Skjólstæðingarnir vilji frekar fá þjónustu heima hjá sér en að liggja inn á deildum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. október 2019 17:07 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri staðfestu samkomulagið og samstarfsyfirlýsinguna við undirritun í dag. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstarfið marka tímamót og engan vafa leika á því að það muni efla og bæta þjónustu geðheilsuteymanna við notendur. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins og Reykjavíkurborg hafa gert með sér samstarfsyfirlýsingu ásamt samningi sem kveður á um þátttöku þjónustumiðstöðva velferðarsviðs í verkefnum geðheilsuteyma heilsugæslunnar í Reykjavík. Óskar Reykdalsson, forstjóri heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að um nýmæli sé að ræða. „Það er svolítið verið að brjóta niður múra og byggja brýr með því að auka samstarf geðheilsuteyma með þátttöku borgarinnar. Það er verið að sjá til þess að þeir starfsmenn sem eru að sinna sömu sjúklingum séu saman og vinni saman að betra heilbrigðiskerfi og betri þjónustu fyrir sjúklingana,“ segir Óskar sem bætir við. „Þetta er í sjálfu sér mjög víða í gangi innan heilbrigðiskerfisins en með óformlegum hætti, eins og samstarf skóla og heilsugæslu eða heilsugæslu og annars stigs þjónustu en hér er fyrst og fremst verið að formgera þetta, sem eru svolítil tímamót. “ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri staðfestu samkomulagið og samstarfsyfirlýsinguna við undirritun í dag. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstarfið marka tímamót og engan vafa leika á því að það muni efla og bæta þjónustu geðheilsuteymanna við notendur. Óskar segir að verkefnið sé að fyrirmynd geðheilsuteymis Breiðholts. „Þetta byrjaði í rauninni upp í Breiðholti með geðheilsuteymi Breiðholts þar sem fyrst var borgin eingöngu með þetta og síðan færðist þetta yfir í heilsugæsluna og svo er verið að efla þjónustuna enn frekar með auknu samstarfi, þar er svona grunnurinn að þessu.“Heldurðu að skjólstæðingarnir muni finna fyrir þessu?„Já, ég held það. Geðheilsuteymin eru sérstaklega góð með þetta í huga. Þau eru að sinna fólki og koma í veg fyrir að það leggist inn á spítalann, þar af leiðandi er þetta annars stigs þjónusta sem er svona mitt á milli hefðbundinnar heilsugæslu og sjúkrahússþjónustu. Með því að efla samtarf á milli borgarinnar, sveitarfélaganna, sjúkrahússins og heilsugæslunnar þá getum við tryggt það að halda sjúklingunum lengur heima og síðar inn á deildum. Það hefur sýnt sig að fólkið okkar er ánægt með það. Sjúklingarnir eru ánægðir með að þurfa ekki að liggja inn á deildum eins og var meira í gamla daga þegar Kleppur var og hét sem nánast einhvers konar heimili fólks og Kópavogshæli og svoleiðis staðir.“Vilja skjólstæðingarnir frekar vera heima?„Já sækja þjónustuna, eða fá þjónustuna heim, allt eftir þörfum einstaklingsins til þess að bæta líðan hans. Það hefur sýnt sig að það er jafn góð þjónusta eða betri og fólk er ánægðara með þetta heldur en að vera upp á deildum. Með auknu samstarfi á milli eininganna getum við gert þessa þjónustu ennþá betri,“ segir Óskar. Alþingi Heilbrigðismál Reykjavík Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins og Reykjavíkurborg hafa gert með sér samstarfsyfirlýsingu ásamt samningi sem kveður á um þátttöku þjónustumiðstöðva velferðarsviðs í verkefnum geðheilsuteyma heilsugæslunnar í Reykjavík. Óskar Reykdalsson, forstjóri heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að um nýmæli sé að ræða. „Það er svolítið verið að brjóta niður múra og byggja brýr með því að auka samstarf geðheilsuteyma með þátttöku borgarinnar. Það er verið að sjá til þess að þeir starfsmenn sem eru að sinna sömu sjúklingum séu saman og vinni saman að betra heilbrigðiskerfi og betri þjónustu fyrir sjúklingana,“ segir Óskar sem bætir við. „Þetta er í sjálfu sér mjög víða í gangi innan heilbrigðiskerfisins en með óformlegum hætti, eins og samstarf skóla og heilsugæslu eða heilsugæslu og annars stigs þjónustu en hér er fyrst og fremst verið að formgera þetta, sem eru svolítil tímamót. “ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri staðfestu samkomulagið og samstarfsyfirlýsinguna við undirritun í dag. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstarfið marka tímamót og engan vafa leika á því að það muni efla og bæta þjónustu geðheilsuteymanna við notendur. Óskar segir að verkefnið sé að fyrirmynd geðheilsuteymis Breiðholts. „Þetta byrjaði í rauninni upp í Breiðholti með geðheilsuteymi Breiðholts þar sem fyrst var borgin eingöngu með þetta og síðan færðist þetta yfir í heilsugæsluna og svo er verið að efla þjónustuna enn frekar með auknu samstarfi, þar er svona grunnurinn að þessu.“Heldurðu að skjólstæðingarnir muni finna fyrir þessu?„Já, ég held það. Geðheilsuteymin eru sérstaklega góð með þetta í huga. Þau eru að sinna fólki og koma í veg fyrir að það leggist inn á spítalann, þar af leiðandi er þetta annars stigs þjónusta sem er svona mitt á milli hefðbundinnar heilsugæslu og sjúkrahússþjónustu. Með því að efla samtarf á milli borgarinnar, sveitarfélaganna, sjúkrahússins og heilsugæslunnar þá getum við tryggt það að halda sjúklingunum lengur heima og síðar inn á deildum. Það hefur sýnt sig að fólkið okkar er ánægt með það. Sjúklingarnir eru ánægðir með að þurfa ekki að liggja inn á deildum eins og var meira í gamla daga þegar Kleppur var og hét sem nánast einhvers konar heimili fólks og Kópavogshæli og svoleiðis staðir.“Vilja skjólstæðingarnir frekar vera heima?„Já sækja þjónustuna, eða fá þjónustuna heim, allt eftir þörfum einstaklingsins til þess að bæta líðan hans. Það hefur sýnt sig að það er jafn góð þjónusta eða betri og fólk er ánægðara með þetta heldur en að vera upp á deildum. Með auknu samstarfi á milli eininganna getum við gert þessa þjónustu ennþá betri,“ segir Óskar.
Alþingi Heilbrigðismál Reykjavík Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira