Foreldrar verði á varðbergi gagnvart illkvitnum hrekkjum Birgir Olgeirsson skrifar 14. október 2019 22:15 Foreldrar eru áhyggjufullir vegna illkvittins hrekks sem gengur út á að losa hjól undan reiðhjólum barna. Alvarleg slys hafa orðið vegna þessa og lítur lögregla málið alvarlegum augum. Eru foreldrar hvattir til að brýna fyrir börnum að athuga vel með hjól sín. Þórunn Lárusdóttir leikkona greindi frá því í september að sonur hennar hefði tvíhandabrotnað eftir þennan hrekk. Faðir í Garðabæ greindi sömuleiðis frá því að átt hefði verið við hjól sonar hans sem slasaðist sem betur fer ekki.Á þriðjudag slasaðist drengur á tólfta ári alvarlega í Þorlákshöfn þegar eftir að hjólin höfðu verið losuð á reiðhjóli hans. Féll drengurinn af hjólinu með þeim afleiðingum að tönn brotnaði og hlaut hann stóran skurð á hökuna. Lögreglan hefur málið til rannsóknar og lítur það mjög alvarlegum augum. Heimili og skóli, landssamtök foreldra, hafa ályktað um þessi illvirki og hvatt foreldra til að vera á varðbergi. „Við vitum um þrjú alvarleg slys sem hafa orðið vegna þess að það hefur verið átt við reiðhjól, bæði fyrir utan skóla og íþróttahús. Við viljum endilega beina því til foreldra að tala við börnin sín. Bæði ekki að vera að fikta í hjólum og eins að fara með börnum yfir grundvallaratriði á hjólunum þeirra áður en þau fara af stað. Toga í bremsur, sjá að þær virki. Og horfa á „quick release-in á reiðhjólunum, að þau séu sett alltaf á sama máta og athuga hvort þau séu laus, segir Þröstur Jónasson, varaformaður Heimilis og skóla. Hann segir foreldra áhyggjufulla og vonar að þeir sem þetta gera hugsi sinn gang. „Ég vona að þetta sé meira óvitaskapur og fikt. En þetta er mjög alvarlegt mál, ég held að flestir sem einhvern tímann stíga upp á reiðhjól átti sig á því að þig langar ekkert að missa hjólið undan.“ Garðabær Lögreglumál Ölfus Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira
Foreldrar eru áhyggjufullir vegna illkvittins hrekks sem gengur út á að losa hjól undan reiðhjólum barna. Alvarleg slys hafa orðið vegna þessa og lítur lögregla málið alvarlegum augum. Eru foreldrar hvattir til að brýna fyrir börnum að athuga vel með hjól sín. Þórunn Lárusdóttir leikkona greindi frá því í september að sonur hennar hefði tvíhandabrotnað eftir þennan hrekk. Faðir í Garðabæ greindi sömuleiðis frá því að átt hefði verið við hjól sonar hans sem slasaðist sem betur fer ekki.Á þriðjudag slasaðist drengur á tólfta ári alvarlega í Þorlákshöfn þegar eftir að hjólin höfðu verið losuð á reiðhjóli hans. Féll drengurinn af hjólinu með þeim afleiðingum að tönn brotnaði og hlaut hann stóran skurð á hökuna. Lögreglan hefur málið til rannsóknar og lítur það mjög alvarlegum augum. Heimili og skóli, landssamtök foreldra, hafa ályktað um þessi illvirki og hvatt foreldra til að vera á varðbergi. „Við vitum um þrjú alvarleg slys sem hafa orðið vegna þess að það hefur verið átt við reiðhjól, bæði fyrir utan skóla og íþróttahús. Við viljum endilega beina því til foreldra að tala við börnin sín. Bæði ekki að vera að fikta í hjólum og eins að fara með börnum yfir grundvallaratriði á hjólunum þeirra áður en þau fara af stað. Toga í bremsur, sjá að þær virki. Og horfa á „quick release-in á reiðhjólunum, að þau séu sett alltaf á sama máta og athuga hvort þau séu laus, segir Þröstur Jónasson, varaformaður Heimilis og skóla. Hann segir foreldra áhyggjufulla og vonar að þeir sem þetta gera hugsi sinn gang. „Ég vona að þetta sé meira óvitaskapur og fikt. En þetta er mjög alvarlegt mál, ég held að flestir sem einhvern tímann stíga upp á reiðhjól átti sig á því að þig langar ekkert að missa hjólið undan.“
Garðabær Lögreglumál Ölfus Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira