Iðnaðarráðherra segir að bæta þurfi dreifikerfi raforku Heimir Már Pétursson skrifar 16. október 2019 19:30 Iðnaðarráðherra segir ekki hafa gengið nógu vel að byggja upp dreifikerfi raforku í landinu. Hægt sé að auka samkeppni í raforkumálum án þess að selja orkufyrirtæki í opinberri eigu eða dreifikerfið. Samtök iðnaðarins kalla eftir aðgerðum til að auka samkeppni á orkumarkaði. Samtök iðnaðarins boðuðu til fundar með iðnaðarráðherra og hagsmunaaðilum í dag í tilefni útkomu rits samtakanna um íslenska raforku. Þar eru kynntar níu tillögur sem miða eiga að því að auka samkeppni á raforkumarkaði og þar með samkeppnishæfni fyrirtækja og einstakra svæða á landinu. Guðrún hafsteinsdóttir formaður Samtaka iðnaðarins segir meðal annars lagt til að skilið verði á milli eignartengsla Landsvirkjunar og Landsnets og fyrirtækjum verði heimilað að selja aftur út í dreifikerfið umframorku þau það nýtir ekki. „Við leggjum einnig til að ríkið komi að því að koma hér á virkari raforkumarkaði. Við erum líka að hvetja ríkið til að koma að málaflokknum með grænum sköttum. Sem yrði þá hvatning til fyrirtækja til að gera enn betur,“ segir Guðrún. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir iðnaðarráðherra segir grundvallaratriði að hafa nægjanlegt framboð á raforku og í því samhengi sé vaxandi áhugi á vindorku. „Sem að ég held að sé jákvætt og sé góður kostur. Við eigum erum að vinna stíft í því að klára að svara ákveðnum spurningum um það. Hvernig á regluverið að líta út, í hvaða ferli eiga slíkar umsóknir að fara. Það er eitt. Svo erum við að tala um að jafna dreifikostnað raforku. Sem mér finnst vera mikið þjóðþrifamál og sanngirnismál,“ segir Þórdís Kolbrún. Ísland sé nú þegar samkeppnishæft í verði á raforku eins og sjá megi á fjölda álvera og vaxandi áhuga á að setja upp gagnaver í landinu. Þá hafi aldrei verið gengið eins langt og nú við að skilja af Landsvirkjun og Landsnet en bæta þurfi dreifikerfið. „Það hefur auðvitað ekki gengið nægjanlega vel að byggja upp flutningskerfi raforku. En við vitum alveg að það eru ákveðnar framkvæmdir sem ganga þokkalega núna eins og Kröflulína. En það eru aðrar línur sem eru mikilvægar í þeim efnum,“ segir iðnaðarráðherra. Það sé hægt að auka samkeppni í raforku án þess að selja eignir ríkisins. „En við erum ekki að fara að selja nein orkufyrirtæki sem í dag eru í ríkiseigu. Ekki heldur hvorki Landsnet né einhverjar dreifiveitur. Það er ekkert slíkt á dagskrá,“ segir Þórdís Kolbrún. Byggðamál Orkumál Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Iðnaðarráðherra segir ekki hafa gengið nógu vel að byggja upp dreifikerfi raforku í landinu. Hægt sé að auka samkeppni í raforkumálum án þess að selja orkufyrirtæki í opinberri eigu eða dreifikerfið. Samtök iðnaðarins kalla eftir aðgerðum til að auka samkeppni á orkumarkaði. Samtök iðnaðarins boðuðu til fundar með iðnaðarráðherra og hagsmunaaðilum í dag í tilefni útkomu rits samtakanna um íslenska raforku. Þar eru kynntar níu tillögur sem miða eiga að því að auka samkeppni á raforkumarkaði og þar með samkeppnishæfni fyrirtækja og einstakra svæða á landinu. Guðrún hafsteinsdóttir formaður Samtaka iðnaðarins segir meðal annars lagt til að skilið verði á milli eignartengsla Landsvirkjunar og Landsnets og fyrirtækjum verði heimilað að selja aftur út í dreifikerfið umframorku þau það nýtir ekki. „Við leggjum einnig til að ríkið komi að því að koma hér á virkari raforkumarkaði. Við erum líka að hvetja ríkið til að koma að málaflokknum með grænum sköttum. Sem yrði þá hvatning til fyrirtækja til að gera enn betur,“ segir Guðrún. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir iðnaðarráðherra segir grundvallaratriði að hafa nægjanlegt framboð á raforku og í því samhengi sé vaxandi áhugi á vindorku. „Sem að ég held að sé jákvætt og sé góður kostur. Við eigum erum að vinna stíft í því að klára að svara ákveðnum spurningum um það. Hvernig á regluverið að líta út, í hvaða ferli eiga slíkar umsóknir að fara. Það er eitt. Svo erum við að tala um að jafna dreifikostnað raforku. Sem mér finnst vera mikið þjóðþrifamál og sanngirnismál,“ segir Þórdís Kolbrún. Ísland sé nú þegar samkeppnishæft í verði á raforku eins og sjá megi á fjölda álvera og vaxandi áhuga á að setja upp gagnaver í landinu. Þá hafi aldrei verið gengið eins langt og nú við að skilja af Landsvirkjun og Landsnet en bæta þurfi dreifikerfið. „Það hefur auðvitað ekki gengið nægjanlega vel að byggja upp flutningskerfi raforku. En við vitum alveg að það eru ákveðnar framkvæmdir sem ganga þokkalega núna eins og Kröflulína. En það eru aðrar línur sem eru mikilvægar í þeim efnum,“ segir iðnaðarráðherra. Það sé hægt að auka samkeppni í raforku án þess að selja eignir ríkisins. „En við erum ekki að fara að selja nein orkufyrirtæki sem í dag eru í ríkiseigu. Ekki heldur hvorki Landsnet né einhverjar dreifiveitur. Það er ekkert slíkt á dagskrá,“ segir Þórdís Kolbrún.
Byggðamál Orkumál Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira