Grunaður um að hafa haldið fjölskyldunni fanginni á bóndabýlinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. október 2019 22:45 Bóndabýlið þar sem fjölskyldan fannst. epa/Wilbert Bijzitter 58 ára gamall maður hefur verið handtekinn í Hollandi, grunaður um að hafa haldið hollenskri fjölskyldu fanginni á afskekktu bóndabýli í allt að því áratug að því er talið er. Á vef BBC segir að maðurinn, Josef B, sé frá Austurríki. Hann var handtekinn í gær, sama dag og fjölskyldan fannst, fyrir að neita að hlýða fyrirmælum lögreglu þegar hún var við leit á bóndabýlinu. Mun hann koma fyrir dómara á morgun. Maðurinn leigir bóndabýlið en óvíst er hvaða tengsl hann hefur við fjölskylduna. Í tilkynningu frá hollensku lögreglunni í dag sagði að hún hefði fundið sex manns í litlu rými á bóndabýlinu. Ekki var um kjallarann að ræða, eins og sagt var frá í fyrstu, en rýminu var hægt að læsa. Þá hefur lögreglan ekki staðfest fregnir þess efnis að fjölskyldan væri á býlinu að bíða eftir heimsendi. „Það er óljóst hvort þau hafi verið þarna af fúsum og frjálsum vilja. Þau gætu hafa verið þarna í níu ár. Þau segjast vera fjölskylda, faðir og fimm börn,“ sagði í yfirlýsingu lögreglunnar. Börnin eru uppkomin, á aldrinum 18 til 25 ára. Ekkert þeirra er á skrá hjá yfirvöldum og heldur ekki maðurinn sem þau segja vera föður sinn. Lögreglan fann fólkið í kjölfar þess að einn fjölskyldumeðlimur, 25 ára maður sem heitir Jan, fór á bar í smábænum Ruinerwold, í nágrenni bóndabýlisins, og pantaði sér bjór. Hann ræddi við bareigandann, sagðist hafa flúið og að hann þyrfti aðstoð. Eigandinn kallaði þá til lögreglu sem fór á bóndabýlið og fann systkini Jan og fjölskylduföðurinn. Holland Tengdar fréttir Hollensk fjölskylda sem beið eftir heimsendi fannst í kjallara Fjölskylda sem varði níu árum í kjallara í bið eftir „heimsendi“ fannst af hollensku lögreglunni eftir að einn fjölskyldumeðlimanna mætti á bar í nágrenni heimilisins. 15. október 2019 22:15 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Fleiri fréttir Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Sjá meira
58 ára gamall maður hefur verið handtekinn í Hollandi, grunaður um að hafa haldið hollenskri fjölskyldu fanginni á afskekktu bóndabýli í allt að því áratug að því er talið er. Á vef BBC segir að maðurinn, Josef B, sé frá Austurríki. Hann var handtekinn í gær, sama dag og fjölskyldan fannst, fyrir að neita að hlýða fyrirmælum lögreglu þegar hún var við leit á bóndabýlinu. Mun hann koma fyrir dómara á morgun. Maðurinn leigir bóndabýlið en óvíst er hvaða tengsl hann hefur við fjölskylduna. Í tilkynningu frá hollensku lögreglunni í dag sagði að hún hefði fundið sex manns í litlu rými á bóndabýlinu. Ekki var um kjallarann að ræða, eins og sagt var frá í fyrstu, en rýminu var hægt að læsa. Þá hefur lögreglan ekki staðfest fregnir þess efnis að fjölskyldan væri á býlinu að bíða eftir heimsendi. „Það er óljóst hvort þau hafi verið þarna af fúsum og frjálsum vilja. Þau gætu hafa verið þarna í níu ár. Þau segjast vera fjölskylda, faðir og fimm börn,“ sagði í yfirlýsingu lögreglunnar. Börnin eru uppkomin, á aldrinum 18 til 25 ára. Ekkert þeirra er á skrá hjá yfirvöldum og heldur ekki maðurinn sem þau segja vera föður sinn. Lögreglan fann fólkið í kjölfar þess að einn fjölskyldumeðlimur, 25 ára maður sem heitir Jan, fór á bar í smábænum Ruinerwold, í nágrenni bóndabýlisins, og pantaði sér bjór. Hann ræddi við bareigandann, sagðist hafa flúið og að hann þyrfti aðstoð. Eigandinn kallaði þá til lögreglu sem fór á bóndabýlið og fann systkini Jan og fjölskylduföðurinn.
Holland Tengdar fréttir Hollensk fjölskylda sem beið eftir heimsendi fannst í kjallara Fjölskylda sem varði níu árum í kjallara í bið eftir „heimsendi“ fannst af hollensku lögreglunni eftir að einn fjölskyldumeðlimanna mætti á bar í nágrenni heimilisins. 15. október 2019 22:15 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Fleiri fréttir Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Sjá meira
Hollensk fjölskylda sem beið eftir heimsendi fannst í kjallara Fjölskylda sem varði níu árum í kjallara í bið eftir „heimsendi“ fannst af hollensku lögreglunni eftir að einn fjölskyldumeðlimanna mætti á bar í nágrenni heimilisins. 15. október 2019 22:15