Ekki þurfti að nota klippur við að ná fólkinu út úr bílunum.Vísir/Birgir
Tveggja bíla árekstur varð rétt í þessu á horni Háaleitisbrautar og Miklubrautar. Fimm voru í bílunum og verða allir fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar og skoðunar. Búist er við einhverjum umferðartöfum vegna árekstursins en bílarnir verða fjarlægðir með dráttarbíl.
Eyþór Leifsson varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að ekki hafi þurft að klippa neinn út úr bílunum, allir hafi komist út af sjálfsdáðum. Talið er að um minniháttar áverka sé að ræða.