Táningur sem skotinn var af lögreglu ákærður fyrir óeirðir og árás Samúel Karl Ólason skrifar 3. október 2019 08:55 Mótmælendur eru reiðir yfir atvikinu og vilja draga lögregluna til ábyrgðar. AP/Felipe Dana Táningurinn sem skotinn var af lögregluþjóni í Hong Kong á aðfaranótt þriðjudagsins síðasta verður ákærður fyrir óeirðir og að ráðast á lögregluþjón. Umfangsmikil mótmæli áttu sér stað í Hong Kong á þriðjudaginn, sem var einnig 70 ára afmælisdagur ríkisstjórnar Kommúnistaflokksins. Undanfarna mánuði hafa mótmælendur í Hong Kong krafist lýðræðisumbóta og hefur ítrekað komið til átaka á milli mótmælenda og lögreglu. Hinn 18 ára gamli Tsang Chi-kin var skotinn af lögregluþjóni og er sagður í stöðugu ástandi eftir skurðaðgerð. Lögregluþjónninn skaut Tsang í þann mun er táningurinn sló til hans með, að virðist, einhverskonar járnröri.AP fréttaveitan vitnar í tilkynningu frá lögreglunni þar sem fram kemur að málið gegn Tsang yrði flutt fyrir dómara í dag. Hann verður meðal sjö mótmælanda sem ákærðir eru fyrir óeirðir en þar að auki stendur hann frammi fyrir tveimur ákærum. Ekki er ljóst hvort Tsang verði færður fyrir dómara.Hámarksrefsing fyrir óeirðir eru tíu ára fangelsisvist. Þúsundir mótmæltu á götum Hong Kong í gær og kröfðust þess að lögreglan yrði dregin til ábyrgðar vegna skotárásarinnar en mótmælendur segja hana ekki hafa átt rétt á sér. Lítill hluti mótmælanda mun hafa kastað gassprengjum að lögreglu, sem svaraði með táragasi. Hong Kong Kína Tengdar fréttir Áfram mótmælt eftir að ungmenni var skotið Þúsundir komu saman í Hong Kong. 2. október 2019 19:00 Gúmmíkúlum og táragasi skotið að mótmælendum í Hong Kong Átökin í dag eru sögð á meðal þeirra hörðustu frá því að mótmæli hófust í borginni fyrir rúmum þremur mánuðum. 29. september 2019 09:49 Mótmælandi skotinn af lögreglu í Hong Kong Lögregluþjónar í Hong Kong hafa skotið mótmælanda og er það í fyrsta sinn sem slíkt gerist eftir margra mánaða mótmæli. 1. október 2019 10:15 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira
Táningurinn sem skotinn var af lögregluþjóni í Hong Kong á aðfaranótt þriðjudagsins síðasta verður ákærður fyrir óeirðir og að ráðast á lögregluþjón. Umfangsmikil mótmæli áttu sér stað í Hong Kong á þriðjudaginn, sem var einnig 70 ára afmælisdagur ríkisstjórnar Kommúnistaflokksins. Undanfarna mánuði hafa mótmælendur í Hong Kong krafist lýðræðisumbóta og hefur ítrekað komið til átaka á milli mótmælenda og lögreglu. Hinn 18 ára gamli Tsang Chi-kin var skotinn af lögregluþjóni og er sagður í stöðugu ástandi eftir skurðaðgerð. Lögregluþjónninn skaut Tsang í þann mun er táningurinn sló til hans með, að virðist, einhverskonar járnröri.AP fréttaveitan vitnar í tilkynningu frá lögreglunni þar sem fram kemur að málið gegn Tsang yrði flutt fyrir dómara í dag. Hann verður meðal sjö mótmælanda sem ákærðir eru fyrir óeirðir en þar að auki stendur hann frammi fyrir tveimur ákærum. Ekki er ljóst hvort Tsang verði færður fyrir dómara.Hámarksrefsing fyrir óeirðir eru tíu ára fangelsisvist. Þúsundir mótmæltu á götum Hong Kong í gær og kröfðust þess að lögreglan yrði dregin til ábyrgðar vegna skotárásarinnar en mótmælendur segja hana ekki hafa átt rétt á sér. Lítill hluti mótmælanda mun hafa kastað gassprengjum að lögreglu, sem svaraði með táragasi.
Hong Kong Kína Tengdar fréttir Áfram mótmælt eftir að ungmenni var skotið Þúsundir komu saman í Hong Kong. 2. október 2019 19:00 Gúmmíkúlum og táragasi skotið að mótmælendum í Hong Kong Átökin í dag eru sögð á meðal þeirra hörðustu frá því að mótmæli hófust í borginni fyrir rúmum þremur mánuðum. 29. september 2019 09:49 Mótmælandi skotinn af lögreglu í Hong Kong Lögregluþjónar í Hong Kong hafa skotið mótmælanda og er það í fyrsta sinn sem slíkt gerist eftir margra mánaða mótmæli. 1. október 2019 10:15 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira
Gúmmíkúlum og táragasi skotið að mótmælendum í Hong Kong Átökin í dag eru sögð á meðal þeirra hörðustu frá því að mótmæli hófust í borginni fyrir rúmum þremur mánuðum. 29. september 2019 09:49
Mótmælandi skotinn af lögreglu í Hong Kong Lögregluþjónar í Hong Kong hafa skotið mótmælanda og er það í fyrsta sinn sem slíkt gerist eftir margra mánaða mótmæli. 1. október 2019 10:15