Erdogan fleygði „harðjaxlabréfi“ Trumps beint í ruslið Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. október 2019 10:14 Donald Trump Bandaríkjaforseti og Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. Mynd/Samsett Recep Tayyip Erdogan forseti Tyrklands fleygði bréfi sem Donald Trump Bandaríkjaforseti sendi honum vegna innrásar Tyrkja í Sýrland „beint í ruslið“. Þetta herma heimildir breska ríkisútvarpsins en umrætt bréf, þar sem Trump biðlar til Erdogans um að vera hvorki „harðjaxl“ né „flón“, hefur vakið mikla athygli og undran eftir að það var birt í gær. Bréfið er dagsett 9. október, undirritað af Trump og stílað á Erdogan. Tyrkir hófu innrás í Sýrland sama dag og hafa átök milli Tyrkja og Kúrda stigmagnast á svæðinu síðan. Í bréfinu leggur Trump það til við Erdogan að þeir „geri með sér góðan samning“. „Þú vilt ekki bera ábyrgð á því að hafa slátrað þúsundum manna og ég vil ekki vera ábyrgur fyrir því að gjöreyða tyrkneskum efnahag – og ég mun gera það,“ heldur Trump áfram. Þá bendir hann á að hann hafi þegar gefið Tyrkjum forsmekkinn af því hversu harður hann sé í horn að taka og vísar til þess þegar hann þvingaði þá til að láta bandaríska prestinn Andrew Brunson lausan í fyrra. Að lokum segir Trump að sagan verði Erdogan hliðholl, að því gefnu að hann leysi málið „á réttan og mannúðlegan hátt.“ Að öðrum kosti verði hann álitinn sjálfur djöfullinn, „ef góðir hlutir gerast ekki.“ „Ekki vera harðjaxl. Ekki vera flón! Ég hringi í þig síðar.“ Afrit af bréfinu má sjá í tístinu hér að neðan.EXCLUSIVE: I have obtained a copy of @realDonaldTrump's letter to #Erdogan. @POTUS warns him to not “be a tough guy! Don't be a fool!” Says he could destroy Turkey's economy if #Syria is not resolved in a humane way. Details tonight at 8pm #TrishRegan #FoxBusiness pic.twitter.com/9BoSGlbRyt— Trish Regan (@trish_regan) October 16, 2019 Samkvæmt frétt BBC hafnaði Erdogan bréfinu alfarið þegar honum barst það og fleygði því raunar beint í ruslið. Þá er ljóst að Erdogan hunsaði algjörlega tilmæli Bandaríkjaforseta þann 9. október miðað við stöðu mála í Sýrlandi nú. Margir hafa furðað sig á bréfinu eftir að það var birt í gær. Þannig þykir orðalag bréfsins nokkuð á skjön við það sem tíðkast í opinberum samskiptum þjóðhöfðingja og einhverjir settu spurningamerki við það hvort bréfið væri yfir höfuð raunverulegt. Hvíta húsið hefur þó staðfest lögmæti bréfsins, líkt og fram kemur í tísti Katie Rogers, blaðamaður New York Times, hér að neðan.Felt the need to ask WH if this is actually real and it is. pic.twitter.com/bHyIFw6cvO— Katie Rogers (@katierogers) October 16, 2019 Erdogan mun funda í Ankara í dag með Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pompeo utanríkisráðherra og Robert O´Brien þjóðaröryggisráðgjafa. Erdogan segir að Tyrkir óttist ekki hótanir Bandaríkjamanna um efnahagsþvinganir og þá komi ekki til greina að hefja viðræður við Kúrda í Sýrlandi. Bandaríkin Tyrkland Tengdar fréttir Óttast að Tyrkir fái sínu framgengt líkt og Rússar á Krímskaga Framganga Tyrkja í Norðurhluta Sýrlands var fyrirferðarmikið umfjöllunarefni á ársfundi Atlantshafsbandalagsins sem fór fram í Lundúnum um helgina. 16. október 2019 12:30 Sýrlandsher hélt inn í Kobane Taka bæjarins gerir Tyrkjum erfiðara um vik við að koma upp sínu svokallaða öryggissvæði við landamærin að Tyrklandi eins og stefnt hefur verið að. 17. október 2019 09:23 Erdogan fundar í dag með Bandaríkjamönnum Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, mun funda í Ankara í dag með Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pompeo utanríkisráðherra og Robert O´Brien þjóðaröryggisráðgjafa, þrátt fyrir að forsetinn hafi áður sagst aðeins vilja funda með Donald Trump. 17. október 2019 08:00 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan forseti Tyrklands fleygði bréfi sem Donald Trump Bandaríkjaforseti sendi honum vegna innrásar Tyrkja í Sýrland „beint í ruslið“. Þetta herma heimildir breska ríkisútvarpsins en umrætt bréf, þar sem Trump biðlar til Erdogans um að vera hvorki „harðjaxl“ né „flón“, hefur vakið mikla athygli og undran eftir að það var birt í gær. Bréfið er dagsett 9. október, undirritað af Trump og stílað á Erdogan. Tyrkir hófu innrás í Sýrland sama dag og hafa átök milli Tyrkja og Kúrda stigmagnast á svæðinu síðan. Í bréfinu leggur Trump það til við Erdogan að þeir „geri með sér góðan samning“. „Þú vilt ekki bera ábyrgð á því að hafa slátrað þúsundum manna og ég vil ekki vera ábyrgur fyrir því að gjöreyða tyrkneskum efnahag – og ég mun gera það,“ heldur Trump áfram. Þá bendir hann á að hann hafi þegar gefið Tyrkjum forsmekkinn af því hversu harður hann sé í horn að taka og vísar til þess þegar hann þvingaði þá til að láta bandaríska prestinn Andrew Brunson lausan í fyrra. Að lokum segir Trump að sagan verði Erdogan hliðholl, að því gefnu að hann leysi málið „á réttan og mannúðlegan hátt.“ Að öðrum kosti verði hann álitinn sjálfur djöfullinn, „ef góðir hlutir gerast ekki.“ „Ekki vera harðjaxl. Ekki vera flón! Ég hringi í þig síðar.“ Afrit af bréfinu má sjá í tístinu hér að neðan.EXCLUSIVE: I have obtained a copy of @realDonaldTrump's letter to #Erdogan. @POTUS warns him to not “be a tough guy! Don't be a fool!” Says he could destroy Turkey's economy if #Syria is not resolved in a humane way. Details tonight at 8pm #TrishRegan #FoxBusiness pic.twitter.com/9BoSGlbRyt— Trish Regan (@trish_regan) October 16, 2019 Samkvæmt frétt BBC hafnaði Erdogan bréfinu alfarið þegar honum barst það og fleygði því raunar beint í ruslið. Þá er ljóst að Erdogan hunsaði algjörlega tilmæli Bandaríkjaforseta þann 9. október miðað við stöðu mála í Sýrlandi nú. Margir hafa furðað sig á bréfinu eftir að það var birt í gær. Þannig þykir orðalag bréfsins nokkuð á skjön við það sem tíðkast í opinberum samskiptum þjóðhöfðingja og einhverjir settu spurningamerki við það hvort bréfið væri yfir höfuð raunverulegt. Hvíta húsið hefur þó staðfest lögmæti bréfsins, líkt og fram kemur í tísti Katie Rogers, blaðamaður New York Times, hér að neðan.Felt the need to ask WH if this is actually real and it is. pic.twitter.com/bHyIFw6cvO— Katie Rogers (@katierogers) October 16, 2019 Erdogan mun funda í Ankara í dag með Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pompeo utanríkisráðherra og Robert O´Brien þjóðaröryggisráðgjafa. Erdogan segir að Tyrkir óttist ekki hótanir Bandaríkjamanna um efnahagsþvinganir og þá komi ekki til greina að hefja viðræður við Kúrda í Sýrlandi.
Bandaríkin Tyrkland Tengdar fréttir Óttast að Tyrkir fái sínu framgengt líkt og Rússar á Krímskaga Framganga Tyrkja í Norðurhluta Sýrlands var fyrirferðarmikið umfjöllunarefni á ársfundi Atlantshafsbandalagsins sem fór fram í Lundúnum um helgina. 16. október 2019 12:30 Sýrlandsher hélt inn í Kobane Taka bæjarins gerir Tyrkjum erfiðara um vik við að koma upp sínu svokallaða öryggissvæði við landamærin að Tyrklandi eins og stefnt hefur verið að. 17. október 2019 09:23 Erdogan fundar í dag með Bandaríkjamönnum Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, mun funda í Ankara í dag með Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pompeo utanríkisráðherra og Robert O´Brien þjóðaröryggisráðgjafa, þrátt fyrir að forsetinn hafi áður sagst aðeins vilja funda með Donald Trump. 17. október 2019 08:00 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Óttast að Tyrkir fái sínu framgengt líkt og Rússar á Krímskaga Framganga Tyrkja í Norðurhluta Sýrlands var fyrirferðarmikið umfjöllunarefni á ársfundi Atlantshafsbandalagsins sem fór fram í Lundúnum um helgina. 16. október 2019 12:30
Sýrlandsher hélt inn í Kobane Taka bæjarins gerir Tyrkjum erfiðara um vik við að koma upp sínu svokallaða öryggissvæði við landamærin að Tyrklandi eins og stefnt hefur verið að. 17. október 2019 09:23
Erdogan fundar í dag með Bandaríkjamönnum Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, mun funda í Ankara í dag með Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pompeo utanríkisráðherra og Robert O´Brien þjóðaröryggisráðgjafa, þrátt fyrir að forsetinn hafi áður sagst aðeins vilja funda með Donald Trump. 17. október 2019 08:00