Regnbogabraut Skúli Ólafsson skrifar 2. október 2019 17:02 Í Neskirkju stendur nú yfir sýning sem kallast Regnbogabraut. Hún er í höndum þriggja hinsegin listamanna: Viktoríu Guðnadóttur, Hrafnkels Sigurðssonar og Logns Draumland. Einhver verkanna kunna að þykja stuðandi en í raun endurspegla þau umhyggju fyrir því rými þar sem þær birtast. Nakta líkama má finna á myndverkum víða í kirkjum heimsins og í tengslum við þá fagurfræði ættum við ekki að spyrja um gefna staðla. Ég held að listamennirnir hugleiði hver á sinn hátt þann margbreytileika sem einkennir sköpunina og ætti að vera fagnaðarefni kristnu fólki sem öðrum. Íslenska kirkjan og systkurkirkjur hennar hafa gengið í gegnum ákveðna siðbót hvað varðar afstöðu til hinsegin fólks. Lengi vel mátti það mátti fara leynt með kynhneigð sína og ástir og trúarsamfélagið viðhélt þeirri menningu. Þau mál hafa blessunarlega breyst og hugarfarsbylting hefur átt sér stað innan veggja kirkjunnar. Við megum þó ekki gleyma því að hópar innan veggja hennar höfðu hvatt til slíkra breytinga löngu áður en til dæmis umræðan um hjúskap samkynhneigðra komst í hámæli. Kirkjan er í góðri æfingu þegar kemur að endurskoðun á hefðir og afstöðu til mikilvægra mála. Kristið fólk er sjálft gagnrýnið á það samfélag sem það er tilheyrir, kirkjuna. Fjölmörg dæmi má finna úr sögunni þar sem ríkjandi hugmyndir hafa þótt vera orðnar úr sér gengnar, yfirstjórn spillt og afstaða til ýmissa hópa fyrir neðan allar hellur. Þá hrópar fólk á nýja hugsun og nýja sýn. Þess vegna er kirkjan líka síbreytileg og vegferð hennar einkennist af síðstæðri endurskoðun og siðbót. Dr. Ynda Eldborg listfræðingur fjallar um þessi mál á dagskrá í Neskirkju sem hefst kl. 18:00, fimmtudaginn 3. október og stendur fram eftir kvöldi. Sjálfur ræði ég um túlkun guðfræðinga á umdeildum textum í Biblíunni sem notaðir hafa verið í gegnum aldirnar til fordæmingar á samkynhneigðum. Við njótum góðrar tónlistar og veitinga. Dagskráin er öllum opin. Með þessari sýningu og umfjöllun um hana viljum við halda áfram á þeirri braut sem farin hefur verið til aukinnar víðsýni og vitundar á brýnu réttlætismáli. Sagan geymir margan vitnisburð, meðal annars þann að ekki má slá slöku við í þessum efnum. Menningin er fljót að rata aftur í gömlu hjólförin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tónlist Þjóðkirkjan Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Í Neskirkju stendur nú yfir sýning sem kallast Regnbogabraut. Hún er í höndum þriggja hinsegin listamanna: Viktoríu Guðnadóttur, Hrafnkels Sigurðssonar og Logns Draumland. Einhver verkanna kunna að þykja stuðandi en í raun endurspegla þau umhyggju fyrir því rými þar sem þær birtast. Nakta líkama má finna á myndverkum víða í kirkjum heimsins og í tengslum við þá fagurfræði ættum við ekki að spyrja um gefna staðla. Ég held að listamennirnir hugleiði hver á sinn hátt þann margbreytileika sem einkennir sköpunina og ætti að vera fagnaðarefni kristnu fólki sem öðrum. Íslenska kirkjan og systkurkirkjur hennar hafa gengið í gegnum ákveðna siðbót hvað varðar afstöðu til hinsegin fólks. Lengi vel mátti það mátti fara leynt með kynhneigð sína og ástir og trúarsamfélagið viðhélt þeirri menningu. Þau mál hafa blessunarlega breyst og hugarfarsbylting hefur átt sér stað innan veggja kirkjunnar. Við megum þó ekki gleyma því að hópar innan veggja hennar höfðu hvatt til slíkra breytinga löngu áður en til dæmis umræðan um hjúskap samkynhneigðra komst í hámæli. Kirkjan er í góðri æfingu þegar kemur að endurskoðun á hefðir og afstöðu til mikilvægra mála. Kristið fólk er sjálft gagnrýnið á það samfélag sem það er tilheyrir, kirkjuna. Fjölmörg dæmi má finna úr sögunni þar sem ríkjandi hugmyndir hafa þótt vera orðnar úr sér gengnar, yfirstjórn spillt og afstaða til ýmissa hópa fyrir neðan allar hellur. Þá hrópar fólk á nýja hugsun og nýja sýn. Þess vegna er kirkjan líka síbreytileg og vegferð hennar einkennist af síðstæðri endurskoðun og siðbót. Dr. Ynda Eldborg listfræðingur fjallar um þessi mál á dagskrá í Neskirkju sem hefst kl. 18:00, fimmtudaginn 3. október og stendur fram eftir kvöldi. Sjálfur ræði ég um túlkun guðfræðinga á umdeildum textum í Biblíunni sem notaðir hafa verið í gegnum aldirnar til fordæmingar á samkynhneigðum. Við njótum góðrar tónlistar og veitinga. Dagskráin er öllum opin. Með þessari sýningu og umfjöllun um hana viljum við halda áfram á þeirri braut sem farin hefur verið til aukinnar víðsýni og vitundar á brýnu réttlætismáli. Sagan geymir margan vitnisburð, meðal annars þann að ekki má slá slöku við í þessum efnum. Menningin er fljót að rata aftur í gömlu hjólförin.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar