Kröftugar lækkanir fylgi nýrri spá Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 3. október 2019 07:00 Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri á opnum fundi Seðlabankans í gær. Vísir/vilhelm Ný verðbólguspá sem Seðlabankinn mun birta í næsta mánuði getur rennt stoðum undir kröftugar vaxtalækkanir að mati sérfræðings á fjármálamarkaði. Útlit sé fyrir að verðbólguspáin verði lækkuð sem mun setja pressu á Seðlabankann að lækka vexti enn frekar. „Það var gefið sterklega til kynna í yfirlýsingunni að verðbólguspá Seðlabankans yrði lækkuð í nóvember sem mun renna stoðum undir frekari kröftugar vaxtalækkanir hjá bankanum,“ segir Birgir Haraldsson, sérfræðingur hjá Arctica Finance, í samtali við Fréttablaðið. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað að lækka vexti bankans um 0,25 prósentustig og verða meginvextir bankans því 3,25 prósent. Þetta er í fjórða sinn á þessu ári sem nefndin ákveður að lækka vextina en þeir voru 4,5 prósent í byrjun árs. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði á opnum fundi í gærmorgun að verðbólguhorfur væru bjartari en hins vegar lægi ekki fyrir ný verðbólguspá hjá bankanum. „Það bendir allt til þess að hún hjaðni hraðar en síðasta spá gerði ráð fyrir. Það eru ýmsir þættir eins og hærra gengi og almennt séð ber minna á innlendum kostnaðarþrýstingi heldur en við bjuggumst við,“ sagði Ásgeir. Hann ítrekaði að peningastefnan myndi ráðast af því hvernig gögnin þróast. Birgir Haraldsson segir að á fundinum hafi staðið upp úr að seðlabankastjóri hafi gefið til kynna að bankinn myndi lækka verðbólguspá sína í nóvember. „Það er útlit fyrir að hagkerfið muni vaxa undir getu á næstu tveimur árum sem þýðir að verðbólguþrýstingur verður mjög hóflegur. Húsnæðismarkaðurinn hefur kólnað og innflutningsverð mun hægja hratt á sér inn í nýtt ár. Ef Seðlabankinn fer að sjá fram á að vera kominn í veruleg vandræði með verðbólgumarkmiðið næsta sumar þá þarf hann að bregðast við.“ Birgir bendir á að verðbólguspá Seðlabankans fyrir fjórða ársfjórðung næsta árs sé 2,1 prósent í dag. Lækkun á spánni í nóvember myndi væntanlega þýða að sá ársfjórðungur færi þá undir 2,0 prósent og þannig enn lengra undir verðbólgumarkmið bankans. „Ef við sjáum það gerast þá er Seðlabankinn kominn með ástæðu til að bregðast við með frekari vaxtalækkunum og það er ekki ólíklegt að verðbólguspárnar muni að endingu færast nær 1,5 prósentum fyrir mitt ár 2020 á komandi mánuðum.“ Í kjölfar vaxtaákvörðunarinnar lækkaði hlutabréfaverð í Kauphöllinni töluvert. Úrvalsvísitalan hafði lækkað um 1,9 prósent þegar markaðurinn lokaði. Jón Bjarki Bentsson, hagfræðingur Íslandsbanka, segir að tónninn í svörum seðlabankastjóra hafi mögulega valdið sumum vonbrigðum. „Seðlabankastjóri tók fram að orð hans á Sjávarútvegsþinginu hefðu verið slitin úr samhengi. Það sem hann átti við var að almennt muni vaxtastig verða lægra í fyrirsjáanlegri framtíð en við höfum átt að venjast,“ segir Jón Bjarki. Vísar hann til orða seðlabankastjóra á Sjávarútvegsdeginum í síðustu viku um að vextir gætu farið á „áður óþekktar slóðir“. „Það ásamt orðum aðstoðarseðlabankastjóra um að það væri ekki vilji í nefndinni til að keyra raunstýrivexti niður fyrir núll nema eitthvað breyttist í núverandi horfum, held ég að hafi valdið ýmsum á markaðinum vonbrigðum. Sumir hafa kannski haldið að það væru gerbreyttir tíma og vaxtastig myndi að verða nánast í takt við löndin í kringum okkur þar sem raunvextir eru neikvæðir. Menn fóru aðeins fram úr sér og við sáum það í hreyfingunum á verðbréfamarkaði.“ Fjármálaeftirlitið tilkynnti í fyrradag að áform um hækkun sveiflujöfnunarauka stæðu óbreytt. Jón Bjarki segir að áformin rími illa við lækkun stýrivaxta. „Á sama tíma og stýrivextir fara lækkandi þá eru önnur skilyrði fjármálakerfisins nokkuð aðhaldssöm. Þessi stífi rammi hamlar því að það sé hægt að miðla lækkun stýrivaxta yfir í almennt betri lánskjör og greiðara aðgengi að lánum fyrir bæði einstaklinga og fyrirtæki. Það er vel skiljanlegt að stjórnvöld vilji hafa vaðið fyrir neðan sig en til þess að vaxtastigið komist til skila þarf að smyrja hjól fjármálakerfisins.“ Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Seðlabankinn Tengdar fréttir Heimilin í landinu halda að sér höndum eftir kjarasamningana Áfram mun hægja á vexti efnahagsumsvifa og verðbólga jókst milli mánaða í september. 2. október 2019 13:15 Seðlabankastjóri segir stýrivaxtalækkun eiga að skila sér til heimilanna Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 0,25 prósentustig í morgun. 2. október 2019 19:00 Stýrivextir lækka í 3,25 prósent Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,25%. 2. október 2019 08:57 Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira
Ný verðbólguspá sem Seðlabankinn mun birta í næsta mánuði getur rennt stoðum undir kröftugar vaxtalækkanir að mati sérfræðings á fjármálamarkaði. Útlit sé fyrir að verðbólguspáin verði lækkuð sem mun setja pressu á Seðlabankann að lækka vexti enn frekar. „Það var gefið sterklega til kynna í yfirlýsingunni að verðbólguspá Seðlabankans yrði lækkuð í nóvember sem mun renna stoðum undir frekari kröftugar vaxtalækkanir hjá bankanum,“ segir Birgir Haraldsson, sérfræðingur hjá Arctica Finance, í samtali við Fréttablaðið. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað að lækka vexti bankans um 0,25 prósentustig og verða meginvextir bankans því 3,25 prósent. Þetta er í fjórða sinn á þessu ári sem nefndin ákveður að lækka vextina en þeir voru 4,5 prósent í byrjun árs. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði á opnum fundi í gærmorgun að verðbólguhorfur væru bjartari en hins vegar lægi ekki fyrir ný verðbólguspá hjá bankanum. „Það bendir allt til þess að hún hjaðni hraðar en síðasta spá gerði ráð fyrir. Það eru ýmsir þættir eins og hærra gengi og almennt séð ber minna á innlendum kostnaðarþrýstingi heldur en við bjuggumst við,“ sagði Ásgeir. Hann ítrekaði að peningastefnan myndi ráðast af því hvernig gögnin þróast. Birgir Haraldsson segir að á fundinum hafi staðið upp úr að seðlabankastjóri hafi gefið til kynna að bankinn myndi lækka verðbólguspá sína í nóvember. „Það er útlit fyrir að hagkerfið muni vaxa undir getu á næstu tveimur árum sem þýðir að verðbólguþrýstingur verður mjög hóflegur. Húsnæðismarkaðurinn hefur kólnað og innflutningsverð mun hægja hratt á sér inn í nýtt ár. Ef Seðlabankinn fer að sjá fram á að vera kominn í veruleg vandræði með verðbólgumarkmiðið næsta sumar þá þarf hann að bregðast við.“ Birgir bendir á að verðbólguspá Seðlabankans fyrir fjórða ársfjórðung næsta árs sé 2,1 prósent í dag. Lækkun á spánni í nóvember myndi væntanlega þýða að sá ársfjórðungur færi þá undir 2,0 prósent og þannig enn lengra undir verðbólgumarkmið bankans. „Ef við sjáum það gerast þá er Seðlabankinn kominn með ástæðu til að bregðast við með frekari vaxtalækkunum og það er ekki ólíklegt að verðbólguspárnar muni að endingu færast nær 1,5 prósentum fyrir mitt ár 2020 á komandi mánuðum.“ Í kjölfar vaxtaákvörðunarinnar lækkaði hlutabréfaverð í Kauphöllinni töluvert. Úrvalsvísitalan hafði lækkað um 1,9 prósent þegar markaðurinn lokaði. Jón Bjarki Bentsson, hagfræðingur Íslandsbanka, segir að tónninn í svörum seðlabankastjóra hafi mögulega valdið sumum vonbrigðum. „Seðlabankastjóri tók fram að orð hans á Sjávarútvegsþinginu hefðu verið slitin úr samhengi. Það sem hann átti við var að almennt muni vaxtastig verða lægra í fyrirsjáanlegri framtíð en við höfum átt að venjast,“ segir Jón Bjarki. Vísar hann til orða seðlabankastjóra á Sjávarútvegsdeginum í síðustu viku um að vextir gætu farið á „áður óþekktar slóðir“. „Það ásamt orðum aðstoðarseðlabankastjóra um að það væri ekki vilji í nefndinni til að keyra raunstýrivexti niður fyrir núll nema eitthvað breyttist í núverandi horfum, held ég að hafi valdið ýmsum á markaðinum vonbrigðum. Sumir hafa kannski haldið að það væru gerbreyttir tíma og vaxtastig myndi að verða nánast í takt við löndin í kringum okkur þar sem raunvextir eru neikvæðir. Menn fóru aðeins fram úr sér og við sáum það í hreyfingunum á verðbréfamarkaði.“ Fjármálaeftirlitið tilkynnti í fyrradag að áform um hækkun sveiflujöfnunarauka stæðu óbreytt. Jón Bjarki segir að áformin rími illa við lækkun stýrivaxta. „Á sama tíma og stýrivextir fara lækkandi þá eru önnur skilyrði fjármálakerfisins nokkuð aðhaldssöm. Þessi stífi rammi hamlar því að það sé hægt að miðla lækkun stýrivaxta yfir í almennt betri lánskjör og greiðara aðgengi að lánum fyrir bæði einstaklinga og fyrirtæki. Það er vel skiljanlegt að stjórnvöld vilji hafa vaðið fyrir neðan sig en til þess að vaxtastigið komist til skila þarf að smyrja hjól fjármálakerfisins.“
Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Seðlabankinn Tengdar fréttir Heimilin í landinu halda að sér höndum eftir kjarasamningana Áfram mun hægja á vexti efnahagsumsvifa og verðbólga jókst milli mánaða í september. 2. október 2019 13:15 Seðlabankastjóri segir stýrivaxtalækkun eiga að skila sér til heimilanna Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 0,25 prósentustig í morgun. 2. október 2019 19:00 Stýrivextir lækka í 3,25 prósent Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,25%. 2. október 2019 08:57 Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira
Heimilin í landinu halda að sér höndum eftir kjarasamningana Áfram mun hægja á vexti efnahagsumsvifa og verðbólga jókst milli mánaða í september. 2. október 2019 13:15
Seðlabankastjóri segir stýrivaxtalækkun eiga að skila sér til heimilanna Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 0,25 prósentustig í morgun. 2. október 2019 19:00
Stýrivextir lækka í 3,25 prósent Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,25%. 2. október 2019 08:57