Iðnaðarráðherra segir að bæta þurfi dreifikerfi raforku Heimir Már Pétursson skrifar 16. október 2019 19:30 Iðnaðarráðherra segir ekki hafa gengið nógu vel að byggja upp dreifikerfi raforku í landinu. Hægt sé að auka samkeppni í raforkumálum án þess að selja orkufyrirtæki í opinberri eigu eða dreifikerfið. Samtök iðnaðarins kalla eftir aðgerðum til að auka samkeppni á orkumarkaði. Samtök iðnaðarins boðuðu til fundar með iðnaðarráðherra og hagsmunaaðilum í dag í tilefni útkomu rits samtakanna um íslenska raforku. Þar eru kynntar níu tillögur sem miða eiga að því að auka samkeppni á raforkumarkaði og þar með samkeppnishæfni fyrirtækja og einstakra svæða á landinu. Guðrún hafsteinsdóttir formaður Samtaka iðnaðarins segir meðal annars lagt til að skilið verði á milli eignartengsla Landsvirkjunar og Landsnets og fyrirtækjum verði heimilað að selja aftur út í dreifikerfið umframorku þau það nýtir ekki. „Við leggjum einnig til að ríkið komi að því að koma hér á virkari raforkumarkaði. Við erum líka að hvetja ríkið til að koma að málaflokknum með grænum sköttum. Sem yrði þá hvatning til fyrirtækja til að gera enn betur,“ segir Guðrún. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir iðnaðarráðherra segir grundvallaratriði að hafa nægjanlegt framboð á raforku og í því samhengi sé vaxandi áhugi á vindorku. „Sem að ég held að sé jákvætt og sé góður kostur. Við eigum erum að vinna stíft í því að klára að svara ákveðnum spurningum um það. Hvernig á regluverið að líta út, í hvaða ferli eiga slíkar umsóknir að fara. Það er eitt. Svo erum við að tala um að jafna dreifikostnað raforku. Sem mér finnst vera mikið þjóðþrifamál og sanngirnismál,“ segir Þórdís Kolbrún. Ísland sé nú þegar samkeppnishæft í verði á raforku eins og sjá megi á fjölda álvera og vaxandi áhuga á að setja upp gagnaver í landinu. Þá hafi aldrei verið gengið eins langt og nú við að skilja af Landsvirkjun og Landsnet en bæta þurfi dreifikerfið. „Það hefur auðvitað ekki gengið nægjanlega vel að byggja upp flutningskerfi raforku. En við vitum alveg að það eru ákveðnar framkvæmdir sem ganga þokkalega núna eins og Kröflulína. En það eru aðrar línur sem eru mikilvægar í þeim efnum,“ segir iðnaðarráðherra. Það sé hægt að auka samkeppni í raforku án þess að selja eignir ríkisins. „En við erum ekki að fara að selja nein orkufyrirtæki sem í dag eru í ríkiseigu. Ekki heldur hvorki Landsnet né einhverjar dreifiveitur. Það er ekkert slíkt á dagskrá,“ segir Þórdís Kolbrún. Byggðamál Orkumál Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Iðnaðarráðherra segir ekki hafa gengið nógu vel að byggja upp dreifikerfi raforku í landinu. Hægt sé að auka samkeppni í raforkumálum án þess að selja orkufyrirtæki í opinberri eigu eða dreifikerfið. Samtök iðnaðarins kalla eftir aðgerðum til að auka samkeppni á orkumarkaði. Samtök iðnaðarins boðuðu til fundar með iðnaðarráðherra og hagsmunaaðilum í dag í tilefni útkomu rits samtakanna um íslenska raforku. Þar eru kynntar níu tillögur sem miða eiga að því að auka samkeppni á raforkumarkaði og þar með samkeppnishæfni fyrirtækja og einstakra svæða á landinu. Guðrún hafsteinsdóttir formaður Samtaka iðnaðarins segir meðal annars lagt til að skilið verði á milli eignartengsla Landsvirkjunar og Landsnets og fyrirtækjum verði heimilað að selja aftur út í dreifikerfið umframorku þau það nýtir ekki. „Við leggjum einnig til að ríkið komi að því að koma hér á virkari raforkumarkaði. Við erum líka að hvetja ríkið til að koma að málaflokknum með grænum sköttum. Sem yrði þá hvatning til fyrirtækja til að gera enn betur,“ segir Guðrún. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir iðnaðarráðherra segir grundvallaratriði að hafa nægjanlegt framboð á raforku og í því samhengi sé vaxandi áhugi á vindorku. „Sem að ég held að sé jákvætt og sé góður kostur. Við eigum erum að vinna stíft í því að klára að svara ákveðnum spurningum um það. Hvernig á regluverið að líta út, í hvaða ferli eiga slíkar umsóknir að fara. Það er eitt. Svo erum við að tala um að jafna dreifikostnað raforku. Sem mér finnst vera mikið þjóðþrifamál og sanngirnismál,“ segir Þórdís Kolbrún. Ísland sé nú þegar samkeppnishæft í verði á raforku eins og sjá megi á fjölda álvera og vaxandi áhuga á að setja upp gagnaver í landinu. Þá hafi aldrei verið gengið eins langt og nú við að skilja af Landsvirkjun og Landsnet en bæta þurfi dreifikerfið. „Það hefur auðvitað ekki gengið nægjanlega vel að byggja upp flutningskerfi raforku. En við vitum alveg að það eru ákveðnar framkvæmdir sem ganga þokkalega núna eins og Kröflulína. En það eru aðrar línur sem eru mikilvægar í þeim efnum,“ segir iðnaðarráðherra. Það sé hægt að auka samkeppni í raforku án þess að selja eignir ríkisins. „En við erum ekki að fara að selja nein orkufyrirtæki sem í dag eru í ríkiseigu. Ekki heldur hvorki Landsnet né einhverjar dreifiveitur. Það er ekkert slíkt á dagskrá,“ segir Þórdís Kolbrún.
Byggðamál Orkumál Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira