Húsgagnakaup í IKEA vekja heimsathygli Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. október 2019 14:00 IKEA á Íslandi er staðsett í Garðabæ. Vísir/vilhelm Húsgagnaviðskipti sem áttu sér stað á Íslandi í liðinni viku með rafeyri hafa vakið athygli langt út fyrir landsteinanna. Viðskipti sem þessi geta dregið úr margvíslegum flækjum, og um leið kostnaði, fyrir íslensk fyrirtæki að sögn framkvæmdastjóra íslensks rafeyrisfyrirtækis. Það þykir alla jafna ekki tíðindum sæta þegar keypt eru húsgögn í verslun IKEA í Kauptúni, ekki frekar en öðrum húsgagnaverslunum. Á þessu eru þó undantekningar. Kaup minjagripabúðarinnar Nordic Store á nokkrum húsgögnum úr Ikea í liðinni viku hafa þannig ratað í heimsfréttirnar. Ekki vegna peningaupphæðarinnar sem skipti um hendur, heldur peningagerðarinnar, því Ikea og Nordic Store áttu sín viðskipti með rafeyri. En hvers vegna þykir það merkilegt? „Þetta er í fyrsta skipti sem viðskipti eiga sér stað með slíkum hætti með atbeina bálkakeðju,“ segir Sveinn Valfells, framkvæmdastjóri íslenska rafeyrisfyrirtæksins Monerium, sem hafði milligöngu um viðskiptin.Sjá einnig: Bálkakeðjur gjörbreyta landslaginu„Það sem við erum að sýna fram á í fyrsta skipti með atbeina bálkakeðju er að það sé hægt að stunda viðskipti með stafræna reikninga og stafrænar pantanir og gera þau upp með stafrænum peningum á bálkakeðju, sem sýnir fram á þá gríðarlegu möguleika sem bálkakeðjur hafa í netviðskiptum almennt.“ Tugir frétta hafa verið skrifaðar um viðskipti IKEA og Nordic Store á fréttavefi sem sérhæfa sig í umfjöllun um bálkakeðjur og rafmyntir. Sveinn segir áhugann ekki síst skýrast af tækninni sem býr að baki, sem geti auðveldað viðskipti framtíðarinnar. „Þetta mun draga úr kostnaði og flækjum og gerir tilteknum viðskiptum, sem eiga sér stað á mörgum mismunandi stöðum, kleift að gerast á einum stað. Sem leiðir til mikils öryggis og sparnaðar.“ Upplýsingafulltrúi IKEA á Íslandi segir að það hafi verið spennandi að taka þátt í einhverju sem verður mögulega hversdagslegur viðskiptamáti áður en langt um líður. Það sé þó ekki þannig að viðskiptavinir Ikea geti greitt með rafeyri í versluninni, ekki enn sem komið er í það minnsta. Nú hafi þó verið sýnt fram á að það sé gerlegt og ætli Ikea því að fylgjast vel með hvernig fram vindur. Rafmyntir IKEA Markaðir Tækni Tengdar fréttir Bálkakeðjur gjörbreyta landslaginu Seðlabankar og stórfyrirtæki skoða hagnýtingu á bálkakeðjutækni með því að gefa út rafmyntir bundnar við lögeyri. Framkvæmdastjóri Rafmyntaráðs segir tæknina geta breytt fjármálakerfinu. 16. maí 2019 06:45 Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Húsgagnaviðskipti sem áttu sér stað á Íslandi í liðinni viku með rafeyri hafa vakið athygli langt út fyrir landsteinanna. Viðskipti sem þessi geta dregið úr margvíslegum flækjum, og um leið kostnaði, fyrir íslensk fyrirtæki að sögn framkvæmdastjóra íslensks rafeyrisfyrirtækis. Það þykir alla jafna ekki tíðindum sæta þegar keypt eru húsgögn í verslun IKEA í Kauptúni, ekki frekar en öðrum húsgagnaverslunum. Á þessu eru þó undantekningar. Kaup minjagripabúðarinnar Nordic Store á nokkrum húsgögnum úr Ikea í liðinni viku hafa þannig ratað í heimsfréttirnar. Ekki vegna peningaupphæðarinnar sem skipti um hendur, heldur peningagerðarinnar, því Ikea og Nordic Store áttu sín viðskipti með rafeyri. En hvers vegna þykir það merkilegt? „Þetta er í fyrsta skipti sem viðskipti eiga sér stað með slíkum hætti með atbeina bálkakeðju,“ segir Sveinn Valfells, framkvæmdastjóri íslenska rafeyrisfyrirtæksins Monerium, sem hafði milligöngu um viðskiptin.Sjá einnig: Bálkakeðjur gjörbreyta landslaginu„Það sem við erum að sýna fram á í fyrsta skipti með atbeina bálkakeðju er að það sé hægt að stunda viðskipti með stafræna reikninga og stafrænar pantanir og gera þau upp með stafrænum peningum á bálkakeðju, sem sýnir fram á þá gríðarlegu möguleika sem bálkakeðjur hafa í netviðskiptum almennt.“ Tugir frétta hafa verið skrifaðar um viðskipti IKEA og Nordic Store á fréttavefi sem sérhæfa sig í umfjöllun um bálkakeðjur og rafmyntir. Sveinn segir áhugann ekki síst skýrast af tækninni sem býr að baki, sem geti auðveldað viðskipti framtíðarinnar. „Þetta mun draga úr kostnaði og flækjum og gerir tilteknum viðskiptum, sem eiga sér stað á mörgum mismunandi stöðum, kleift að gerast á einum stað. Sem leiðir til mikils öryggis og sparnaðar.“ Upplýsingafulltrúi IKEA á Íslandi segir að það hafi verið spennandi að taka þátt í einhverju sem verður mögulega hversdagslegur viðskiptamáti áður en langt um líður. Það sé þó ekki þannig að viðskiptavinir Ikea geti greitt með rafeyri í versluninni, ekki enn sem komið er í það minnsta. Nú hafi þó verið sýnt fram á að það sé gerlegt og ætli Ikea því að fylgjast vel með hvernig fram vindur.
Rafmyntir IKEA Markaðir Tækni Tengdar fréttir Bálkakeðjur gjörbreyta landslaginu Seðlabankar og stórfyrirtæki skoða hagnýtingu á bálkakeðjutækni með því að gefa út rafmyntir bundnar við lögeyri. Framkvæmdastjóri Rafmyntaráðs segir tæknina geta breytt fjármálakerfinu. 16. maí 2019 06:45 Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Bálkakeðjur gjörbreyta landslaginu Seðlabankar og stórfyrirtæki skoða hagnýtingu á bálkakeðjutækni með því að gefa út rafmyntir bundnar við lögeyri. Framkvæmdastjóri Rafmyntaráðs segir tæknina geta breytt fjármálakerfinu. 16. maí 2019 06:45