Störfum gæti fækkað um 700 á næstu sex mánuðum Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. október 2019 11:36 Mesta eftirspurn eftir starfsfólki er í greinum tengdum sjávarútvegi. Vísir/vilhelm Ætla má að að starfsmönnum 400 stærstu fyrirtækja landsins muni fækka um 0,5 prósent á næstu sex mánuðum. Sé það hlutfall fært yfir á allan almenna vinnumarkaðinn má ætla að á næsta hálfa ári muni störfum fækka um 700. Lítill skortur er á starfsfólki og hafa þær aðstæður ekki breyst á árinu. Þetta er meðal niðurstaðna könnunnar sem framkvæmd var meðal stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins fyrir Samtök atvinnulífsins. Þrátt fyrir fyrrgreindar væntingar um fækkun starfsmanna er það mat stjórnendanna að staðan í atvinnulífinu versni ekki mikið á næstu sex mánuðum.Sjá einnig: Hópuppsagnir orðnar fleiri en allt árið í fyrra Færri stjórnendur segjast þó finna fyrir skorti á starfsfólki en fyrir ári síðan, 17 prósent samanborið við 22 prósent í fyrra, og er skorturinn sagður mestur í sjávarútvegi. Sautján prósent fyrirtækjanna 400 gera aukinheldur ráð fyrir því að fjölga starfsmönnum á næstu sex mánuðum, en 22 prósent búast við fækkun í starfsliðinu.Botninum ekki náð Alls starfa 25 þúsund manns í umræddum fyrirtækjum og af svörum stjórnenda þeirra að dæma er ætlað að starfsmönnunum fækki um 0,5 prósent næsta hálfa árið. „Sé niðurstaðan yfirfærð á allan almenna vinnumarkaðinn gæti störfum fækkað um 700 á næstu sex mánuðum. Fjölgunin er 200 hjá þeim sem áforma fjölgun en fækkunin 900 hjá þeim sem áforma fækkun,“ segir í útlistun Samtaka atvinnulífsins á könnuninni. Þar segir jafnframt að stjórnendur fjármálafyrirtækja sjái fram á mesta fækkun starfsmanna en þar á eftir komi stjórnendur í byggingarstarfsemi og verslun. Þannig virðist fækkun starfa vera framundan í flestum atvinnugreinum nema ýmissi sérhæfðri þjónustu. Það virðist því ætla að verða áframhald á uppsagnarhrinu síðustu mánaða, ef marka má svör stjórnendanna, sem kemur heim og saman við svör forstjóra Vinnumálastofnunar. Unnur Sverrisdóttir sagði í samtali við fréttastofu í liðinni viku að botninum væri ekki náð, þrátt fyrir að hópuppsagnir það sem af er ári séu orðnar fleiri en allt árið í fyrra. Úttekt á svörum stjórnendanna má nálgast á vef Samtaka atvinnulífsins. Efnahagsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Hópuppsagnir orðnar fleiri en allt árið í fyrra Forstjóri Vinnumálastofnunar telur botninum ekki náð. 27. september 2019 18:27 Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira
Ætla má að að starfsmönnum 400 stærstu fyrirtækja landsins muni fækka um 0,5 prósent á næstu sex mánuðum. Sé það hlutfall fært yfir á allan almenna vinnumarkaðinn má ætla að á næsta hálfa ári muni störfum fækka um 700. Lítill skortur er á starfsfólki og hafa þær aðstæður ekki breyst á árinu. Þetta er meðal niðurstaðna könnunnar sem framkvæmd var meðal stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins fyrir Samtök atvinnulífsins. Þrátt fyrir fyrrgreindar væntingar um fækkun starfsmanna er það mat stjórnendanna að staðan í atvinnulífinu versni ekki mikið á næstu sex mánuðum.Sjá einnig: Hópuppsagnir orðnar fleiri en allt árið í fyrra Færri stjórnendur segjast þó finna fyrir skorti á starfsfólki en fyrir ári síðan, 17 prósent samanborið við 22 prósent í fyrra, og er skorturinn sagður mestur í sjávarútvegi. Sautján prósent fyrirtækjanna 400 gera aukinheldur ráð fyrir því að fjölga starfsmönnum á næstu sex mánuðum, en 22 prósent búast við fækkun í starfsliðinu.Botninum ekki náð Alls starfa 25 þúsund manns í umræddum fyrirtækjum og af svörum stjórnenda þeirra að dæma er ætlað að starfsmönnunum fækki um 0,5 prósent næsta hálfa árið. „Sé niðurstaðan yfirfærð á allan almenna vinnumarkaðinn gæti störfum fækkað um 700 á næstu sex mánuðum. Fjölgunin er 200 hjá þeim sem áforma fjölgun en fækkunin 900 hjá þeim sem áforma fækkun,“ segir í útlistun Samtaka atvinnulífsins á könnuninni. Þar segir jafnframt að stjórnendur fjármálafyrirtækja sjái fram á mesta fækkun starfsmanna en þar á eftir komi stjórnendur í byggingarstarfsemi og verslun. Þannig virðist fækkun starfa vera framundan í flestum atvinnugreinum nema ýmissi sérhæfðri þjónustu. Það virðist því ætla að verða áframhald á uppsagnarhrinu síðustu mánaða, ef marka má svör stjórnendanna, sem kemur heim og saman við svör forstjóra Vinnumálastofnunar. Unnur Sverrisdóttir sagði í samtali við fréttastofu í liðinni viku að botninum væri ekki náð, þrátt fyrir að hópuppsagnir það sem af er ári séu orðnar fleiri en allt árið í fyrra. Úttekt á svörum stjórnendanna má nálgast á vef Samtaka atvinnulífsins.
Efnahagsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Hópuppsagnir orðnar fleiri en allt árið í fyrra Forstjóri Vinnumálastofnunar telur botninum ekki náð. 27. september 2019 18:27 Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira
Hópuppsagnir orðnar fleiri en allt árið í fyrra Forstjóri Vinnumálastofnunar telur botninum ekki náð. 27. september 2019 18:27