurds and Turkey have been fighting for many years. Turkey considers the PKK the worst terrorists of all. Others may want to come in and fight for one side or the other. Let them! We are monitoring the situation closely. Endless Wars!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 13, 2019 Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Segir Íslendinga eiga að hætta við leikinn gegn Tyrkjum Illugi Jökulsson, rithöfundur og samfélagsrýnir, kallar eftir því að Ísland hætti við leikinn gegn Tyrkjum í nóvember, vegna aðgerða Tyrklands í Sýrlandi. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir engar aðgerðir af hálfu sambandsins vera í vændum. 13. október 2019 11:54 Þjóðarleiðtogar beina gagnrýni að Erdogan – tjá sig ekki um Trump Forseti Frakklands og kanslari Þýskalands fordæmdu í gær hernað Tyrkja í norðurhluta Sýrlands. Ákvörðun Bandaríkjaforseta um að senda herlið sitt heim mætir því helst gagnrýni heima fyrir. Átökin fara enn harðnandi. 14. október 2019 06:30 Kúrdar ná samkomulagi við Assad Kúrdar hafa samið við ríkisstjórn Sýrlands undir forystu Bashar Hafez al-Assad um að herlið stjórnarinnar muni aðstoða Kúrda við að hrekja hersveitir, sem studdar eru af Tyrkjum, frá norðurhluta Sýrlands. 13. október 2019 20:48 Merkel bað Erdogan um að hætta við innrásina Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, ræddi símleiðis við tyrkneska forsetann Recep Tayyip Erdogan í dag. 13. október 2019 14:55 Stuðningsmenn ISIS flýja fangabúðir í Sýrlandi Hundruð stuðningsmanna hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki, ISIS, flúðu úr fangabúðum í norðurhluta Sýrlands á sunnudag á meðan á átökum stóð á milli innrásarhersveita, sem studdar eru af tyrkneskum yfirvöldum, og Kúrda. 13. október 2019 18:11 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Hermenn og vopnaðar sveitir hliðhollar Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, eru komnir á yfirráðasvæði sýrlenskra Kúrda í norðausturhluta Sýrlands. Þangað fóru þeir eftir að samkomulag náðist á milli sýrlenskra Kúrda, sem hafa átt í átökum við Tyrki og vopnaðar sveitir sem þeir styðja. Um mikinn sigur er að ræða fyrir Assad, Rússa og Íran og eru þessar vendingar til marks um endalok sjálfsstjórnarsvæðis Kúrda á svæðinu. Bandaríkin, sem slitu stuðningi sínum við sýrlenska Kúrda og bandamenn þeirra í Sýrlenska lýðræðishernum, eru að flytja alla hermenn sína af svæðinu. Það hafa yfirvöld Frakklands ákveðið að gera líka. Hersveitir beggja ríkja voru í Sýrlandi til að berjast gegn vígamönnum Íslamska ríkisins en sú barátta hefur nú alfarið verið stöðvuð. Fregnir af borist af því að fjöldi ISIS-liða hafi flúið úr fangelsum þar sem þeir voru í haldi sýrlenskra Kúrda. Þá hafa fregnir einnig borist af miklu mannfalli meðal almennra borgara og því að vopnaðar sveitir uppreisnarmanna, sem Tyrkir styðja, hafi framið ýmiss ódæði á sókn þeirra. Þeir hafi til dæmis birt myndiefni af grimmilegum aftökum. Forsvarsmenn hópsins sem mennirnir tilheyra hafa sagt að málið verði rannsakað en þeir hafa einnig skipað meðlimum sínum að hætta að taka myndbönd og birta á netinu.Sjá einnig: Kúrdísk stjórnmálakona tekin af lífiHermenn Bandaríkjanna, um 30 talsins, byrjuðu á því að yfirgefa svæði sem Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, sagði að ætti að verða tiltekið öryggissvæði. Um er að ræða svæði sem nær 30 kílómetra suður frá landamærum Tyrklands og Sýrlands og segjast Tyrkir ætla að senda einhverja af þeim 3,6 milljónum sýrlenskra flóttamanna sem eru í Tyrklandi á svæðið. Sveitir Tyrkja eru þó víða komnar mun sunnar en það. Eftir að vopnaðar sveitir Tyrkja slitu birgðalínur bandarískra hermanna, tilkynnti Mark Esper, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefði fyrirskipað brottflutning þeirra um þúsund hermanna sem þar eru. Hann sagði ekki berum orðum að þeir myndu yfirgefa Sýrland en AP fréttaveitan segir útlit fyrir að svo sé að fara.Bandaríkin eiga einnig smáa herstöð við landamæri Sýrlands og Jórdaníu en ekki liggur fyrir hvort einnig standi til að yfirgefa hana. Hernaðaryfirvöldum Bandaríkjanna hefur lengi þótt viðvera bandarískra hermanna í norðausturhluta Sýrlands mikilvæg og sérstaklega með tilliti til þess að sporna gegn áhrifum Íran í Sýrlandi en þau hafa stutt Assad um árabil. Yfirvöld Ísrael hafa stutt það og þá vegna þess að þeir vilja ekki að Íran nái landtengingu við Líbanon, sem mun gera Írönum auðveldara að flytja vopn og birgðir til vígamanna Hezbollah. Á síðustu árum hafa Ísraelar gert fjölda árása á skotmörk í Sýrlandi og segja þeir þessar árásir beinast gegn Hezbollah. Esper sagði í gær að Bandaríkin hefðu ekki átt aðra kosti en að hörfa undan sókn Tyrkja en þeir hafa verið harðlega gagnrýndir vegna þessa. Hann sagði sýrlenska Kúrda hafa verið góða bandamenn en Bandaríkin hefðu aldrei samþykkt að berjast með þeim gegn Tyrkjum. Þá sagði hann Erdogan hafa gert öllum ljóst að innrásin myndi eiga sér stað, þó bandarískir hermenn yrðu í vegi hennar eða ekki. Í gær birti Trump þó tíst sem hægt er að kalla nokkurs konar orðasalat, en þar sagði hann að Kúrdar og Tyrkir hefðu barist sína á milli um árabil og að Tyrkir líti á Verkamannaflokk Kúrda, PKK, sem háð hefur áralanga uppreisn í Tyrklandi, sem verstu hryðjuverkamenn heimsins. Tyrkir segja sýrlenska Kúrda, YPG, vera systursamtök PKK og styðja þá. „Kannski vilja aðrir koma og berjast fyrir mismunandi fylkingar. Leyfum þeim það! Við erum að fylgjast náið með ástandinu. Endalaus stríð!“ sagði forsetinn meðal annars......The Kurds and Turkey have been fighting for many years. Turkey considers the PKK the worst terrorists of all. Others may want to come in and fight for one side or the other. Let them! We are monitoring the situation closely. Endless Wars!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 13, 2019
Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Segir Íslendinga eiga að hætta við leikinn gegn Tyrkjum Illugi Jökulsson, rithöfundur og samfélagsrýnir, kallar eftir því að Ísland hætti við leikinn gegn Tyrkjum í nóvember, vegna aðgerða Tyrklands í Sýrlandi. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir engar aðgerðir af hálfu sambandsins vera í vændum. 13. október 2019 11:54 Þjóðarleiðtogar beina gagnrýni að Erdogan – tjá sig ekki um Trump Forseti Frakklands og kanslari Þýskalands fordæmdu í gær hernað Tyrkja í norðurhluta Sýrlands. Ákvörðun Bandaríkjaforseta um að senda herlið sitt heim mætir því helst gagnrýni heima fyrir. Átökin fara enn harðnandi. 14. október 2019 06:30 Kúrdar ná samkomulagi við Assad Kúrdar hafa samið við ríkisstjórn Sýrlands undir forystu Bashar Hafez al-Assad um að herlið stjórnarinnar muni aðstoða Kúrda við að hrekja hersveitir, sem studdar eru af Tyrkjum, frá norðurhluta Sýrlands. 13. október 2019 20:48 Merkel bað Erdogan um að hætta við innrásina Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, ræddi símleiðis við tyrkneska forsetann Recep Tayyip Erdogan í dag. 13. október 2019 14:55 Stuðningsmenn ISIS flýja fangabúðir í Sýrlandi Hundruð stuðningsmanna hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki, ISIS, flúðu úr fangabúðum í norðurhluta Sýrlands á sunnudag á meðan á átökum stóð á milli innrásarhersveita, sem studdar eru af tyrkneskum yfirvöldum, og Kúrda. 13. október 2019 18:11 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Segir Íslendinga eiga að hætta við leikinn gegn Tyrkjum Illugi Jökulsson, rithöfundur og samfélagsrýnir, kallar eftir því að Ísland hætti við leikinn gegn Tyrkjum í nóvember, vegna aðgerða Tyrklands í Sýrlandi. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir engar aðgerðir af hálfu sambandsins vera í vændum. 13. október 2019 11:54
Þjóðarleiðtogar beina gagnrýni að Erdogan – tjá sig ekki um Trump Forseti Frakklands og kanslari Þýskalands fordæmdu í gær hernað Tyrkja í norðurhluta Sýrlands. Ákvörðun Bandaríkjaforseta um að senda herlið sitt heim mætir því helst gagnrýni heima fyrir. Átökin fara enn harðnandi. 14. október 2019 06:30
Kúrdar ná samkomulagi við Assad Kúrdar hafa samið við ríkisstjórn Sýrlands undir forystu Bashar Hafez al-Assad um að herlið stjórnarinnar muni aðstoða Kúrda við að hrekja hersveitir, sem studdar eru af Tyrkjum, frá norðurhluta Sýrlands. 13. október 2019 20:48
Merkel bað Erdogan um að hætta við innrásina Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, ræddi símleiðis við tyrkneska forsetann Recep Tayyip Erdogan í dag. 13. október 2019 14:55
Stuðningsmenn ISIS flýja fangabúðir í Sýrlandi Hundruð stuðningsmanna hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki, ISIS, flúðu úr fangabúðum í norðurhluta Sýrlands á sunnudag á meðan á átökum stóð á milli innrásarhersveita, sem studdar eru af tyrkneskum yfirvöldum, og Kúrda. 13. október 2019 18:11