Störfum gæti fækkað um 700 á næstu sex mánuðum Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. október 2019 11:36 Mesta eftirspurn eftir starfsfólki er í greinum tengdum sjávarútvegi. Vísir/vilhelm Ætla má að að starfsmönnum 400 stærstu fyrirtækja landsins muni fækka um 0,5 prósent á næstu sex mánuðum. Sé það hlutfall fært yfir á allan almenna vinnumarkaðinn má ætla að á næsta hálfa ári muni störfum fækka um 700. Lítill skortur er á starfsfólki og hafa þær aðstæður ekki breyst á árinu. Þetta er meðal niðurstaðna könnunnar sem framkvæmd var meðal stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins fyrir Samtök atvinnulífsins. Þrátt fyrir fyrrgreindar væntingar um fækkun starfsmanna er það mat stjórnendanna að staðan í atvinnulífinu versni ekki mikið á næstu sex mánuðum.Sjá einnig: Hópuppsagnir orðnar fleiri en allt árið í fyrra Færri stjórnendur segjast þó finna fyrir skorti á starfsfólki en fyrir ári síðan, 17 prósent samanborið við 22 prósent í fyrra, og er skorturinn sagður mestur í sjávarútvegi. Sautján prósent fyrirtækjanna 400 gera aukinheldur ráð fyrir því að fjölga starfsmönnum á næstu sex mánuðum, en 22 prósent búast við fækkun í starfsliðinu.Botninum ekki náð Alls starfa 25 þúsund manns í umræddum fyrirtækjum og af svörum stjórnenda þeirra að dæma er ætlað að starfsmönnunum fækki um 0,5 prósent næsta hálfa árið. „Sé niðurstaðan yfirfærð á allan almenna vinnumarkaðinn gæti störfum fækkað um 700 á næstu sex mánuðum. Fjölgunin er 200 hjá þeim sem áforma fjölgun en fækkunin 900 hjá þeim sem áforma fækkun,“ segir í útlistun Samtaka atvinnulífsins á könnuninni. Þar segir jafnframt að stjórnendur fjármálafyrirtækja sjái fram á mesta fækkun starfsmanna en þar á eftir komi stjórnendur í byggingarstarfsemi og verslun. Þannig virðist fækkun starfa vera framundan í flestum atvinnugreinum nema ýmissi sérhæfðri þjónustu. Það virðist því ætla að verða áframhald á uppsagnarhrinu síðustu mánaða, ef marka má svör stjórnendanna, sem kemur heim og saman við svör forstjóra Vinnumálastofnunar. Unnur Sverrisdóttir sagði í samtali við fréttastofu í liðinni viku að botninum væri ekki náð, þrátt fyrir að hópuppsagnir það sem af er ári séu orðnar fleiri en allt árið í fyrra. Úttekt á svörum stjórnendanna má nálgast á vef Samtaka atvinnulífsins. Efnahagsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Hópuppsagnir orðnar fleiri en allt árið í fyrra Forstjóri Vinnumálastofnunar telur botninum ekki náð. 27. september 2019 18:27 Mest lesið Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Að nýta kvíðann sem styrkleika og okkur til framdráttar Atvinnulíf Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Ætla má að að starfsmönnum 400 stærstu fyrirtækja landsins muni fækka um 0,5 prósent á næstu sex mánuðum. Sé það hlutfall fært yfir á allan almenna vinnumarkaðinn má ætla að á næsta hálfa ári muni störfum fækka um 700. Lítill skortur er á starfsfólki og hafa þær aðstæður ekki breyst á árinu. Þetta er meðal niðurstaðna könnunnar sem framkvæmd var meðal stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins fyrir Samtök atvinnulífsins. Þrátt fyrir fyrrgreindar væntingar um fækkun starfsmanna er það mat stjórnendanna að staðan í atvinnulífinu versni ekki mikið á næstu sex mánuðum.Sjá einnig: Hópuppsagnir orðnar fleiri en allt árið í fyrra Færri stjórnendur segjast þó finna fyrir skorti á starfsfólki en fyrir ári síðan, 17 prósent samanborið við 22 prósent í fyrra, og er skorturinn sagður mestur í sjávarútvegi. Sautján prósent fyrirtækjanna 400 gera aukinheldur ráð fyrir því að fjölga starfsmönnum á næstu sex mánuðum, en 22 prósent búast við fækkun í starfsliðinu.Botninum ekki náð Alls starfa 25 þúsund manns í umræddum fyrirtækjum og af svörum stjórnenda þeirra að dæma er ætlað að starfsmönnunum fækki um 0,5 prósent næsta hálfa árið. „Sé niðurstaðan yfirfærð á allan almenna vinnumarkaðinn gæti störfum fækkað um 700 á næstu sex mánuðum. Fjölgunin er 200 hjá þeim sem áforma fjölgun en fækkunin 900 hjá þeim sem áforma fækkun,“ segir í útlistun Samtaka atvinnulífsins á könnuninni. Þar segir jafnframt að stjórnendur fjármálafyrirtækja sjái fram á mesta fækkun starfsmanna en þar á eftir komi stjórnendur í byggingarstarfsemi og verslun. Þannig virðist fækkun starfa vera framundan í flestum atvinnugreinum nema ýmissi sérhæfðri þjónustu. Það virðist því ætla að verða áframhald á uppsagnarhrinu síðustu mánaða, ef marka má svör stjórnendanna, sem kemur heim og saman við svör forstjóra Vinnumálastofnunar. Unnur Sverrisdóttir sagði í samtali við fréttastofu í liðinni viku að botninum væri ekki náð, þrátt fyrir að hópuppsagnir það sem af er ári séu orðnar fleiri en allt árið í fyrra. Úttekt á svörum stjórnendanna má nálgast á vef Samtaka atvinnulífsins.
Efnahagsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Hópuppsagnir orðnar fleiri en allt árið í fyrra Forstjóri Vinnumálastofnunar telur botninum ekki náð. 27. september 2019 18:27 Mest lesið Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Að nýta kvíðann sem styrkleika og okkur til framdráttar Atvinnulíf Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Hópuppsagnir orðnar fleiri en allt árið í fyrra Forstjóri Vinnumálastofnunar telur botninum ekki náð. 27. september 2019 18:27
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent