Xi hótar krömdum líkömum og muldum beinum Gunnar Reynir Valþórsson og Samúel Karl Ólason skrifa 14. október 2019 08:51 Xi Jingping, forseti Kína. AP/Bikash Dware Forseti Kína, Xi Jinping varaði landsmenn sína við afleiðingum þess að sýna mótþróa og gera tilraunir til að aðskilja svæði í Kína. Í ræðu sem hann hélt í opinberri heimsókn til Nepal sagði hann að allar slíkar tilraunir muni enda með því að „líkamar verði kramdir og bein mulin,“ eins og hann orðaði það. Greint var frá ræðunni á kínverska ríkismiðlinum CCTV og mun hann hafa sagt þetta á fundi sínum og KP Sharma Oli, forsætisráðherra Nepal. Forsetinn nefndi ekkert eitt svæði í ræðu sinni en almennt er talið að hann hafi verið að beina orðum sínum að mótmælendum í Hong Kong sem hafa farið mikinn síðustu vikur og mánuði. Hong Kong er sjálfstjórnarhérað í Kína en íbúar þar hafa undanfarið krafist meira frelsis frá meginlandinu. Forsetinn hefur enn sem komið er lítið sem ekkert tjáð sig um mótmælin í Hong Kong og því er litið á ummælin sem sterka viðvörun um að Kínversk stjórnvöld ætli ekki að sitja aðgerðarlaus hjá mikið lengur, heldur láta til skarar skríða gegn mótmælendunum. Mótmælendur hafa lengi óttast að hermenn verði sendir gegn þeim til viðbótar við lögreglu. Samkvæmt BBC telja greinendur það hins vegar ólíklegt.Stjórnvöld vestrænna ríkja hafa gagnrýnt yfirvöld Kína fyrir aðgerðir lögreglu gegn mótmælendum. Sky News vitnar til dæmis í Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, sem sagði að Bretar myndu ekki líta undan á meðan verið væri að berja mótmælendur. Þá hefur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagt að erfitt verði að semja við Kínverja vegna viðskipta, ef „eitthvað slæmt“ gerist varðandi mótmælin.Sjá einnig: Beita þvingunum vegna mannréttindabrota í XinjiangMótmælin í Hong Kong hafa staðið yfir frá því í júní. Minnst 2.300 hafa verið handteknir en átök á milli mótmælenda og lögreglu hafa verið að aukast. Lögreglan hefur verið sökuð um að lumbra á mótmælendum og hefur minnst einn verið skotinn. Þá hafa mótmælendur veist að lögreglu og kastað bensínsprengjum, svo eitthvað sé nefnt. Hong Kong Kína Nepal Tengdar fréttir Varaði við því að herinn gæti gripið í taumana Carrie Lam, leiðtogi Hong Kong, sem er sjálfstjórnarhérað í Kína, varaði við því í morgun að kínverski herinn gæti blandað sér í leikinn ef mótmælin í borginni aukast enn frekar. 8. október 2019 07:16 Táningur sem skotinn var af lögreglu ákærður fyrir óeirðir og árás Hinn 18 ára gamli Tsang Chi-kin var skotinn af lögregluþjóni og er sagður í stöðugu ástandi eftir skurðaðgerð. 3. október 2019 08:55 Minntust fallinna félaga í Hong Kong Aukinn skriðþungi virðist kominn í bæði mótmælin og aðgerðir lögreglu. 7. október 2019 18:45 Ráðist á opinberar byggingar og verslanir í Hong Kong Óeirðir voru á götum Hong Kong fyrr í dag þar sem fjöldi fólks kom saman til að mótmæla yfirvöldum. 6. október 2019 17:31 Útilokar ekki afskipti kínverskra stjórnvalda í Hong Kong Æðsti embættismaður Hong Kong útilokar ekki að biðja kínversku ríkisstjórnina um aðstoð við að kveða niður mótmælahreyfinguna sem hefur haft sig mjög í frammi á sjálfstjórnarsvæðinu undanfarna mánuði. 8. október 2019 19:15 Yfirvöld Hong Kong banna grímur Carrie Lam æðsti embættismaður Hong Kong, sem er sjálfstjórnarhérað í Kína, beitti í morgun neyðarlögum frá tímum nýlendustjórnar Breta og bannaði almenningi að hylja andlit sín með grímum. 4. október 2019 08:28 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira
Forseti Kína, Xi Jinping varaði landsmenn sína við afleiðingum þess að sýna mótþróa og gera tilraunir til að aðskilja svæði í Kína. Í ræðu sem hann hélt í opinberri heimsókn til Nepal sagði hann að allar slíkar tilraunir muni enda með því að „líkamar verði kramdir og bein mulin,“ eins og hann orðaði það. Greint var frá ræðunni á kínverska ríkismiðlinum CCTV og mun hann hafa sagt þetta á fundi sínum og KP Sharma Oli, forsætisráðherra Nepal. Forsetinn nefndi ekkert eitt svæði í ræðu sinni en almennt er talið að hann hafi verið að beina orðum sínum að mótmælendum í Hong Kong sem hafa farið mikinn síðustu vikur og mánuði. Hong Kong er sjálfstjórnarhérað í Kína en íbúar þar hafa undanfarið krafist meira frelsis frá meginlandinu. Forsetinn hefur enn sem komið er lítið sem ekkert tjáð sig um mótmælin í Hong Kong og því er litið á ummælin sem sterka viðvörun um að Kínversk stjórnvöld ætli ekki að sitja aðgerðarlaus hjá mikið lengur, heldur láta til skarar skríða gegn mótmælendunum. Mótmælendur hafa lengi óttast að hermenn verði sendir gegn þeim til viðbótar við lögreglu. Samkvæmt BBC telja greinendur það hins vegar ólíklegt.Stjórnvöld vestrænna ríkja hafa gagnrýnt yfirvöld Kína fyrir aðgerðir lögreglu gegn mótmælendum. Sky News vitnar til dæmis í Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, sem sagði að Bretar myndu ekki líta undan á meðan verið væri að berja mótmælendur. Þá hefur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagt að erfitt verði að semja við Kínverja vegna viðskipta, ef „eitthvað slæmt“ gerist varðandi mótmælin.Sjá einnig: Beita þvingunum vegna mannréttindabrota í XinjiangMótmælin í Hong Kong hafa staðið yfir frá því í júní. Minnst 2.300 hafa verið handteknir en átök á milli mótmælenda og lögreglu hafa verið að aukast. Lögreglan hefur verið sökuð um að lumbra á mótmælendum og hefur minnst einn verið skotinn. Þá hafa mótmælendur veist að lögreglu og kastað bensínsprengjum, svo eitthvað sé nefnt.
Hong Kong Kína Nepal Tengdar fréttir Varaði við því að herinn gæti gripið í taumana Carrie Lam, leiðtogi Hong Kong, sem er sjálfstjórnarhérað í Kína, varaði við því í morgun að kínverski herinn gæti blandað sér í leikinn ef mótmælin í borginni aukast enn frekar. 8. október 2019 07:16 Táningur sem skotinn var af lögreglu ákærður fyrir óeirðir og árás Hinn 18 ára gamli Tsang Chi-kin var skotinn af lögregluþjóni og er sagður í stöðugu ástandi eftir skurðaðgerð. 3. október 2019 08:55 Minntust fallinna félaga í Hong Kong Aukinn skriðþungi virðist kominn í bæði mótmælin og aðgerðir lögreglu. 7. október 2019 18:45 Ráðist á opinberar byggingar og verslanir í Hong Kong Óeirðir voru á götum Hong Kong fyrr í dag þar sem fjöldi fólks kom saman til að mótmæla yfirvöldum. 6. október 2019 17:31 Útilokar ekki afskipti kínverskra stjórnvalda í Hong Kong Æðsti embættismaður Hong Kong útilokar ekki að biðja kínversku ríkisstjórnina um aðstoð við að kveða niður mótmælahreyfinguna sem hefur haft sig mjög í frammi á sjálfstjórnarsvæðinu undanfarna mánuði. 8. október 2019 19:15 Yfirvöld Hong Kong banna grímur Carrie Lam æðsti embættismaður Hong Kong, sem er sjálfstjórnarhérað í Kína, beitti í morgun neyðarlögum frá tímum nýlendustjórnar Breta og bannaði almenningi að hylja andlit sín með grímum. 4. október 2019 08:28 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira
Varaði við því að herinn gæti gripið í taumana Carrie Lam, leiðtogi Hong Kong, sem er sjálfstjórnarhérað í Kína, varaði við því í morgun að kínverski herinn gæti blandað sér í leikinn ef mótmælin í borginni aukast enn frekar. 8. október 2019 07:16
Táningur sem skotinn var af lögreglu ákærður fyrir óeirðir og árás Hinn 18 ára gamli Tsang Chi-kin var skotinn af lögregluþjóni og er sagður í stöðugu ástandi eftir skurðaðgerð. 3. október 2019 08:55
Minntust fallinna félaga í Hong Kong Aukinn skriðþungi virðist kominn í bæði mótmælin og aðgerðir lögreglu. 7. október 2019 18:45
Ráðist á opinberar byggingar og verslanir í Hong Kong Óeirðir voru á götum Hong Kong fyrr í dag þar sem fjöldi fólks kom saman til að mótmæla yfirvöldum. 6. október 2019 17:31
Útilokar ekki afskipti kínverskra stjórnvalda í Hong Kong Æðsti embættismaður Hong Kong útilokar ekki að biðja kínversku ríkisstjórnina um aðstoð við að kveða niður mótmælahreyfinguna sem hefur haft sig mjög í frammi á sjálfstjórnarsvæðinu undanfarna mánuði. 8. október 2019 19:15
Yfirvöld Hong Kong banna grímur Carrie Lam æðsti embættismaður Hong Kong, sem er sjálfstjórnarhérað í Kína, beitti í morgun neyðarlögum frá tímum nýlendustjórnar Breta og bannaði almenningi að hylja andlit sín með grímum. 4. október 2019 08:28