Steinar hefur sett fram hugmynd sem gengur út á að sporna við fæti gegn þeim óhuganlegu slysum sem frá hefur verið greint að undanförnu sem felast í því að dekk hjóla eru losuð þannig að reiðhjólamenn, oft börn og unglingar, steypast á höfuðið. Oft með skelfilegum afleiðingum. Hugmyndin gengur út á að herða dragbönd úr plasti um augað á stönginni sem er flýtiherðing dekks og um gaffalinn.
Arminn má festa með plastbensli
Steinar birtir mynd af því hvernig þetta virkar og lætur fylgja með orðsendingu:„Í ljósi þess að mikið hefur verið fjallað um þann ljóta leik að losa um rær á reiðhjólum þá langar mig að henda hérna inn smá hugmynd sem ég tel að geti aukið öryggi barnanna.
Þetta getur hjálpað börnunum að sjá í fljótu bragði hvort átt hafi verið við arminn á rónni.

Óhugnaður ríkir innan Langholtsskóla
Steinar segir að þessi dragbönd megi fá í flestum byggingavöruverslunum, þá í rafmagnsdeildinni, enda er þetta mikið notað af rafvirkjum til að hemja. Steinar segir myndina sýna minni gerð af dragböndum en stærri gerðirnar eru mjög sterkar.„Ég hef sett svona á hjólið hjá syni mínum og beðið hann um að fylgjast með hvort þetta sé ekki óhreyft áður en hann notar hjólið.“
Steinar segist gera sér grein fyrir því að þetta bragð sé í sjálfu sér ekki að fara að laga neina óæskilega hegðun eins né neins.

Steinar herðir reglulega upp á festingum á dekkjum hjóls sonar síns sem er í Langholtsskóla. En, einn félagi sonar hans, eða krakki sem hann kannast við, lenti í þessu.
„Þá skoðaði ég hjól sonar míns. Ég var að nota svona strapper og hugmyndin kviknaði.“
Steinar segir það rétt að nokkur óhugnaður ríki vegna þessa í Langholtsskóla. Þar hafi barn lent í þessu og hefur mikið verið um það rætt á Facebookvegg foreldrafélagsins þar.