Eina kynningin á uppfærðri samgönguáætlun „örkynning“ með litlum fyrirvara Sylvía Hall skrifar 17. október 2019 21:55 Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra kynnti uppfærða og endurskoðaða samgönguáætlun fyrir árin 2020 til 2034 í morgun þar sem gert er ráð fyrir því að framlög til vegagerðar verði aukin umtalsvert. Þá stendur meðal annars til að flýta framkvæmdum við að aðskilja aksturstefnur. Samgönguáætlunin er nú komin inn í samráðsgátt og mun seinna meir koma til afgreiðslu í þinginu. Í áætluninni má finna nýja flugstefnu fyrir Ísland sem og nýja jarðgangaáætlun þar sem gert er ráð fyrir því að á hverjum tíma verði alltaf einhverjar framkvæmdir við jarðgöng til ársins 2034.Sjá einnig: Horfa til Færeyja við fjármögnun jarðganga Ekki eru allir þingmenn sáttir við skort á fyrirvara við kynningu þessarar uppfærslu á samgönguáætlun. Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, segir einu kynninguna hafa verið „örkynningu“ fyrir umhverfis- og samgöngunefnd sem haldin var í gær með litlum fyrirvara, en hún komst ekki á kynninguna. „Ég hef mitt vit um þessi mál enn sem komið er úr fjölmiðlum og það sem kannski slær mig mest, ég náttúrulega veit hvað ég les um helgina, þá slær mig mest þessar fréttir um að núna mánuði eftir samgöngusáttmálann á höfuðborgarsvæðinu þar sem meðal annars því er lýst yfir að sextíu milljarða fjármögnun á stofnbrautum til og frá höfuðborgarsvæðinu yrði fjármögnuð með veggjöldum, það væri hluti af öllum pakkanum, nú virðist þetta hafa verið slegið af,“ segir Hanna Katrín. Hún segir eftir standa sextíu milljarða gat sem óvíst sé hvernig verði fjármagnað. Hún segist ekki vilja trúa því að það verði fært yfir á sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. „Fréttir berast af því að ríkisstjórnarflokkarnir hafi ekki fengið fréttir af þessari nýju áætlun fyrir fram þannig að einhverjar hugmyndir um að fjármagna þetta sextíu milljarða gat með sölu eigna, svo dæmi sé tekið. Það er nú væntanlega heldur ekki frágengið,“ segir Hanna Katrín og bætir við að stóra spurningin sé hvort sá peningur verði tekin úr samgönguáætlun á höfuðborgarsvæðinu. Alþingi Samgöngur Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra kynnti uppfærða og endurskoðaða samgönguáætlun fyrir árin 2020 til 2034 í morgun þar sem gert er ráð fyrir því að framlög til vegagerðar verði aukin umtalsvert. Þá stendur meðal annars til að flýta framkvæmdum við að aðskilja aksturstefnur. Samgönguáætlunin er nú komin inn í samráðsgátt og mun seinna meir koma til afgreiðslu í þinginu. Í áætluninni má finna nýja flugstefnu fyrir Ísland sem og nýja jarðgangaáætlun þar sem gert er ráð fyrir því að á hverjum tíma verði alltaf einhverjar framkvæmdir við jarðgöng til ársins 2034.Sjá einnig: Horfa til Færeyja við fjármögnun jarðganga Ekki eru allir þingmenn sáttir við skort á fyrirvara við kynningu þessarar uppfærslu á samgönguáætlun. Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, segir einu kynninguna hafa verið „örkynningu“ fyrir umhverfis- og samgöngunefnd sem haldin var í gær með litlum fyrirvara, en hún komst ekki á kynninguna. „Ég hef mitt vit um þessi mál enn sem komið er úr fjölmiðlum og það sem kannski slær mig mest, ég náttúrulega veit hvað ég les um helgina, þá slær mig mest þessar fréttir um að núna mánuði eftir samgöngusáttmálann á höfuðborgarsvæðinu þar sem meðal annars því er lýst yfir að sextíu milljarða fjármögnun á stofnbrautum til og frá höfuðborgarsvæðinu yrði fjármögnuð með veggjöldum, það væri hluti af öllum pakkanum, nú virðist þetta hafa verið slegið af,“ segir Hanna Katrín. Hún segir eftir standa sextíu milljarða gat sem óvíst sé hvernig verði fjármagnað. Hún segist ekki vilja trúa því að það verði fært yfir á sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. „Fréttir berast af því að ríkisstjórnarflokkarnir hafi ekki fengið fréttir af þessari nýju áætlun fyrir fram þannig að einhverjar hugmyndir um að fjármagna þetta sextíu milljarða gat með sölu eigna, svo dæmi sé tekið. Það er nú væntanlega heldur ekki frágengið,“ segir Hanna Katrín og bætir við að stóra spurningin sé hvort sá peningur verði tekin úr samgönguáætlun á höfuðborgarsvæðinu.
Alþingi Samgöngur Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira