Húsgagnakaup í IKEA vekja heimsathygli Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. október 2019 14:00 IKEA á Íslandi er staðsett í Garðabæ. Vísir/vilhelm Húsgagnaviðskipti sem áttu sér stað á Íslandi í liðinni viku með rafeyri hafa vakið athygli langt út fyrir landsteinanna. Viðskipti sem þessi geta dregið úr margvíslegum flækjum, og um leið kostnaði, fyrir íslensk fyrirtæki að sögn framkvæmdastjóra íslensks rafeyrisfyrirtækis. Það þykir alla jafna ekki tíðindum sæta þegar keypt eru húsgögn í verslun IKEA í Kauptúni, ekki frekar en öðrum húsgagnaverslunum. Á þessu eru þó undantekningar. Kaup minjagripabúðarinnar Nordic Store á nokkrum húsgögnum úr Ikea í liðinni viku hafa þannig ratað í heimsfréttirnar. Ekki vegna peningaupphæðarinnar sem skipti um hendur, heldur peningagerðarinnar, því Ikea og Nordic Store áttu sín viðskipti með rafeyri. En hvers vegna þykir það merkilegt? „Þetta er í fyrsta skipti sem viðskipti eiga sér stað með slíkum hætti með atbeina bálkakeðju,“ segir Sveinn Valfells, framkvæmdastjóri íslenska rafeyrisfyrirtæksins Monerium, sem hafði milligöngu um viðskiptin.Sjá einnig: Bálkakeðjur gjörbreyta landslaginu„Það sem við erum að sýna fram á í fyrsta skipti með atbeina bálkakeðju er að það sé hægt að stunda viðskipti með stafræna reikninga og stafrænar pantanir og gera þau upp með stafrænum peningum á bálkakeðju, sem sýnir fram á þá gríðarlegu möguleika sem bálkakeðjur hafa í netviðskiptum almennt.“ Tugir frétta hafa verið skrifaðar um viðskipti IKEA og Nordic Store á fréttavefi sem sérhæfa sig í umfjöllun um bálkakeðjur og rafmyntir. Sveinn segir áhugann ekki síst skýrast af tækninni sem býr að baki, sem geti auðveldað viðskipti framtíðarinnar. „Þetta mun draga úr kostnaði og flækjum og gerir tilteknum viðskiptum, sem eiga sér stað á mörgum mismunandi stöðum, kleift að gerast á einum stað. Sem leiðir til mikils öryggis og sparnaðar.“ Upplýsingafulltrúi IKEA á Íslandi segir að það hafi verið spennandi að taka þátt í einhverju sem verður mögulega hversdagslegur viðskiptamáti áður en langt um líður. Það sé þó ekki þannig að viðskiptavinir Ikea geti greitt með rafeyri í versluninni, ekki enn sem komið er í það minnsta. Nú hafi þó verið sýnt fram á að það sé gerlegt og ætli Ikea því að fylgjast vel með hvernig fram vindur. Rafmyntir IKEA Markaðir Tækni Tengdar fréttir Bálkakeðjur gjörbreyta landslaginu Seðlabankar og stórfyrirtæki skoða hagnýtingu á bálkakeðjutækni með því að gefa út rafmyntir bundnar við lögeyri. Framkvæmdastjóri Rafmyntaráðs segir tæknina geta breytt fjármálakerfinu. 16. maí 2019 06:45 Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira
Húsgagnaviðskipti sem áttu sér stað á Íslandi í liðinni viku með rafeyri hafa vakið athygli langt út fyrir landsteinanna. Viðskipti sem þessi geta dregið úr margvíslegum flækjum, og um leið kostnaði, fyrir íslensk fyrirtæki að sögn framkvæmdastjóra íslensks rafeyrisfyrirtækis. Það þykir alla jafna ekki tíðindum sæta þegar keypt eru húsgögn í verslun IKEA í Kauptúni, ekki frekar en öðrum húsgagnaverslunum. Á þessu eru þó undantekningar. Kaup minjagripabúðarinnar Nordic Store á nokkrum húsgögnum úr Ikea í liðinni viku hafa þannig ratað í heimsfréttirnar. Ekki vegna peningaupphæðarinnar sem skipti um hendur, heldur peningagerðarinnar, því Ikea og Nordic Store áttu sín viðskipti með rafeyri. En hvers vegna þykir það merkilegt? „Þetta er í fyrsta skipti sem viðskipti eiga sér stað með slíkum hætti með atbeina bálkakeðju,“ segir Sveinn Valfells, framkvæmdastjóri íslenska rafeyrisfyrirtæksins Monerium, sem hafði milligöngu um viðskiptin.Sjá einnig: Bálkakeðjur gjörbreyta landslaginu„Það sem við erum að sýna fram á í fyrsta skipti með atbeina bálkakeðju er að það sé hægt að stunda viðskipti með stafræna reikninga og stafrænar pantanir og gera þau upp með stafrænum peningum á bálkakeðju, sem sýnir fram á þá gríðarlegu möguleika sem bálkakeðjur hafa í netviðskiptum almennt.“ Tugir frétta hafa verið skrifaðar um viðskipti IKEA og Nordic Store á fréttavefi sem sérhæfa sig í umfjöllun um bálkakeðjur og rafmyntir. Sveinn segir áhugann ekki síst skýrast af tækninni sem býr að baki, sem geti auðveldað viðskipti framtíðarinnar. „Þetta mun draga úr kostnaði og flækjum og gerir tilteknum viðskiptum, sem eiga sér stað á mörgum mismunandi stöðum, kleift að gerast á einum stað. Sem leiðir til mikils öryggis og sparnaðar.“ Upplýsingafulltrúi IKEA á Íslandi segir að það hafi verið spennandi að taka þátt í einhverju sem verður mögulega hversdagslegur viðskiptamáti áður en langt um líður. Það sé þó ekki þannig að viðskiptavinir Ikea geti greitt með rafeyri í versluninni, ekki enn sem komið er í það minnsta. Nú hafi þó verið sýnt fram á að það sé gerlegt og ætli Ikea því að fylgjast vel með hvernig fram vindur.
Rafmyntir IKEA Markaðir Tækni Tengdar fréttir Bálkakeðjur gjörbreyta landslaginu Seðlabankar og stórfyrirtæki skoða hagnýtingu á bálkakeðjutækni með því að gefa út rafmyntir bundnar við lögeyri. Framkvæmdastjóri Rafmyntaráðs segir tæknina geta breytt fjármálakerfinu. 16. maí 2019 06:45 Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira
Bálkakeðjur gjörbreyta landslaginu Seðlabankar og stórfyrirtæki skoða hagnýtingu á bálkakeðjutækni með því að gefa út rafmyntir bundnar við lögeyri. Framkvæmdastjóri Rafmyntaráðs segir tæknina geta breytt fjármálakerfinu. 16. maí 2019 06:45