Skoða bann við grímum í Hong Kong og búist við neyðarlögum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. október 2019 19:15 Mótmælin í Hong Kong héldu áfram í dag og beinast nú í auknum mæli gegn bæði lögreglu og meintum vaxandi ítökum kínverska Kommúnistaflokksins á þessu sjálfstjórnarsvæði. Mótmælendur létu til dæmis í sér heyra við Kínverska háskólann í Hong Kong og sagði Anson Yip, varaforseti nemendafélagsins, tilgang samkomunnar vera annars vegar að boða til verkfalls nemenda og hins vegar að krefjast skýrrar afstöðu skólastjórnenda. „Af því okkur þykir lögregla ganga afar hart fram, sérstaklega eftir atburðina 1. október, sem reiddu marga til reiði, þegar lögregla skaut byssukúlum að nemum,“ sagði Yip.Neyðarlög og grímubann Þar vitnaði Yip til þess að lögregla skaut að mótmælendum með venjulegum byssukúlum á þriðjudag. Kúla sneiddi rétt framhjá hjarta hins átján ára Tsang Chi-kin, sem var fluttur á gjörgæslu en er ekki talinn í lífshættu. Líklegt þykir að Carrie Lam, æðsti embættismaður borgarinnar, tilkynni á morgun um sentingu neyðarlaga. Stjórnmálamenn hliðhollir Kommúnistaflokknum töluðu svo í dag fyrir nýju frumvarpi sem myndi banna íbúum að hylja andlit sín vegna aukins ofbeldi af hálfu lögreglu og mótmælenda. „Þetta er ekki endanleg lausn heldur ein möguleg lausn á þessu ástandi sem nú ríkir í Hong Kong,“ sagði Elizabeth Quat, þingmaður DAB. Stjórnarandstæðingar eru ekki sannfærðir. Dennis Kwok, þingmaður Borgaraflokksins, sem styður Kommúnistaflokkinn ekki, sagði frumvarpið eingöngu til þess fallið að gera ástandið verra. „Neyðarlögin eru einungis fyrsta skrefið í átt að alræðisríki,“ bætti hann við. Hong Kong Kína Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira
Mótmælin í Hong Kong héldu áfram í dag og beinast nú í auknum mæli gegn bæði lögreglu og meintum vaxandi ítökum kínverska Kommúnistaflokksins á þessu sjálfstjórnarsvæði. Mótmælendur létu til dæmis í sér heyra við Kínverska háskólann í Hong Kong og sagði Anson Yip, varaforseti nemendafélagsins, tilgang samkomunnar vera annars vegar að boða til verkfalls nemenda og hins vegar að krefjast skýrrar afstöðu skólastjórnenda. „Af því okkur þykir lögregla ganga afar hart fram, sérstaklega eftir atburðina 1. október, sem reiddu marga til reiði, þegar lögregla skaut byssukúlum að nemum,“ sagði Yip.Neyðarlög og grímubann Þar vitnaði Yip til þess að lögregla skaut að mótmælendum með venjulegum byssukúlum á þriðjudag. Kúla sneiddi rétt framhjá hjarta hins átján ára Tsang Chi-kin, sem var fluttur á gjörgæslu en er ekki talinn í lífshættu. Líklegt þykir að Carrie Lam, æðsti embættismaður borgarinnar, tilkynni á morgun um sentingu neyðarlaga. Stjórnmálamenn hliðhollir Kommúnistaflokknum töluðu svo í dag fyrir nýju frumvarpi sem myndi banna íbúum að hylja andlit sín vegna aukins ofbeldi af hálfu lögreglu og mótmælenda. „Þetta er ekki endanleg lausn heldur ein möguleg lausn á þessu ástandi sem nú ríkir í Hong Kong,“ sagði Elizabeth Quat, þingmaður DAB. Stjórnarandstæðingar eru ekki sannfærðir. Dennis Kwok, þingmaður Borgaraflokksins, sem styður Kommúnistaflokkinn ekki, sagði frumvarpið eingöngu til þess fallið að gera ástandið verra. „Neyðarlögin eru einungis fyrsta skrefið í átt að alræðisríki,“ bætti hann við.
Hong Kong Kína Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira