„Dómadagsþvæla“ að Bretar hafi njósnað um Trump Kjartan Kjartansson skrifar 18. mars 2017 15:38 Donald Trump Bandaríkjaforseti varpaði ábyrgð á fullyrðingum um að Bretar hafi njósnað um hann yfir á Fox News. Vísir/EPA Fullyrðingar talsmanna Hvíta hússins um að breska leyniþjónustan hafi njósnað um Donald Trump í kosningabaráttu hans eru „dómadagsþvæla“ að sögn varaforstjóra bandarísku Þjóðaröryggisstofnunarinnar (NSA). Trump olli fjaðrafoki þegar hann fullyrti án frekari rökstuðnings að Barack Obama, forveri hans í embætti forseta, hefði látið njósna um sig í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar í haust. Sean Spicer, fjölmiðlafulltrúi hans, bætti um betur á fimmtudag þegar hann vitnaði í umfjöllun fjölmiðla um að breska leyniþjónustan GCHQ hefði staðið að njósnunum. Richard Ledgett, varaforstjóri NSA, segir hins vegar þá hugmynd að Bretar hafi njósnað um Trump „einfaldlega ruglaða“ í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC í dag. Bresk stjórnvöld hefðu engan ávinning af slíkum njósnum. „Þetta sýnir fram á algeran vanskilning á því hvernig samband leyniþjónustustofnana virkar, það hunsar algerlega pólitískan raunveruleika þess „hvers vegna ætti ríkisstjórn Bretlands að samþykkja að gera þetta?“,“ sagði Ledgett í viðtalinu sem lætur bráðlega af störfum hjá NSA. Spicer vitnaði í fréttaskýranda Fox News á fimmtudag en sá hélt því fram að breska leyniþjónustan hefði hjálpað Obama að njósna um Trump, að því er rakið er í frétt Reuters. „Auðvitað myndu þeir ekki gera það. Það væri ævintýralega heimskulegt,“ sagði Ledgett ennfremur.Varpaði ábyrgðinni yfir á Fox NewsÞessar fullyrðingar hafa vakið litla hrifningu hjá breskum yfirvöldum. GCHQ sendi frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem stofnunin lýstu þeim sem „algerlega fáránlegum“. Á blaðamannafundi eftir fund Trump og Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, í gær varpaði Trump ábyrgðinni á fullyrðingunni um aðkomu bresku leyniþjónustunnar yfir á Fox News, að því er kemur fram í frétt Vox. „Við sögðum ekkert. Eina sem við gerðum var að vitna í í ákveðinn mjög hæfileikaríkan lögspeking sem var sá sem var ábyrgur fyrir að segja þetta í sjónvarpi. Ég lýsti ekki skoðun á því,“ sagði Trump við þýskan blaðamann sem spurði hann út í málið. „Þú ættir ekki að vera að tala við mig. Þú ættir að vera að tala við Fox News,“ bætti Trump við. Tengdar fréttir Vill sjá sönnunargögn um meinta hlerun Obama á símum Trump Talsmaður Obama hefur alfarið hafnað því að slíkt hafi átt sér stað. 5. mars 2017 09:00 Öldungaþingmenn finna engar sannanir um hleranir gegn Trump Segja hleranir eða eftirlit ekki hafa átt sér stað, hvorki fyrir né eftir kosningar. 16. mars 2017 18:10 FBI hafnar ásökunum Trump um hleranir Yfirmaður bandarísku alríkislögreglunnar hafnar ásökunum Donalds Trump Bandaríkjaforseta að Barack Obama, forveri hans í starfi, hafi fyrirskipað að símar Trump skyldu hleraðir. 6. mars 2017 07:53 Segir að Trump gæti hæglega fært sönnur á meintar hleranir Obama Bandaríkjaforseti ásakar Barack Obama um að hafa komið fyrir hlerunarbúnaði í Trump-turninum í aðdraganda kosninganna. 12. mars 2017 23:35 Trump stendur við ásakanir sínar um hleranir Obama og boðar nýjar upplýsingar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stendur við ásakanir sínar um að forveri hans í starfi, Barack Obama, hafi látið hlera höfuðstöðvar Trump. 16. mars 2017 11:11 Trump hefur ekki rætt við FBI um hlerunarásakanir sínar Stjórnandi FBI, Jame Comey, er sagður hafa hafnað þessari ásökun Trump. 7. mars 2017 23:15 Donald Trump sakar Obama um að hafa látið hlera sig Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sakað forvera sinn í embætti, Barack Obama, um að hafa látið hlerað sig. Hann segir Obama hafa hlerað Trump turninn í New York fyrir kosningarnar á síðasta ári. 4. mars 2017 12:49 Trump stendur enn við yfirlýsingar um hlerun Sannfæður um að Obama hafi haft eftirlit með sér. 16. mars 2017 23:08 Engin merki um að Obama hafi látið hlera Trump „Við höfum ekki séð nein sönnnunargögn um að þetta hafi átt sér stað.“ 15. mars 2017 16:40 Trump vill að þingið rannsaki meintar hleranir Obama Þá vill Trump einnig að þingið rannsaki hvort að Obama hafi sem forseti misnotað vald sitt. 5. mars 2017 15:30 Fyrrverandi yfirmaður njósnamála segir Trump ekki hafa verið hleraðan James Clapper, fyrrverandi yfirmaður njósnamála í Bandaríkjunum, segir fullyrðingar forsetans um hleranir vera fráleitar. 5. mars 2017 18:53 Talsmaður Obama hafnar því að Trump hafi verið hleraður Talsmaður Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, segir ásakanir núverandi forseta um hleranir úr lausu lofti gripnar. 4. mars 2017 18:56 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Fullyrðingar talsmanna Hvíta hússins um að breska leyniþjónustan hafi njósnað um Donald Trump í kosningabaráttu hans eru „dómadagsþvæla“ að sögn varaforstjóra bandarísku Þjóðaröryggisstofnunarinnar (NSA). Trump olli fjaðrafoki þegar hann fullyrti án frekari rökstuðnings að Barack Obama, forveri hans í embætti forseta, hefði látið njósna um sig í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar í haust. Sean Spicer, fjölmiðlafulltrúi hans, bætti um betur á fimmtudag þegar hann vitnaði í umfjöllun fjölmiðla um að breska leyniþjónustan GCHQ hefði staðið að njósnunum. Richard Ledgett, varaforstjóri NSA, segir hins vegar þá hugmynd að Bretar hafi njósnað um Trump „einfaldlega ruglaða“ í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC í dag. Bresk stjórnvöld hefðu engan ávinning af slíkum njósnum. „Þetta sýnir fram á algeran vanskilning á því hvernig samband leyniþjónustustofnana virkar, það hunsar algerlega pólitískan raunveruleika þess „hvers vegna ætti ríkisstjórn Bretlands að samþykkja að gera þetta?“,“ sagði Ledgett í viðtalinu sem lætur bráðlega af störfum hjá NSA. Spicer vitnaði í fréttaskýranda Fox News á fimmtudag en sá hélt því fram að breska leyniþjónustan hefði hjálpað Obama að njósna um Trump, að því er rakið er í frétt Reuters. „Auðvitað myndu þeir ekki gera það. Það væri ævintýralega heimskulegt,“ sagði Ledgett ennfremur.Varpaði ábyrgðinni yfir á Fox NewsÞessar fullyrðingar hafa vakið litla hrifningu hjá breskum yfirvöldum. GCHQ sendi frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem stofnunin lýstu þeim sem „algerlega fáránlegum“. Á blaðamannafundi eftir fund Trump og Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, í gær varpaði Trump ábyrgðinni á fullyrðingunni um aðkomu bresku leyniþjónustunnar yfir á Fox News, að því er kemur fram í frétt Vox. „Við sögðum ekkert. Eina sem við gerðum var að vitna í í ákveðinn mjög hæfileikaríkan lögspeking sem var sá sem var ábyrgur fyrir að segja þetta í sjónvarpi. Ég lýsti ekki skoðun á því,“ sagði Trump við þýskan blaðamann sem spurði hann út í málið. „Þú ættir ekki að vera að tala við mig. Þú ættir að vera að tala við Fox News,“ bætti Trump við.
Tengdar fréttir Vill sjá sönnunargögn um meinta hlerun Obama á símum Trump Talsmaður Obama hefur alfarið hafnað því að slíkt hafi átt sér stað. 5. mars 2017 09:00 Öldungaþingmenn finna engar sannanir um hleranir gegn Trump Segja hleranir eða eftirlit ekki hafa átt sér stað, hvorki fyrir né eftir kosningar. 16. mars 2017 18:10 FBI hafnar ásökunum Trump um hleranir Yfirmaður bandarísku alríkislögreglunnar hafnar ásökunum Donalds Trump Bandaríkjaforseta að Barack Obama, forveri hans í starfi, hafi fyrirskipað að símar Trump skyldu hleraðir. 6. mars 2017 07:53 Segir að Trump gæti hæglega fært sönnur á meintar hleranir Obama Bandaríkjaforseti ásakar Barack Obama um að hafa komið fyrir hlerunarbúnaði í Trump-turninum í aðdraganda kosninganna. 12. mars 2017 23:35 Trump stendur við ásakanir sínar um hleranir Obama og boðar nýjar upplýsingar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stendur við ásakanir sínar um að forveri hans í starfi, Barack Obama, hafi látið hlera höfuðstöðvar Trump. 16. mars 2017 11:11 Trump hefur ekki rætt við FBI um hlerunarásakanir sínar Stjórnandi FBI, Jame Comey, er sagður hafa hafnað þessari ásökun Trump. 7. mars 2017 23:15 Donald Trump sakar Obama um að hafa látið hlera sig Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sakað forvera sinn í embætti, Barack Obama, um að hafa látið hlerað sig. Hann segir Obama hafa hlerað Trump turninn í New York fyrir kosningarnar á síðasta ári. 4. mars 2017 12:49 Trump stendur enn við yfirlýsingar um hlerun Sannfæður um að Obama hafi haft eftirlit með sér. 16. mars 2017 23:08 Engin merki um að Obama hafi látið hlera Trump „Við höfum ekki séð nein sönnnunargögn um að þetta hafi átt sér stað.“ 15. mars 2017 16:40 Trump vill að þingið rannsaki meintar hleranir Obama Þá vill Trump einnig að þingið rannsaki hvort að Obama hafi sem forseti misnotað vald sitt. 5. mars 2017 15:30 Fyrrverandi yfirmaður njósnamála segir Trump ekki hafa verið hleraðan James Clapper, fyrrverandi yfirmaður njósnamála í Bandaríkjunum, segir fullyrðingar forsetans um hleranir vera fráleitar. 5. mars 2017 18:53 Talsmaður Obama hafnar því að Trump hafi verið hleraður Talsmaður Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, segir ásakanir núverandi forseta um hleranir úr lausu lofti gripnar. 4. mars 2017 18:56 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Vill sjá sönnunargögn um meinta hlerun Obama á símum Trump Talsmaður Obama hefur alfarið hafnað því að slíkt hafi átt sér stað. 5. mars 2017 09:00
Öldungaþingmenn finna engar sannanir um hleranir gegn Trump Segja hleranir eða eftirlit ekki hafa átt sér stað, hvorki fyrir né eftir kosningar. 16. mars 2017 18:10
FBI hafnar ásökunum Trump um hleranir Yfirmaður bandarísku alríkislögreglunnar hafnar ásökunum Donalds Trump Bandaríkjaforseta að Barack Obama, forveri hans í starfi, hafi fyrirskipað að símar Trump skyldu hleraðir. 6. mars 2017 07:53
Segir að Trump gæti hæglega fært sönnur á meintar hleranir Obama Bandaríkjaforseti ásakar Barack Obama um að hafa komið fyrir hlerunarbúnaði í Trump-turninum í aðdraganda kosninganna. 12. mars 2017 23:35
Trump stendur við ásakanir sínar um hleranir Obama og boðar nýjar upplýsingar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stendur við ásakanir sínar um að forveri hans í starfi, Barack Obama, hafi látið hlera höfuðstöðvar Trump. 16. mars 2017 11:11
Trump hefur ekki rætt við FBI um hlerunarásakanir sínar Stjórnandi FBI, Jame Comey, er sagður hafa hafnað þessari ásökun Trump. 7. mars 2017 23:15
Donald Trump sakar Obama um að hafa látið hlera sig Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sakað forvera sinn í embætti, Barack Obama, um að hafa látið hlerað sig. Hann segir Obama hafa hlerað Trump turninn í New York fyrir kosningarnar á síðasta ári. 4. mars 2017 12:49
Trump stendur enn við yfirlýsingar um hlerun Sannfæður um að Obama hafi haft eftirlit með sér. 16. mars 2017 23:08
Engin merki um að Obama hafi látið hlera Trump „Við höfum ekki séð nein sönnnunargögn um að þetta hafi átt sér stað.“ 15. mars 2017 16:40
Trump vill að þingið rannsaki meintar hleranir Obama Þá vill Trump einnig að þingið rannsaki hvort að Obama hafi sem forseti misnotað vald sitt. 5. mars 2017 15:30
Fyrrverandi yfirmaður njósnamála segir Trump ekki hafa verið hleraðan James Clapper, fyrrverandi yfirmaður njósnamála í Bandaríkjunum, segir fullyrðingar forsetans um hleranir vera fráleitar. 5. mars 2017 18:53
Talsmaður Obama hafnar því að Trump hafi verið hleraður Talsmaður Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, segir ásakanir núverandi forseta um hleranir úr lausu lofti gripnar. 4. mars 2017 18:56