Mikill viðbúnaður þegar leki kom að bát á Bakkaflóa Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 2. október 2019 16:51 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út en var síðan snúið við. Vísir/vilhelm Viðbragðsaðilar voru með mikinn viðbúnað nú síðdegis eftir að stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst tilkynning um að leki hefði komið að fimm tonna fiskibáti sem staddur var á Bakkaflóa. Einn maður var um borð en hann er heill á húfi. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Gæslunnar, segir að tilkynning hafi borist klukkan 15:46. „Þyrla Landhelgisgæslunnar var þegar í stað kölluð út og fiskibátar í grenndinni sem og línuskip, sem var í 30 mílna fjarlægð, beðið um að halda á staðinn. Björgunarskipið Sveinbjörn Sveinsson frá Vopnafirði var kallað út auk sjóbjörgunarsveita á svæðinu,“ segir Ásgeir í samtali við Vísi. Klukkan 16:30 var annar bátur kominn að þeim bát sem lekinn kom að. Ásgeir segir að það hafi verið álit skipstjóranna tveggja að það væri hægt að taka lekabátinn í tog og draga hann inn til Bakkafjarðar. „Þá var þyrlu Landhelgisgæslunnar snúið við þar sem að lensidæla bátsins hefur undan, meðan bátnum er ekki siglt fyrir eigin vélarafli,“ segir Ásgeir. Björgunarskipið og björgunarbátur Landsbjargar halda þó áfram að staðnum en að sögn Ásgeirs er hættuástandið afstaðið. Maðurinn sem var um borð í bátnum sem lekinn kom að er enn um borð og er verið að draga bátinn í land, eins og áður segir. Tilkynning LHG vegna málsins:Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst beiðni um aðstoð klukkan 15:46 frá skipstjóra fimm tonna fiskibáts á Bakkaflóa eftir að leki kom að bátnum. Einn var um borð. Þyrla Landhelgisgæslunnar var þegar í stað kölluð út auk þess sem skip í grenndinni voru beðin um að halda á staðinn. Þá var björgunarskipið Sveinbjörn Sveinsson, á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar, frá Vopnafirði kallað út sem og sjóbjörgunarsveitir á svæðinu.Klukkan 16:30 kom nálægur bátur að fiskibátnum og var það álit skipstjóranna að hægt væri að taka fiskibátinn í tog og draga inn til Bakkafjarðar. Lensidæla bátsins hefur undan meðan bátnum er ekki siglt undir eigin vélarafli. Björgunarskipið Sveinbjörn Sveinsson og harðbotna björgunarbátur frá Þórshöfn halda för sinni áfram að bátnum en þyrlu Landhelgisgæslunnar hefur verið snúið við.Uppfært 17:45 Klukkan 17:20 var björgunarbáturinn Jón Kr komin á vettvang, áhöfnin á honum ásamt bátnum Tóta fylgja nú bátnum sem er í vanda til hafnar í Bakkafirði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg. Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Langanesbyggð Vopnafjörður Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Viðbragðsaðilar voru með mikinn viðbúnað nú síðdegis eftir að stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst tilkynning um að leki hefði komið að fimm tonna fiskibáti sem staddur var á Bakkaflóa. Einn maður var um borð en hann er heill á húfi. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Gæslunnar, segir að tilkynning hafi borist klukkan 15:46. „Þyrla Landhelgisgæslunnar var þegar í stað kölluð út og fiskibátar í grenndinni sem og línuskip, sem var í 30 mílna fjarlægð, beðið um að halda á staðinn. Björgunarskipið Sveinbjörn Sveinsson frá Vopnafirði var kallað út auk sjóbjörgunarsveita á svæðinu,“ segir Ásgeir í samtali við Vísi. Klukkan 16:30 var annar bátur kominn að þeim bát sem lekinn kom að. Ásgeir segir að það hafi verið álit skipstjóranna tveggja að það væri hægt að taka lekabátinn í tog og draga hann inn til Bakkafjarðar. „Þá var þyrlu Landhelgisgæslunnar snúið við þar sem að lensidæla bátsins hefur undan, meðan bátnum er ekki siglt fyrir eigin vélarafli,“ segir Ásgeir. Björgunarskipið og björgunarbátur Landsbjargar halda þó áfram að staðnum en að sögn Ásgeirs er hættuástandið afstaðið. Maðurinn sem var um borð í bátnum sem lekinn kom að er enn um borð og er verið að draga bátinn í land, eins og áður segir. Tilkynning LHG vegna málsins:Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst beiðni um aðstoð klukkan 15:46 frá skipstjóra fimm tonna fiskibáts á Bakkaflóa eftir að leki kom að bátnum. Einn var um borð. Þyrla Landhelgisgæslunnar var þegar í stað kölluð út auk þess sem skip í grenndinni voru beðin um að halda á staðinn. Þá var björgunarskipið Sveinbjörn Sveinsson, á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar, frá Vopnafirði kallað út sem og sjóbjörgunarsveitir á svæðinu.Klukkan 16:30 kom nálægur bátur að fiskibátnum og var það álit skipstjóranna að hægt væri að taka fiskibátinn í tog og draga inn til Bakkafjarðar. Lensidæla bátsins hefur undan meðan bátnum er ekki siglt undir eigin vélarafli. Björgunarskipið Sveinbjörn Sveinsson og harðbotna björgunarbátur frá Þórshöfn halda för sinni áfram að bátnum en þyrlu Landhelgisgæslunnar hefur verið snúið við.Uppfært 17:45 Klukkan 17:20 var björgunarbáturinn Jón Kr komin á vettvang, áhöfnin á honum ásamt bátnum Tóta fylgja nú bátnum sem er í vanda til hafnar í Bakkafirði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg.
Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Langanesbyggð Vopnafjörður Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira