Bað Boris einnig um hjálp við að grafa undan Rússarannsókninni Samúel Karl Ólason skrifar 2. október 2019 11:21 Boris Johnson og Donald Trump. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafði samband við Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og bað hann um hjálp við að grafa undan Rússarannsókninni svokölluðu. Trump hefur lengi staðið í þeirri trú að uppruna rannsóknarinnar megi að miklu leyti rekja til Bretlands og hefur hann meðal annars sakað breskar leyniþjónustur um að njósna um framboð sitt fyrir Barack Obama, forvera sinn.Sjá einnig: „Dómadagsþvæla“ að Bretar hafi njósnað um Trump Þetta kemur fram í umfjöllun The Times (áskriftarvefur), sem segir símtalið hafa átt sér stað þann 26. júlí. Það er tveimur dögum eftir að Johnson tók við embætti forsætisráðherra Bretlands og einum degi eftir að Trump ræddi við Volodymr Zelensky, forseta Úkraínu. Það símtal hefur leitt til þess að Demókratar hófu formlegt ákæruferli gegn Trump fyrir embættisbrot.Nokkrum dögum eftir símtal Trump og Johnson var William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sem hóf í sumar rannsókn á Rússarannsókninni, staddur í London þar sem hann sagði breskum embættismönnum að hann hefði ákveðnar grunnsemdir vegna upplýsinganna sem leiddu til Rússarannsóknarinnar og hlutverk breskra leyniþjónusta í að afla þeirra upplýsinga.Sjá einnig: Bað forsætisráðherra Ástralíu um að hjálpa Barr að rannsaka RússarannsókninaRannsókn Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, á afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016 hófst eftir að ástralskir embættismenn sögðu útsendurum stofnunarinnar frá því að George Papadopoulos, starfsmaður framboðs Trump, sagði einum þeirra þegar þeir voru við drykkju í London, að yfirvöld Rússlands sætu á upplýsingum um Hillary Clinton, þáverandi mótframbjóðanda Trump. Það gerðist áður en opinbert varð að Rússar hefðu gert tölvuárás á tölvukerfi Landsnefndar Demókrataflokksins og stolið tölvupóstum þaðan. Papadopoulos sagðist hafa heyrt það frá prófessornum Joseph Mifsud, sem er nú horfinn. Bandamenn Trump og þar er meðtalinn Rudy Giuliani, einkalögmaður Trump, hafa haldið því fram að leyniþjónustur vestrænna ríkja hafi fengið Mifsud til að leiða Papadopoulos í gildru.Vill ná sér niður á óvinum sínum Mueller og rannsakendur hans komust að þeirri niðurstöðu að ekkert glæpsamlegt athæfi hafi átt sér stað á milli framboðsins og Rússa en hinsvegar hafi verið ljóst að framboð Trump hafi tekið afskiptum Rússa fagnandi. Mueller tók þó fram tíu tilvik þar sem mögulegt væri að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar án þess að segja hvort Trump væri sekur eða saklaus. Trump hefur gefið í skyn að hann sjái rannsókn Barr sem tækifæri til að ná sér niður á óvinum sínum. Í mái sagðist hann vilja að Barr tæki Bretland sérstaklega fyrir í rannsókn sinni og Ástralíu og Úkraínu sömuleiðis. Barr skipaði John H. Durham sem yfirmann rannsóknarrannsóknarinnar en heimildarmenn NYT segja Barr taka virkan þátt í henni. Það hefur valdið áhyggjum um að Trump hafi skipað Barr að nýta löggæslustofnanir Bandaríkjanna í pólitískum tilgangi. Trump hefur rætt við ýmsa erlenda leiðtoga og beðið þá um að aðstoða Barr við rannsókn ráðuneytisins. Þar er allavega um að ræða leiðtoga Ástralíu, Úkraínu og Ítalíu. Yfirvöld þeirra ríkja hafa staðfest að símtöl hafi borist frá Trump en embætti forsætisráðherra Bretlands hefur ekki viljað tjá sig um heimildir Times. Ástralía Bandaríkin Bretland Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Ítalía Rússarannsóknin Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Biden krefst þess að Giuliani verði ekki boðið í fleiri viðtöl Rudy Giuliani, einkalögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, segir að hann muni ekki svara spurningum þingmanna án þess að fá leyfi frá Trump. 29. september 2019 22:30 Demókratar stefna Giuliani Demókratar hafa stefnt Rusy Giuliani, einkalögmanni Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, vegna samskipta hans og forsetans við embættismenn í Úkraínu. 30. september 2019 20:35 Trump leggur til handtöku pólitísks andstæðings Donald Trump Bandaríkjaforseti lagði í dag til að handtaka skyldi pólitískan andstæðing sinn fyrir landráð vegna ummæla um samskipti Trumps við Úkraínuforseta. Forseti Úkraínu segir ríki sitt ekki þurfa að hlýða skipunum annarra. 30. september 2019 18:30 Hvíta húsið leyndi fleiri viðkvæmum símtölum Trump við Pútín og Sáda Trump er sagður hafa tjáð háttsettum rússneskum embættismönnum í Hvíta húsinu að hann kippti sér ekki upp við afskipti Rússa af forsetakosningunum 2016 því Bandaríkin gerðu það sama í öðrum löndum. 28. september 2019 07:59 Trump segir Demókrata fremja valdarán Donald Trump Bandaríkjaforseti sakar demókrata á þingi um að skipuleggja valdarán með tilraunum sínum til að rannsaka embættisfærslur forsetans. 2. október 2019 09:00 Trump og repúblikanar slá met í fjáröflun Forsetaframboð Trump stefnir að því að verja um milljarði dollara í endurkjör hans, jafnvirði um 124 milljarða íslenskra króna. 1. október 2019 21:31 Ástralar kveðast reiðubúnir til að aðstoða við hvers kyns rannsóknir Donald Trump Bandaríkjaforseti bað forsætisráðherra Ástralíu um að rannsaka Rússarannsóknina svokölluðu 1. október 2019 19:00 Fátt sem kemur í veg fyrir hefndir Trump gegn uppljóstraranum Sérfræðingar óttast að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og bandamenn hans komi upp um uppljóstrarann sem kom upp um símtal hans við Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, þar sem Trump bað hann um að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn. 1. október 2019 11:45 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Fleiri fréttir Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafði samband við Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og bað hann um hjálp við að grafa undan Rússarannsókninni svokölluðu. Trump hefur lengi staðið í þeirri trú að uppruna rannsóknarinnar megi að miklu leyti rekja til Bretlands og hefur hann meðal annars sakað breskar leyniþjónustur um að njósna um framboð sitt fyrir Barack Obama, forvera sinn.Sjá einnig: „Dómadagsþvæla“ að Bretar hafi njósnað um Trump Þetta kemur fram í umfjöllun The Times (áskriftarvefur), sem segir símtalið hafa átt sér stað þann 26. júlí. Það er tveimur dögum eftir að Johnson tók við embætti forsætisráðherra Bretlands og einum degi eftir að Trump ræddi við Volodymr Zelensky, forseta Úkraínu. Það símtal hefur leitt til þess að Demókratar hófu formlegt ákæruferli gegn Trump fyrir embættisbrot.Nokkrum dögum eftir símtal Trump og Johnson var William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sem hóf í sumar rannsókn á Rússarannsókninni, staddur í London þar sem hann sagði breskum embættismönnum að hann hefði ákveðnar grunnsemdir vegna upplýsinganna sem leiddu til Rússarannsóknarinnar og hlutverk breskra leyniþjónusta í að afla þeirra upplýsinga.Sjá einnig: Bað forsætisráðherra Ástralíu um að hjálpa Barr að rannsaka RússarannsókninaRannsókn Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, á afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016 hófst eftir að ástralskir embættismenn sögðu útsendurum stofnunarinnar frá því að George Papadopoulos, starfsmaður framboðs Trump, sagði einum þeirra þegar þeir voru við drykkju í London, að yfirvöld Rússlands sætu á upplýsingum um Hillary Clinton, þáverandi mótframbjóðanda Trump. Það gerðist áður en opinbert varð að Rússar hefðu gert tölvuárás á tölvukerfi Landsnefndar Demókrataflokksins og stolið tölvupóstum þaðan. Papadopoulos sagðist hafa heyrt það frá prófessornum Joseph Mifsud, sem er nú horfinn. Bandamenn Trump og þar er meðtalinn Rudy Giuliani, einkalögmaður Trump, hafa haldið því fram að leyniþjónustur vestrænna ríkja hafi fengið Mifsud til að leiða Papadopoulos í gildru.Vill ná sér niður á óvinum sínum Mueller og rannsakendur hans komust að þeirri niðurstöðu að ekkert glæpsamlegt athæfi hafi átt sér stað á milli framboðsins og Rússa en hinsvegar hafi verið ljóst að framboð Trump hafi tekið afskiptum Rússa fagnandi. Mueller tók þó fram tíu tilvik þar sem mögulegt væri að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar án þess að segja hvort Trump væri sekur eða saklaus. Trump hefur gefið í skyn að hann sjái rannsókn Barr sem tækifæri til að ná sér niður á óvinum sínum. Í mái sagðist hann vilja að Barr tæki Bretland sérstaklega fyrir í rannsókn sinni og Ástralíu og Úkraínu sömuleiðis. Barr skipaði John H. Durham sem yfirmann rannsóknarrannsóknarinnar en heimildarmenn NYT segja Barr taka virkan þátt í henni. Það hefur valdið áhyggjum um að Trump hafi skipað Barr að nýta löggæslustofnanir Bandaríkjanna í pólitískum tilgangi. Trump hefur rætt við ýmsa erlenda leiðtoga og beðið þá um að aðstoða Barr við rannsókn ráðuneytisins. Þar er allavega um að ræða leiðtoga Ástralíu, Úkraínu og Ítalíu. Yfirvöld þeirra ríkja hafa staðfest að símtöl hafi borist frá Trump en embætti forsætisráðherra Bretlands hefur ekki viljað tjá sig um heimildir Times.
Ástralía Bandaríkin Bretland Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Ítalía Rússarannsóknin Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Biden krefst þess að Giuliani verði ekki boðið í fleiri viðtöl Rudy Giuliani, einkalögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, segir að hann muni ekki svara spurningum þingmanna án þess að fá leyfi frá Trump. 29. september 2019 22:30 Demókratar stefna Giuliani Demókratar hafa stefnt Rusy Giuliani, einkalögmanni Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, vegna samskipta hans og forsetans við embættismenn í Úkraínu. 30. september 2019 20:35 Trump leggur til handtöku pólitísks andstæðings Donald Trump Bandaríkjaforseti lagði í dag til að handtaka skyldi pólitískan andstæðing sinn fyrir landráð vegna ummæla um samskipti Trumps við Úkraínuforseta. Forseti Úkraínu segir ríki sitt ekki þurfa að hlýða skipunum annarra. 30. september 2019 18:30 Hvíta húsið leyndi fleiri viðkvæmum símtölum Trump við Pútín og Sáda Trump er sagður hafa tjáð háttsettum rússneskum embættismönnum í Hvíta húsinu að hann kippti sér ekki upp við afskipti Rússa af forsetakosningunum 2016 því Bandaríkin gerðu það sama í öðrum löndum. 28. september 2019 07:59 Trump segir Demókrata fremja valdarán Donald Trump Bandaríkjaforseti sakar demókrata á þingi um að skipuleggja valdarán með tilraunum sínum til að rannsaka embættisfærslur forsetans. 2. október 2019 09:00 Trump og repúblikanar slá met í fjáröflun Forsetaframboð Trump stefnir að því að verja um milljarði dollara í endurkjör hans, jafnvirði um 124 milljarða íslenskra króna. 1. október 2019 21:31 Ástralar kveðast reiðubúnir til að aðstoða við hvers kyns rannsóknir Donald Trump Bandaríkjaforseti bað forsætisráðherra Ástralíu um að rannsaka Rússarannsóknina svokölluðu 1. október 2019 19:00 Fátt sem kemur í veg fyrir hefndir Trump gegn uppljóstraranum Sérfræðingar óttast að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og bandamenn hans komi upp um uppljóstrarann sem kom upp um símtal hans við Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, þar sem Trump bað hann um að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn. 1. október 2019 11:45 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Fleiri fréttir Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Sjá meira
Biden krefst þess að Giuliani verði ekki boðið í fleiri viðtöl Rudy Giuliani, einkalögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, segir að hann muni ekki svara spurningum þingmanna án þess að fá leyfi frá Trump. 29. september 2019 22:30
Demókratar stefna Giuliani Demókratar hafa stefnt Rusy Giuliani, einkalögmanni Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, vegna samskipta hans og forsetans við embættismenn í Úkraínu. 30. september 2019 20:35
Trump leggur til handtöku pólitísks andstæðings Donald Trump Bandaríkjaforseti lagði í dag til að handtaka skyldi pólitískan andstæðing sinn fyrir landráð vegna ummæla um samskipti Trumps við Úkraínuforseta. Forseti Úkraínu segir ríki sitt ekki þurfa að hlýða skipunum annarra. 30. september 2019 18:30
Hvíta húsið leyndi fleiri viðkvæmum símtölum Trump við Pútín og Sáda Trump er sagður hafa tjáð háttsettum rússneskum embættismönnum í Hvíta húsinu að hann kippti sér ekki upp við afskipti Rússa af forsetakosningunum 2016 því Bandaríkin gerðu það sama í öðrum löndum. 28. september 2019 07:59
Trump segir Demókrata fremja valdarán Donald Trump Bandaríkjaforseti sakar demókrata á þingi um að skipuleggja valdarán með tilraunum sínum til að rannsaka embættisfærslur forsetans. 2. október 2019 09:00
Trump og repúblikanar slá met í fjáröflun Forsetaframboð Trump stefnir að því að verja um milljarði dollara í endurkjör hans, jafnvirði um 124 milljarða íslenskra króna. 1. október 2019 21:31
Ástralar kveðast reiðubúnir til að aðstoða við hvers kyns rannsóknir Donald Trump Bandaríkjaforseti bað forsætisráðherra Ástralíu um að rannsaka Rússarannsóknina svokölluðu 1. október 2019 19:00
Fátt sem kemur í veg fyrir hefndir Trump gegn uppljóstraranum Sérfræðingar óttast að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og bandamenn hans komi upp um uppljóstrarann sem kom upp um símtal hans við Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, þar sem Trump bað hann um að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn. 1. október 2019 11:45