Skortir lagaheimildir fyrir þvingunarrúrræðum sem beitt er á geðdeild Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. október 2019 15:50 Geðsvið Landspítalans á Kleppi. Vísir/Vilhelm Fullnægjandi lagaheimildir eru ekki til staðar í íslenskri löggjöf til að taka ákvarðanir gagnvart frelsissviptum einstaklingum á geðheilbrigðisstofnunum sem geta falið í sér inngrip í réttindi sem varin eru í stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Þetta kemur fram í skýrslu umboðsmanns Alþingis sem nú hefur verið birt á vef embættisins. Stjórnvöldum er gefinn frestur til 1. maí 2020 til að bregðast við.Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku. Umboðsmaður kemst að þeirri niðurstöðu að þótt sjúklingur sé frelsissviptur á grundvelli lögræðislaga eða dóms, veiti það starfsmönnum geðheilbrigðisstofnana þó ekki sjálfkrafa heimild til að skerða réttindi sjúklinga. Skýrslan er sú fyrsta sem embætti umboðsmanns birtir á grundvelli OPCAT-eftirlitsins svokallaða, en umboðsmanni var falið það verkefni að annast eftirlitið eftir að Ísland fullgilti valfrjálsa bókun við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. Skýrslan byggist á niðurstöðum úr eftirlitsheimsóknum á þrjár lokaðar deildir geðsviðs Landspítalans á Kleppi í Reykjavík, réttargeðdeild, öryggisgeðdeild og sérhæfða endurhæfingargeðdeild en þar hafa einstaklingar jafnan verið vistaðir án samþykkis að því er segir í frétt á vef umboðsmanns. Tilmælum beint til þriggja ráðherra Fram kemur þó að almennt búi sjúklingar á deildunum þremur við góðan aðbúnað. Afþreying og endurhæfing sé almennt í góðu horfi og mönnun í lagi. Þó eru sett fram nokkrar ábendingar og tilmæli í skýrslunni. Bent er á að á Íslandi sé ekki til staðar sérstök geðheilbrigðislöggjöf, ólíkt því sem gerist á Norðurlöndum. Umboðsmaður komst einnig að því við athugun sína að vistun og meðferð sjúklinga sem glíma við alvarlegan geðrænan vanda feli í sér frávik frá meginreglum um sjálfsákvörðunarrétt sjúklinga miðað við núverandi framkvæmd. „Þrátt fyrir að ekki verði séð að sjúklingar þar séu beittir ómannlegri eða vanvirðandi meðferð verði ekki fram hjá því litið að ráðstafanir sem kunni að skerða stjórnarskrárvarin réttindi einstaklinga verði að eiga sér fullnægjandi lagastoð,“ segir meðal annars í frétt á vef umboðsmanns um málið. Þar til úr þessu verði bætt beinir umboðsmaður þeim tilmælum til Landspítalans að taka skipulag og starfsemi deildanna til skoðunar. Tilmælum er jafnframt beint til heilbrigðisráðherra og dómsmálaráðherra um lagaleg álitaefni. Þá er athygli félagsmálaráðherra enn fremur vakin á því að skortur sé á félagslegum búsetuúrræðum sem getur valdið því að vistun fólks á spítalanum geti orðið lengri og þungbærari en ella. Heilbrigðismál Landspítalinn Mannréttindi Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Fullnægjandi lagaheimildir eru ekki til staðar í íslenskri löggjöf til að taka ákvarðanir gagnvart frelsissviptum einstaklingum á geðheilbrigðisstofnunum sem geta falið í sér inngrip í réttindi sem varin eru í stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Þetta kemur fram í skýrslu umboðsmanns Alþingis sem nú hefur verið birt á vef embættisins. Stjórnvöldum er gefinn frestur til 1. maí 2020 til að bregðast við.Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku. Umboðsmaður kemst að þeirri niðurstöðu að þótt sjúklingur sé frelsissviptur á grundvelli lögræðislaga eða dóms, veiti það starfsmönnum geðheilbrigðisstofnana þó ekki sjálfkrafa heimild til að skerða réttindi sjúklinga. Skýrslan er sú fyrsta sem embætti umboðsmanns birtir á grundvelli OPCAT-eftirlitsins svokallaða, en umboðsmanni var falið það verkefni að annast eftirlitið eftir að Ísland fullgilti valfrjálsa bókun við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. Skýrslan byggist á niðurstöðum úr eftirlitsheimsóknum á þrjár lokaðar deildir geðsviðs Landspítalans á Kleppi í Reykjavík, réttargeðdeild, öryggisgeðdeild og sérhæfða endurhæfingargeðdeild en þar hafa einstaklingar jafnan verið vistaðir án samþykkis að því er segir í frétt á vef umboðsmanns. Tilmælum beint til þriggja ráðherra Fram kemur þó að almennt búi sjúklingar á deildunum þremur við góðan aðbúnað. Afþreying og endurhæfing sé almennt í góðu horfi og mönnun í lagi. Þó eru sett fram nokkrar ábendingar og tilmæli í skýrslunni. Bent er á að á Íslandi sé ekki til staðar sérstök geðheilbrigðislöggjöf, ólíkt því sem gerist á Norðurlöndum. Umboðsmaður komst einnig að því við athugun sína að vistun og meðferð sjúklinga sem glíma við alvarlegan geðrænan vanda feli í sér frávik frá meginreglum um sjálfsákvörðunarrétt sjúklinga miðað við núverandi framkvæmd. „Þrátt fyrir að ekki verði séð að sjúklingar þar séu beittir ómannlegri eða vanvirðandi meðferð verði ekki fram hjá því litið að ráðstafanir sem kunni að skerða stjórnarskrárvarin réttindi einstaklinga verði að eiga sér fullnægjandi lagastoð,“ segir meðal annars í frétt á vef umboðsmanns um málið. Þar til úr þessu verði bætt beinir umboðsmaður þeim tilmælum til Landspítalans að taka skipulag og starfsemi deildanna til skoðunar. Tilmælum er jafnframt beint til heilbrigðisráðherra og dómsmálaráðherra um lagaleg álitaefni. Þá er athygli félagsmálaráðherra enn fremur vakin á því að skortur sé á félagslegum búsetuúrræðum sem getur valdið því að vistun fólks á spítalanum geti orðið lengri og þungbærari en ella.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mannréttindi Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira