Repúblikanar fordæma ákvörðun Trump Samúel Karl Ólason skrifar 7. október 2019 18:04 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Carolyn Kaster Nokkrir af helstu bandamönnum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa fordæmt þá ákvörðun hans að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi og gera Tyrkjum kleift að herja á sýrlenska Kúrda og bandamenn þeirra í Sýrlenska lýðræðishernum (SDF). Ákvörðunin var tilkynnt skyndilega í gærkvöldi og eftir símtal á milli Trump og Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands. Trump hefur reynt að lægja öldurnar með því að hóta Tyrkjum efnahagslegri eyðileggingu. Flestir þeir sem gagnrýna ákvörðun Trump gera það á þeim grundvelli að hann sé að yfirgefa góða bandamenn sem hafi barist með Bandaríkjunum, og fyrir, undanfarin ár og að bardagar á milli Tyrkja og Kúrda muni auka líkurnar á upprisu Íslamska ríkisins.Sjá einnig: Kúvending eftir símtal Trump og Erdogan í gærMeðal þeirra eru öldungadeildarþingmaðurinn Lindsay Graham, einn af helstu bandamönnum Trump. Hann sagði ákvörðunina vera „stórslys“. Graham sagði í dag að hann muni kalla eftir brottrekstri Tyrkja úr Atlantshafsbandalaginu og að þeir verði beittir refsiaðgerðum, ef þeir ráðast gegn SDF. Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni, segir þingmenn almennt ósammála ákvörðun Trump og hvatti hann forsetann til að sýna „bandaríska forystu“. Hann sagði að átök milli Tyrkja og SDF kæmu niður á sambandi Bandaríkjanna og Tyrklands og myndu leiða til frekari einangrunar Tyrklands á heimssviðinu.Aðrir öldungadeildarþingmenn beggja flokka, sem sitja í Utanríkismálanefnd öldungadeildarinnar gáfu frá sér yfirlýsingu í dag þar sem segja að „svik“ Trump muni hafa hræðilegar afleiðingar. Hún muni koma verulega niður á sýrlenskum Kúrdum, draga úr trúverðugleika Bandaríkjanna og skapa valdatæmi í Sýrlandi sem hagnist ISIS-liðum. Þar að auki muni Bashar al-Assad, Rússar og Íranar hagnast á ákvörðuninni.Ríkisstjórnin verði tafarlaust að endurskoða þá ákvörðun að endurkalla þá fáu bandarísku hermenn sem eru í Sýrlandi, þar sem vera þeirra hafi skapað mikinn frið. Án nokkurs konar samkomulags um vernd Kúrda og annarra bandamanna Bandaríkjanna, sé vera takmarkaðs fjölda hermanna á svæðinu nauðsynleg til að verja þjóðarhagsmuni Bandaríkjanna og þá hugrökku aðila sem börðust með þeim gegn ISIS. Nikki Haley, sem var sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Sameinuðu þjóðunum sagði Bandaríkin þurfa að standa við bakið á bandamönnum þeirra, ef forsvarsmenn Bandaríkjanna búast við því að bandamennirnir standi við bakið á þeim sjálfum. „Að yfirgefa þá til að deyja eru stór mistök,“ sagði hún.We must always have the backs of our allies, if we expect them to have our back. The Kurds were instrumental in our successful fight against ISIS in Syria. Leaving them to die is a big mistake. #TurkeyIsNotOurFriend — Nikki Haley (@NikkiHaley) October 7, 2019Sjá einnig: Trump afsalar Bandaríkjunum ábyrgð á SýrlandsstríðinuKevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni, gagnrýndi ákvörðunina einnig í dag, samkvæmt AP fréttaveitunni. Hann sagðist vilja standa við loforð Bandaríkjanna gagnvart þeim sem hjálpa þeim og berjast með þeim. Seinni partinn í dag reyndi Trump að lægja öldurnar með því að hóta Tyrkjum efnahagslegri eyðileggingu, geri þeir eitthvað sem hann, af sinni „miklu og óviðjafnanlegu“ visku telji ekki við hæfi. „Eins og ég hef haldið sterklega fram áður, og til að ítreka, ef Tyrkir gera eitthvað sem ég, af minni miklu og óviðjafnanlegu visku, tel ekki við hæfi, mun ég algerlega rústa og útrýma efnahagi Tyrklands (Ég hef gert það áður!) Þeir verða, með Evrópu og öðrum, að standa vörð um fangaða ISIS-liða og fjölskyldur þeirra. Bandaríkin hafa gert mun meira en nokkur gat búist við, þar á meðal að taka 100 prósent af Kalífadæmi ISIS. Það er kominn tími fyrir aðra á svæðinu, sumir sem eru mjög auðugir, að vernda þeirra eigin svæði. BANDARÍKIN ERU FRÁBÆR!“ sagði forsetinn.....the captured ISIS fighters and families. The U.S. has done far more than anyone could have ever expected, including the capture of 100% of the ISIS Caliphate. It is time now for others in the region, some of great wealth, to protect their own territory. THE USA IS GREAT! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 7, 2019 Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin NATO Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Kúvending eftir símtal Trump og Erdogan í gær Bandaríkjastjórn ákvað að snúa bakinu við bandamönnum sínum Kúrdum í Sýrlandi eftir símtal Trump og Erdogan. 7. október 2019 10:48 Tyrkir áforma innrás í Sýrland Tyrkir áforma nú innrás inn í norðausturhluta Sýrlands og Bandaríkjamenn virðast hafa gefið grænt ljós á aðgerðirnar. 7. október 2019 07:48 Trump afsalar Bandaríkjunum ábyrgð á Sýrlandsstríðinu Bandaríkjaforseti segir öðrum að finna lausn á Sýrlandsstríðinu. Einn helsti bandamaður hans í Repúblikanaflokknum er harðorður um ákvörðun forsetans. 7. október 2019 12:53 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Nokkrir af helstu bandamönnum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa fordæmt þá ákvörðun hans að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi og gera Tyrkjum kleift að herja á sýrlenska Kúrda og bandamenn þeirra í Sýrlenska lýðræðishernum (SDF). Ákvörðunin var tilkynnt skyndilega í gærkvöldi og eftir símtal á milli Trump og Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands. Trump hefur reynt að lægja öldurnar með því að hóta Tyrkjum efnahagslegri eyðileggingu. Flestir þeir sem gagnrýna ákvörðun Trump gera það á þeim grundvelli að hann sé að yfirgefa góða bandamenn sem hafi barist með Bandaríkjunum, og fyrir, undanfarin ár og að bardagar á milli Tyrkja og Kúrda muni auka líkurnar á upprisu Íslamska ríkisins.Sjá einnig: Kúvending eftir símtal Trump og Erdogan í gærMeðal þeirra eru öldungadeildarþingmaðurinn Lindsay Graham, einn af helstu bandamönnum Trump. Hann sagði ákvörðunina vera „stórslys“. Graham sagði í dag að hann muni kalla eftir brottrekstri Tyrkja úr Atlantshafsbandalaginu og að þeir verði beittir refsiaðgerðum, ef þeir ráðast gegn SDF. Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni, segir þingmenn almennt ósammála ákvörðun Trump og hvatti hann forsetann til að sýna „bandaríska forystu“. Hann sagði að átök milli Tyrkja og SDF kæmu niður á sambandi Bandaríkjanna og Tyrklands og myndu leiða til frekari einangrunar Tyrklands á heimssviðinu.Aðrir öldungadeildarþingmenn beggja flokka, sem sitja í Utanríkismálanefnd öldungadeildarinnar gáfu frá sér yfirlýsingu í dag þar sem segja að „svik“ Trump muni hafa hræðilegar afleiðingar. Hún muni koma verulega niður á sýrlenskum Kúrdum, draga úr trúverðugleika Bandaríkjanna og skapa valdatæmi í Sýrlandi sem hagnist ISIS-liðum. Þar að auki muni Bashar al-Assad, Rússar og Íranar hagnast á ákvörðuninni.Ríkisstjórnin verði tafarlaust að endurskoða þá ákvörðun að endurkalla þá fáu bandarísku hermenn sem eru í Sýrlandi, þar sem vera þeirra hafi skapað mikinn frið. Án nokkurs konar samkomulags um vernd Kúrda og annarra bandamanna Bandaríkjanna, sé vera takmarkaðs fjölda hermanna á svæðinu nauðsynleg til að verja þjóðarhagsmuni Bandaríkjanna og þá hugrökku aðila sem börðust með þeim gegn ISIS. Nikki Haley, sem var sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Sameinuðu þjóðunum sagði Bandaríkin þurfa að standa við bakið á bandamönnum þeirra, ef forsvarsmenn Bandaríkjanna búast við því að bandamennirnir standi við bakið á þeim sjálfum. „Að yfirgefa þá til að deyja eru stór mistök,“ sagði hún.We must always have the backs of our allies, if we expect them to have our back. The Kurds were instrumental in our successful fight against ISIS in Syria. Leaving them to die is a big mistake. #TurkeyIsNotOurFriend — Nikki Haley (@NikkiHaley) October 7, 2019Sjá einnig: Trump afsalar Bandaríkjunum ábyrgð á SýrlandsstríðinuKevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni, gagnrýndi ákvörðunina einnig í dag, samkvæmt AP fréttaveitunni. Hann sagðist vilja standa við loforð Bandaríkjanna gagnvart þeim sem hjálpa þeim og berjast með þeim. Seinni partinn í dag reyndi Trump að lægja öldurnar með því að hóta Tyrkjum efnahagslegri eyðileggingu, geri þeir eitthvað sem hann, af sinni „miklu og óviðjafnanlegu“ visku telji ekki við hæfi. „Eins og ég hef haldið sterklega fram áður, og til að ítreka, ef Tyrkir gera eitthvað sem ég, af minni miklu og óviðjafnanlegu visku, tel ekki við hæfi, mun ég algerlega rústa og útrýma efnahagi Tyrklands (Ég hef gert það áður!) Þeir verða, með Evrópu og öðrum, að standa vörð um fangaða ISIS-liða og fjölskyldur þeirra. Bandaríkin hafa gert mun meira en nokkur gat búist við, þar á meðal að taka 100 prósent af Kalífadæmi ISIS. Það er kominn tími fyrir aðra á svæðinu, sumir sem eru mjög auðugir, að vernda þeirra eigin svæði. BANDARÍKIN ERU FRÁBÆR!“ sagði forsetinn.....the captured ISIS fighters and families. The U.S. has done far more than anyone could have ever expected, including the capture of 100% of the ISIS Caliphate. It is time now for others in the region, some of great wealth, to protect their own territory. THE USA IS GREAT! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 7, 2019
Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin NATO Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Kúvending eftir símtal Trump og Erdogan í gær Bandaríkjastjórn ákvað að snúa bakinu við bandamönnum sínum Kúrdum í Sýrlandi eftir símtal Trump og Erdogan. 7. október 2019 10:48 Tyrkir áforma innrás í Sýrland Tyrkir áforma nú innrás inn í norðausturhluta Sýrlands og Bandaríkjamenn virðast hafa gefið grænt ljós á aðgerðirnar. 7. október 2019 07:48 Trump afsalar Bandaríkjunum ábyrgð á Sýrlandsstríðinu Bandaríkjaforseti segir öðrum að finna lausn á Sýrlandsstríðinu. Einn helsti bandamaður hans í Repúblikanaflokknum er harðorður um ákvörðun forsetans. 7. október 2019 12:53 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Kúvending eftir símtal Trump og Erdogan í gær Bandaríkjastjórn ákvað að snúa bakinu við bandamönnum sínum Kúrdum í Sýrlandi eftir símtal Trump og Erdogan. 7. október 2019 10:48
Tyrkir áforma innrás í Sýrland Tyrkir áforma nú innrás inn í norðausturhluta Sýrlands og Bandaríkjamenn virðast hafa gefið grænt ljós á aðgerðirnar. 7. október 2019 07:48
Trump afsalar Bandaríkjunum ábyrgð á Sýrlandsstríðinu Bandaríkjaforseti segir öðrum að finna lausn á Sýrlandsstríðinu. Einn helsti bandamaður hans í Repúblikanaflokknum er harðorður um ákvörðun forsetans. 7. október 2019 12:53
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent